Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kárahnjúkar hefðu getað framleitt inn í orkugatið

Fram­hjárennsli Kára­hnjúka­virkj­un­ar á síð­asta ári nam 1,6 tera­vatts­stund og hefði fram­leiðsl­an þar getað nýst til að stoppa upp í orkugat­ið sem mynd­að­ist þeg­ar orku­skorts varð vart. Fimm pró­senta fram­leiðsla þess­ar­ar stærstu virkj­un­ar Ís­lands­sög­unn­ar fer inn á byggðalín­una.

Kárahnjúkar hefðu getað framleitt inn í orkugatið
Rafmagn flutt að austan Frá framkvæmdum Kröflulínu 3, sem tekin var í gagnið haustið 2021. Mynd: Landsnet

Allt að sjö prósent raforku sem framleidd hefur verið í Fljótsdalsstöð á Austurlandi hefur farið inn á byggðalínuna og þannig nýst annars staðar en í álverinu á Reyðarfirði. Í umfjöllun Stundarinnar frá 12. mars kom fram að orkan nýttist bara í álverið og gerði Landsvirkjun athugasemd við það. Í kjölfarið óskaði Stundin eftir gögnum um hversu mikil orka hefur verið framleidd og farið annað en í álverið. 

Á tímabilinu 2014 til 2021 var á bilinu 2-7 prósent af framleiddri orku flutt úr Fljótsdalsstöð inn á byggðalínuna. Þannig getur rafmagn úr Fljótsdalsstöð nýst annarsstaðar á landinu þar sem byggðalínan tengir landshlutana saman. Eftir sem áður er langsamlega stærstur hluti framleiddrar orku í Fljótsdalsstöð fluttur beinustu leið á Reyðarfjörð þar sem það er nýtt til framleiðslu á áli í verksmiðju Alcoa. Enda var það tilgangur og markmið byggingu Kárahnjúkavirkjunar og Fljótsdalsstöðvar.

Langstærsta raforkuverið

Virkjunin er sú langstærsta sem hefur nokkru sinni verið reyst og gangsett á Íslandi. Fjórðungur alls rafmagns sem framleitt var á síðasta ári varð til í Fljótsdalsstöð eða um það bil 4,9 teravattstundir á ári. Landsvirkjun gerir hins vegar ráð fyrir að bæði orkuframleiðsla og orkuflutningur frá Fljótsdal og í aðra landshluti muni aukast á þessu ári. Orkuframleiðslan stefnir í 5,2 teravattstundir, samkvæmt mati fyrirtækisins.

„Þannig hefur myndast meira svigrúm til að nýta Fljótsdalsvirkjun í þágu raforkukerfisins.“

Áætlanir, miðað við fyrstu tvo mánuði ársins, gerir líka ráð fyrir að 328 megavattstundir, það er um 6 prósent af áætlaðri framleiðslu virkjunarinnar, fari annað en í álverið á Reyðarfirði. Það sé hægt vegna aukinnar flutningsgetu frá Fljótsdal út á byggðalínuna með tilkomu Kröflulínu 3, sem kláraðist síðastliðið haust. 

„Þannig hefur myndast meira svigrúm til að nýta Fljótsdalsvirkjun í þágu raforkukerfisins,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, forstöðumaður þróunar vatnsafls hjá Landsvirkjun.

Skert orka annars staðar

Tilgangurinn með að flytja orku á milli staða er að bregðast við takmörkunum í orkuframleiðslu á ólíkum svæðum. Undanfarna mánuði hefur þurft að takmarka afhendingu á orku vegna slæmrar vatnsstöðu í miðlunarlónum, sér í lagi á Suðurlandi. Meiri framleiðslugeta hefur verið á norðurlandi en notkun en öfugt er farið á suðurlandi. 

Þessi tilfærsla á rafmagni úr stærsta raforkuveri landsins hefur þó hvergi nærri dugað til og hefur Landsvirkjun gripið til þess að skerða orku til þeirra kaupenda sem hafa samninga um kaup á skerðanlegrar orku. Þetta eru fyrsta og fremst fiskimjölsverksmiðjur en í lok síðasta árs tilkynnti Landsvirkjun að langtímasamningar við álver og gagnaver sem gerðu ráð fyrir skerðanlegrar orku myndu líka þurfa að þola skerðingar. 

Kárahnjúkavirkjun hefur líka ekki getað framleitt meira rafmagn og nam framhjárennsli eða yfirfall úr miðlunarlóni virkjunarinnar 1,6 teravattsstund á síðasta ári. Alla jafna nemur framhjárennslið upp undir 1,3 teravattsstund á ári, en mest hefur það verið rúmar 2,6 teravattsstundir. 

Flutningskerfinu kennt um

Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að nota þessa orku sem rann framhjá Kárahnjúkavirkjun er að sögn Landsvirkjunar veikt flutningskerfi. Undir þetta tóku starfsmenn Landsnets í umfjöllun Stundarinnar um flutningskerfi raforku frá því í lok febrúar. 

„Ef einhver virkjun framleiðir auka orku er ekki hægt að flytja hana með byggðalínunni. Byggðalínan er fullnýtt í dag, það er enginn sveigjanleiki. Þetta varð mjög opinbert í sumar, það var lítið af vatni á Suðurlandi, lítið í lónunum þar en á sama tíma var ágætt vatnsmagn í til dæmis Blöndulóni fyrir norðan og Hálslóni fyrir austan. Það sem gerðist var að þegar þau lón fylltust þá rann vatnið bara yfir í þeim, á yfirfalli, án þess að hægt væri að nýta það,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar og tæknisviðs Landsnets. 

„Ef byggðalínan hefði meiri flutningsgetu þá hefði verið hægt að keyra þessar virkjanir alveg í botn. Hvað sem fólki finnst um virkjanir yfirleitt þá er ansi fúlt að geta ekki nýtt þær að fullu þegar búið er að byggja þær, raska umhverfi, byggja lón og svo framvegis. Það heitir bara sóun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Drífa í þessu og leggja í jörð!
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Stend enn við að Kárahnjúkavirkjun voru mikil mistök sem aldrei hafðu átt að gerast. Ráðherra nokkur sagði, að landið sem eyðilagðist
    væri hvort sem er ljótt.
    Mikið af fallegu landi var eyðilagt.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár