Samkvæmt hefðinni er upphafið rakið til Rúsveldisins sem var stofnað af Rúrik árið 865. Kom hann líklega frá Roslagen í Svíþjóð en þær slavnesku þjóðir sem byggðu það sem nú er Norðvestur-Rússland höfðu beðið hann um að ríkja yfir sér þegar allt var komið í óefni heima fyrir. Rúrik kom sér fyrir í Hólmgarði sem nú er í grennd við Novgorod í Rússlandi. Arftaki hans, Oleg, eða Helgi upp á norrænu, lagði undir sig Kænugarð sem átti eftir að verða miðpunktur hins víðlenda Rús, á norrænu nefnt Garðaríki.
Rússar og Úkraínumenn rekja þannig upphaf sitt á sama stað, en nokkur munur er á söguskoðun þeirra. Rússar vilja sem minnst gera úr þætti sænskra víkinga og telja þá einungis hafa verið sendiherra Slava en Úkraínumenn vilja mun fremur kenna sig við Svíþjóð og Vestur-Evrópu.
Rússar og Úkraínumenn rekja þannig upphaf sitt á sama stað, en nokkur munur er á söguskoðun þeirra. …
Athugasemdir (1)