„Ég keyri upp í Smáralind, fer upp á sjöttu hæð í Turninum þar sem ég á pantaðan tíma með starfsmanni sem segir við mig: Þú vilt skoða hluthafalistann og spyr svo hvort ég sé áhugasamur eða hvort ég sé blaðamaður,“ segir einstaklingur á fimmtudagsaldri sem er lítill hluthafi í Íslandsbanka sem búinn er að fara í höfuðstöðvar bankans í Turninum í Smáralind til að skoða hluthafalista bankans. Maðurinn vill ekki láta nafn síns getið.
Markmið mannsins var að komast að því hvaða fjárfestar það voru sem tóku þátt í nýlegu útboði á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Maðurinn segir að eftir heimsókn sína sé hann engu nær um hverjir tóku þátt í útboðinu þar sem ómögulegt er fyrir hluthafa bankans að komast að því með þessari verklagsaðferð sem Íslandsbanki býður upp á við skoðun á listanum.
„Ég fékk aldrei að snerta músina“
Athugasemdir (4)