Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ummæli Sigurðar Inga mögulega brot á siðareglum

Rasísk um­mæli Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar um Vig­dísi Häsler gætu ver­ið brot á siða­regl­um al­þing­is­manna og siða­regl­um ráð­herra. Af orð­um Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra, má skilja að hún telji nóg að gert með af­sök­un­ar­beiðni Sig­urð­ar Inga.

Ummæli Sigurðar Inga mögulega brot á siðareglum
Möguleg brot á siðareglum Ummæli Sigurðar Inga gætu verið brot bæði gegn siðareglum alþingismanna og siðareglum ráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, gætu varðað bæði siðareglur alþingismanna, sem og siðareglur ráðherra. Sigurður Ingi hefur játað að hafa haft uppi „óvið­ur­kvæmi­leg orð“ um Vigdísi í veislu Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun Sigurður Ingi hafa spurt hvort taka ætti mynd af honum  „með þeirri svörtu“.

Vigdís birti yfirlýsingu um málið á Facebook-síðu sinni í hádeginu þar sem hún sagði ummæli Sigurðar Inga hafa verið afar særandi. „Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn.“ 

Sigurður Ingi baðst í eftirmiðdaginn afsökunar á ummælum sínum á Facebook-síðu sinni. „Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“

Alþingismenn kasti ekki rýrð á Alþingi

Í siðareglum alþingismanna segir meðal annars að alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni,“ og „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu.“ Einstaklingum og lögaðilum er heimilt að leggja fram erindi um meint brot á siðareglunum og skal beina þeim til forsætisnefndar Alþingis. Forsætisnefnd getur beint erindum til ráðgefandi siðanefndar alþingis sem lætur í té álit sitt á því hvört þingmaður hafi brotið gegn hátternisskyldum sínum.

„Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við manngildi og mannréttindi“
úr siðareglum ráðherra

Í siðareglum ráðherra segir meðal annars: „Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við manngildi og mannréttindi.“ Ábendingum um ámælisverða háttsemi má koma á framfæri við umboðsmann Alþingis sem gætir þess að stjórnsýslan fari fram í samræmi við siðareglur settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði siðareglur ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, lögum samkvæmt, 16. desember 2017. Í umræðum á alþingi í dag sagði Katrín í svari við óundirbúinni fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um hvernig hún teldi að ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á ummælum Sigurðar Inga, að Sigurður Ingi hefði beðist afsökunar og það skipti máli. „Það liggur algerlega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásættanleg og ég rengi ekki orð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í þeim efnum en við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirður innviðaráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti.“

Ekki óþekkt að siðanefnd taki mál til umfjöllunar

Siðanefnd Alþingis fjallaði árið 2019, að beiðni sérskipaðra varaforseta þingsins, um Klausturmálið. Siðanefnd komst þar að því að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu brotið siðareglur alþingismanna með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember 2018, en aðrir þingmenn sem viðstaddir voru, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hefðu ekki gerst brotlegir við siðareglurnar.

Sama ár hafði siðanefnd áður komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefði brotið siðareglur með því að viðhafa þau ummæli að uppi væri „rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé.“ Ummælin lét Þórhildur Sunna falla í umræðuþættinum Silfrinu í febrúar sama ár.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjon Eiríksson skrifaði
    Siðareglur alþingis, hm sjáum nú til hvernig þær eru í framkvæmd. Ef maður segir sorrý þá verður alltílagi.
    Sniðugt, bara ef þetta gilti um okkur hin.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Sigurður Ingi baðst í eftirmiðdaginn afsökunar á ummælum sínum á Facebook-síðu sinni."
    Það er auðvelt að biðjast afsökunar á Facebook. Maður á að biðjast afsökunar augliti til auglitis við þann sem maður misgerði.
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Rasistar eiga ekki heima í ríkisstjórn Íslands !!
    2
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Alltaf er jafn gaman af þegar undanrennuglæru roðhænsnin taka sig til og fara að rembast við að móðgast og hneykslast fyrir hönd annarra. Nú hefir borið vel í veiði hjá hænsnunum og þau ná ekki andanum fyrir vandlætingu og bráðum liggja þau liðin lík af andarteppu. Það er yfirmáta sorglegt að þau skuli ekki lifa það að ráðsmannsdurgur gömlu Framsóknarmaddömunnar segi af sér og verði kastað í Fjóshauginn. En ósköp er þetta allt hjárænulegt, falskt og hlálegt.
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár