Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Viðar hafði ekki heimild stjórnar Eflingar fyrir viðskiptunum við Andra

Í lög­fræði­áliti Odds Ást­ráðs­son­ar fyr­ir stjórn Efl­ing­ar kem­ur fram að Við­ar Þor­steins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, hafði ekki heim­ild til að stofna til við­skipta við Andra Sig­urðs­son fyr­ir hönd fé­lags­ins ár­ið 2019.

Viðar hafði ekki heimild stjórnar Eflingar fyrir viðskiptunum við Andra
Hafði ekki heimild stjórnar Viðar Þorsteinsson samdi við Andra Sigurðsson um vinnu sem 13,3 milljónir voru greiddar fyrir án þess að hafa fyrir því samþykki stjórnar Eflingar.

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags, hafði ekki heimild stjórnar félagsins fyrir þeim viðskiptum sem hann stofnaði til við Andra Sigurðsson og fyrirtæki hans, Sigur vefstofu, fyrir hönd félagsins á árinu 2019. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem sitjandi stjórn Eflingar lét gera á viðskiptum félagsins. Þá fór Viðar einnig út fyrir heimildir með útgjöldum til verkefna vegna heimasíðu félagsins á árinu 2020.

Formaður Eflingar, Agnieszka Ewa Ziól­kowska, óskaði fyrir hönd stjórnar félagsins eftir því 15. mars síðastliðinn við lögmannsstofuna LGM slf. og Odd Ástráðsson lögmann að gerð yrði lögfræðileg úttekt vegna viðskipta Eflingar við Sigur vefstofu, fyrirtækis Andra Sigurðssonar. Óskað var eftir úttekt á því hvort starfsmenn Eflingar hefðu haft heimild til að skuldbinda félagið með samþykkt og greiðslu reikninga Sigur vefstofu, svo sem gert var.

Frá 12. nóvember 2018 til 9. ágúst 2021 gaf Sigur vefstofa út 25 reikninga vegna þjónustu við Eflingu. Samanlögð fjárhæð reikninganna, með virðisaukaskatti, er 23.446.354 krónur. Að baki reikningunum lá vinna sem nam 1.721,5 vinnustundum, þar sem innheimtar voru 10.900 krónur fyrir hverja vinnustund. Fram kemur að flesta daga hafi Andri unnið sléttar 8 vinnustundir í þágu Eflingar.

Umboðið náði aðeins til ársins 2018

Stjórn Eflingar samþykkti að „greiða Andra Sigurðssyni (Sigur vefstofa ehf.) fyrir vinnu hans við vefhönnun og tengd verkefni fyrir Eflingu“ hinn 23. ágúst 2018. Var tilgreint að sá samningur gilti frá 1. september 2018 til 31. desember sama ár og fæli í sér 24 klukkustunda vinnu á viku. Samkvæmt samþykkt stjórnar hefði Andri fengið greiddar 4.447.200 krónur fyrir umrædda vinnu. Hins vegar héldu viðskipti Eflingar við Andra áfram til ársloka 2019 án þess að stjórn félagsins hafi endurnýjað heimild eða umboð þar um.

Í fundargerð stjórnar 23. ágúst 2018 kemur fram að samþykkt var nýtt verklag við aðkomu stjórnar að fjármálum félagsins. Stjórn myndi samþykkja fjárhagsáætlun sem gilti eitt ár fram í tímann og hefðu formaður félagsins og stjórnendur þess heimild til að vinna innan þess ramma. Færi kostnaður fram úr áætlun væri skylt að taka það upp á stjórnarfundi. Þá kom fram í fundargerð stjórnar, dagsettri 20. september 2018, í umræðum um að Viðari yrði veitt prókúra til úttekta og samþykktar úttekta af reikningum félagsins að varaformaður stjórnar áréttaði að stjórn félagsins þyrfti eftir sem áður að samþykkja „allar meiri háttar upphæðir“.

Vinnan þegar hafin þegar samningur var gerður

Þann 25. júní 2019 undirrituðu Andri, fyrir hönd Sigurs vefstofu, og Viðar, fyrir hönd Eflingar, samninga um að Andri myndi inna af hendi vinnu við hönnun og þróun vefsíðu og einnig vinnu á sviði upplýsingatækni, sem næmi 40 vinnustundum á viku. Ekki er tilgreint til hversu langs tíma sá samningur átti að taka en tilgreindir eru ákveðnir „milestones“ eða áfangar í verkefninu. Sá fyrsti var 17. maí árið 2019, rúmum mánuði áður en samningurinn var gerður, og sá síðasti 12. júlí 2019. Í samningnum kom þó fram að undirrita þyrfti hann áður en Andri gæti hafið vinnu við verkefnið en sem fyrr segir var þó tilgreint í samningnum að ákveðinn áfangi átti að vera búinn fimm vikum áður.

„Með því rækti stjórn ekki skyldur sínar til að hafa hliðsjón og eftirlit með fjárreiðum félagsins“
Oddur Ástráðsson
lögmaður, um aðgerðarleysi stjórnar Eflingar þegar stjórninni bárust upplýsingar um fjárútlát vegna vinnu Andra Sigurðssonar.

Stjórn var því lítt eða ekki upplýst um vinnu Andra og gaf ekki heimild fyrir þeim fjárútlátum sem henni fylgdu. Samkvæmt svörum við fyrirspurn fundarmanna eftir kynningu á ársreikningi félagsins fyrir árið 2019, sem bárust 7. maí 2020, nam kostnaður vegna endurbóta á heimasíðu Eflingar um 13,3 milljónum króna árið 2019. Hins vegar verður ekki séð á fundargerðum að stjórn hafi gert athugasemdir við kostnaðinn. „Með því rækti stjórn ekki skyldur sínar til að hafa hliðsjón og eftirlit með fjárreiðum félagsins,“ segir í lögfræðiálitinu.

Viðar fór á svig við samþykkt stjórnar

Í uppfærðri fjárhagsáætlun Eflingar fyrir árið 2020, sem útbúin var 16. júní sama ár, kemur fram að ráðgert sé að kostnaður vegna heimasíðu og vefs verði krónu 11.622.108 á árinu. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir sama ár, sem kynntur var á stjórnarfundi 29. apríl 2021, var raunkostnaður vegna liðsins 23.228.562 krónur, því sem næst tvöfalt það sem fram kom í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Stjórn gerði ekki athugsemdir við þann kostnað svo séð verði og brást þar með skyldum sínum. Rétt er að árétta að annar kostnaður en viðskipti við Andra og Sigur er þar undir en reikningar Sigurs vefstofu námu um 5,6 milljónum króna það ár.

Í lögfræðiálitinu kemur fram að lausund hafi verið á verklagi og hlutverkaskiptingu milli stjórnar og framkvæmdastjóra. Stjórnarsamþykkt um fyrirkomulag ákvarðana um fjárútlát hafi þenni ekki verið fylgt fyrr en á öðru ári eftir samþykktina og stjórn hafi ekki fylgt því eftir að rekstur væri innan áætlunar. „Svo virðist sem framkvæmdastjóri hafi á sama tímabili litið svo á að hann gæti, þrátt fyrir stjórnarsamþykktina, ákveðið hvaða verkefni skyldu unnin og hvaða fjármunum skyldi varið til þeirra án þess að bera það undir stjórn félagsins, jafnvel þó um væri að ræða fjárútlát sem teldust ekki til daglegs rekstrar,“ segir í lögfræðiálitinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (18)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Inga Björk Sveinsdóttir skrifaði
    Ég hélt að heiðarleiki væri ykkar aðalsmerki. Tek ekki þátt í svínslegri umfjöllun. Segi hér með upp Stundinni
    0
  • BG
    Birna Gunnarsdóttir skrifaði
    Verst að það eru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir kranablaðamennsku, höfundar greinarinnar væru vel að þeim komnir.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er fráleitt að borga kr. 10.900 á tímann fyrir svo mikla vinnu. Væri í lagi fyrir nokkurra tíma útkall. Hámark 5000 kall eftir það.
    0
  • SBR
    Sæþór Benjamín Randalsson skrifaði
    And to think I've paid for Stundin and defended Helgi's persecution to those in my life previously. This is a hit piece, based on a hit piece. If there was any journalistic integrity, rather than dissecting just the final second in time, y'all would have looked into the events leading up to this and wonder why it took the acting forman two tries to get her custom ordered dirt. Why is a random lawyer more believable than an actual international auditing firm?

    The acting chairman has made it so crystal clear that she has a grudge against Sólveig and Viðar that even a beginner journalist could have discovered this fact. The very same individual told me herself that these kind of results can be custom ordered by the person paying for them, to get any outcome you want.

    The really outrageous thing is to give meeting details of our union away without board approval to someone who's family is diametrically apposed to everything Efling and it's members stand for. I have no doubt she's deposited useful information to the hands of our enemies that will be used in the next contract negotiations.

    And all this while we were engaging in the SGS conference. Her actual job as chair would have been to watch the interview between the two candidates for SGS chair (she didn't) and then to prepare those of us being sent to Akureyri on the goals there and if there are people we should support or appose. Instead, she was obsessed with this revenge fantasy, delayed the board's vote for an early transfer of power, silenced council members at the board illegally, helped silence resolutions illegally, and otherwise made a giant baby of herself when we needed leadership.

    What a rag.
    2
    • Þór Jóhannesson skrifaði
      Nailed it 👌
      -1
    • GE
      Guðmundur Einarsson skrifaði
      Aside from the "rag" point, I fully agree with your assessment of the major problems within the "Efling" union and the current management.
      -1
  • VM
    Viðar Magnússon skrifaði
    Helgi Seljan að lesa þessa grein er eins og að lesa DV
    1
  • RB
    Reynir Böðvarsson skrifaði
    Er Stundin þá eftir allt saman flokksblað hægri krata? Þá líður ekki langur tími í uppsögn áskriftar minnar.
    5
    • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
      Það lengi legið í augum uppi.
      -1
    • Þór Jóhannesson skrifaði
      Ekki bara hægri krata heldur eru margir þessara gaura sem eru að búa til spunann fyrrum ung VG liðar sem eru birtir út í tilkomu Sósíalistaflokksins og að hættu VG og krata þá fara þeir í mannorðsmorðsherferðir til að grafa undan fólki og æru þess.
      -2
    • GE
      Guðmundur Einarsson skrifaði
      Hvernig lest þú það. Hvar er þessi "hægri krata" tilvitnun?
      2
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Eruð þið að fara með fleipur?
    “„... Agnieszka Ewa Ziólkowska hafi áréttað eitthvað á stjórnarfundi meira en hálfu ári áður en hún tók sæti í stjórn! ...„
    9
  • Þór Jóhannesson skrifaði
    Samkvæmt aðkeyptu áliti Odds Ástráðssonar aðkeypts lögmanns Agnieszka Ewa Ziól­kowska. Hinsvegar gerði lögfræði fyrirtækið Deloitte, að ósk sömu Agniezku, hlutlaust álit á þessu sama máli og komust að hinu gagnstæða fyrir nokkrum dögum. Hún hefur því greinilega ekki sætt sig við þá niðurstöðu og því leitað eftir einhverjum sem væri til í að finna eitthvað fyrir hana. Come on ppl. hversu lengi ætum við að sitja hjá og sætta okkur hið svona glórulausar persónuárásir á eina fólkið sem þorir að spyrna fæti við kúgun valdastéttarinnar?

    Úff, Helgi Seljan svona vinnubrögð eru ekki beint til að styrkja ímynd þína sem besta og hlutlausasta rannsóknarblaðamann þjóðarinnar eftir flutninginn yfir á Stundina. Skil ekkert í manni eins og þér að setja nafn sitt undir svona spuna.
    8
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Skíturinn, frændhyglin og viðbjóðurinn er um allt.
    Þessir svokölluðu sósíalistar eru ekki hótinu skárri en hið sótsvarta íhald og kapítalistahyskið.
    -6
    • Valur Bjarnason skrifaði
      https://stundin.is/grein/15062/thessi-fengu-ad-kaupa-i-islandsbanka/
      0
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Mér sýnist að Agníeska og aðrir stjórnarmenn Eflingar hafi samþykkt að kaupa vinnu af Andra Sig., vitlegt sem það hefir verið. Einnig hafi hún og aðrir fundarmenn á Aðalfundi Eflingar samþykkt ársreikninga félagsins athugasemdalaust og þar með þær penigaupphæðir sem Andra var greitt fyrir vefsíðugerð og fleira. Ég fæ ekki betur séð en að þar með sé þetta mál úr sögunni.
    11
    • Sveinn Hansson skrifaði
      Nei, aldeilis ekki.
      -3
    • ÁHG
      Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
      Rétt hjá þér Jóhannes,fyrir utan að Agnígska virðist hafa reinslu í að selja sig og skoðanir sínar hæðstbjóðanda auðvaldinu í þessu máli .
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
6
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Heimilið er að koma aftur í tísku
10
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár