Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Myndin af augnablikinu þegar rasísku ummælin féllu

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra mun hafa tal­að um Vig­dísi Häsler, fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna, sem „þá svörtu“ þeg­ar um­rædd mynd var tek­in.

Myndin af augnablikinu þegar rasísku ummælin féllu
Myndin af atvikinu Gera má ráð fyrir að myndin sé tekin um það leyti sem Sigurður Ingi lét hin rasísku ummæli falla.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét rasísk orð falla um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands í boði Framsóknarflokksins fyrir viku síðan. Stundin birtir hér mynd sem tekin var þegar ummælin féllu. 

Vigdís birti síðastliðinn mánudag færslu á Facebook þar sem hún sagðist aldrei hafa látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina sig. Nú telji hún sig hins vegar knúna til að tjá sig um það sem gerðist og fer svo í stuttu máli yfir atvik sem varð í tengslum við búnaðarþing á fimmtudagskvöld. 

Þar segir meðal annars að þá hafi starfsfólk Bændasamtakanna, þar með talin hún, þegið boð til stjórnmálaflokka sem haldin séu í tengslum við Búnaðarþing og löng hefð sé fyrir. Starfsfólk Bændasamtakanna hafi óskaði eftir því að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem hún hafi síðar komið að. 

„Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð,“ skrifar Vigdís en ummæli Sigurðar Inga sem hún vísar í voru samkvæmt heimildum Stundarinnar innan Bændasamtakanna rasísk en hann á að hafa sagt: „á að mynda mig með þeirri svörtu“.

Sigurður Ingi baðst sama dag afsökunar á ummælunum í færslu á Facebook-síðu sinni. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ skrifað Sigurður Ingi.

Á myndinni sjást þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Höskuldur Sæmundsson og Ásgeir Helgi Jóhannsson halda á Vigdísi. Sigurður Ingi stendur milli Höskuldar og Ásgeirs en virðist ekki taka þátt í að halda Vigdísi.

Sigurgeir Sindri er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins. Höskuldur er sérfræðingur á markaðssviði Bændasamtakanna og Ásgeir er lögfræðingur samtakanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hafdís Hauksdóttir skrifaði
    Sigurður hefur allavega það góða persónu að geyma að hann biðst margsinnis afsökunar og fyrirgefningar og það eru sko ekki allir sem hafa slíka persónu að geyma,ég er reyndar ein af þeim persónum og er stollt af sjálfri mér!!
    1
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Og Ráðherran rorrandi fullur í bakgrunnin.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár