Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Máli Aðalsteins vísað frá: Hæstiréttur tekur ekki efnislega afstöðu

Hæstirétt­ur hef­ur vís­að frá kæru Að­al­steins Kjart­ans­son­ar á hend­ur lög­reglu á Norð­ur­landi eystra. Tel­ur Hæstirétt­ur að Að­al­steini hafi ekki ver­ið heim­ilt að áfrýja nið­ur­stöðu Lands­rétt­ar. Lög­mað­ur Að­al­steins seg­ir koma til greina að vísa mál­inu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

<span>Máli Aðalsteins vísað frá:</span> Hæstiréttur tekur ekki efnislega afstöðu
Á erindi til Strassborgar Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Stundarinnar, telur tilefni til þess að vísa máli hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Hæstiréttur vísaði í dag frá kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Stundarinnar, á niðurstöðu Landsréttar í máli hans gegn Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn kærði ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem veitti honum réttarstöðu sakbornings og hugðist kalla hann til skýrslutöku vegna umfjöllunar hans um skæruliðadeild Samherja. Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði upphaflega að lögreglu hefði verið óheimilt að veita Aðalsteini réttarstöðu grunaðs manns en Landsréttur vísaði þeim dómi frá. Aðalsteinn áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem nú hefur birt ákvörðun sína.

Frávísun Hæstaréttar gerist sama dag og dómnefnd Blaðamannverðalauna Blaðamannafélags Íslands tilkynnti að Aðalsteinn væri tilnefndur til blaðamannaverðlauna ársins 2021, meðal annars fyrir umfjöllun um téða skæruliðadeild Samherja.

Telur ekki heimilt að kæra úrskurð Landsréttar

Í dómi Hæstaréttar kemur fram sú lögskýring að Aðalsteinn hafi ekki haft heimild til að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar, þar eð kæruheimild sú sem stuðst var við og fram kemur í lögum um sakamál hafi verið verið skýrð svo að hún tæki almennt aðeins til endanlegra úrskurða um frávísun mála sem höfðuð hefðu verið með ákæru. Kæruheimildinn næði hins vegar ekki til úrskurða Landsréttar um frávísun kæru vegna rannóknarúrskurð eða úrskurða um réttarfarsatriði.

Í dómi Hæstaréttar segir að hin kærða niðurstaða Landsréttar hafi ekki falið í sér endanlegar lyktir sakamáls heldur þá niðurstöðu að dómstólar hefðu ekki vald til þess að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu á þessu stigi sakamálarannsóknar. Ekki væri því heimild fyrir hendi til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og var málinu því vísað frá.

Undanþáguákvæði eru í lögum er lúta að blaðamönnum

Hæstiréttur tekur því ekki efnislega afstöðu til þess hvort Lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi verið heimilt að veita Aðalsteini réttarstöðu grunaðs manns og kalla hann til yfirheyrslu, ekki frekar en Landsréttur gerði. Í úrskurði Héraðsdóms kom hins vegar fram að í almennum hegningarlögum sé undanþáguákvæði er snúi að þeim greinum laganna sem lögreglan vill maina að Aðalsteinn hafi gerst brotlegur við, það er brot á friðhelgi einkalífs. Lögin eigi ekki við þegar um sé að ræða almanna- eða einkahagsmuni. „Er ljóst að þar er meðal annars átt við móttöku blaðamanna á gögnum sem innihalda upplýsingar sem eiga erindi við almenning,“ sagði í dómi Héraðsdóms. Enn fremur sagði í dómnum að „blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“

Í greinargerð lögreglu, bæði fyrir héraðsdómi og fyrir Landsrétti kom fram að þeir blaðamenn sem fjölluðu um skæruliðadeild Samherja, þar á meðal Aðalsteinn, væru grunaðir um að hafa tekið á móti eða deilt með öðrum kynferðislegu efni af Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja og meðlimi í yfirlýstri „skæruliðadeild“ útgerðarinnar. Páll kærði hins vegar ekki  slík brot til lögreglu og lögregla hefur ekki sýnt væri fram á að slíkt efni hafi farið í dreifingu.

Tilefni til að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn

Gunnar Ingi Jóhannsson

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, segir niðurstöðu Hæstaréttar vonbrigði þó hún hafi ekki verið með öllu ófyrirséð, eftir niðurstöðu Landsréttar. „Eins og fjallað er um í dómi Hæstaréttar þá töldum við þetta kæranlegt, hverju sem liði einhverjum fyrri fordæmum. Niðurstaðan felur hins vegar í sér að skýrslutakan af Aðalsteini hljóti að fara fram með einhverjum hætti. Tilgangur hennar er hins vegar orðinn afskaplega takmarkaður eftir málatilbúnað lögreglu og það sem fram hefur komið þar. Miðað við það sem komið hefur fram í málinu virðist manni ennþá minna tilefni nú en áður til þess að kalla Aðalstein og aðra blaðamenn sem málið varðar til skýrslutöku.“

Spurður hvort til greina komi að vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu segir Gunnar Ingi að ekki liggi fyrir ákvörðun þar um. „Ég tel það hins vegar gerlegt, þetta mál hefur byggt að verulegu leyti á dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Það væri því ekki óeðlilegt að bera það undir dómstólinn hvort þessi málsmeðferð standist, að ekki sé hægt að láta reyna á vafasamar rannsóknarathafnir lögreglu, að dómstólar eigi ekki endurskoðunarvald um það og að það sé ekki einu sinni kæranlegt til Hæstaréttar. Að ekki sé hægt að fá endurskoðun á frávísun á málinu á öðru dómstigi, það er vafasamt að það sé smrýmanlegt réttlátri málsmeðferð gagnvart sakborningi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár