„Skilið því sem var stolið,“ voru lokaorð eins frummælenda á málþingi um mannréttindabrot alþjóðlegra stórfyrirtækja og spillingarmál í fiskiðnaði sem haldið var á fimmtudag, þar sem mútumál Samherja í Namibíu var í forgrunni. Orðunum beindi hann að Samherja.
Málþingið var viðurkenndur hliðarviðburður 49. þings Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna sem nú stendur yfir. Frummælendur á málþinginu lögðu áherslu á afleiðingar Samherja-málsins, sem kallað er Fishrot á ensku, á almenna íbúa í Namibíu; einkum og sér í lagi þá í strandbyggðum landsins.
„Fishrot-málið er klassískt dæmi um ríkisrán (state looting) rétt eins og við höfum séð hér í Suður-Afríku,“ sagði Kaajal Ramjathan-Keogh, yfirmaður afríkudeildar International Commission of Jurists, alþjóðleg mannréttindasamtök lögmanna og dómara. „Með milljón dollara ólöglegum greiðslum til namibískra ráðamanna tókst Samherja, þessu íslenska fyrirtæki, að komast í þá stöðu að vera það fyrirtæki sem hafði yfirráð yfir mestum kvóta í Namibíu.“
Kaajal lagði áherslu á að enn benti ekkert til þess …
Athugasemdir (2)