Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hluta af áfangaheimilinu Betra líf lokað vegna brunavarna

Bú­ið er að loka efri hæð áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Fann­borg 4 í Kópa­vogi sök­um þess að hæð­in upp­fyllti ekki kröf­ur slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um bruna­varn­ir. Nú mega að­eins tíu skjól­stæð­ing­ar leigja her­bergi á neðri hæð­inni.

Hluta af áfangaheimilinu Betra líf lokað vegna brunavarna
Betra líf Efri hæð á gömlu bæjarskrifstofu Kópavogs, sem nú hýsir starfsemi áfangaheimilis, hefur verið lokað sem gistirými. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efri hæð áfangaheimilisins Betra lífs í Fannborg fjögur í Kópavogi hefur nú verið lokað sem gistirými vegna þess að Arnar Hjálmtýsson, eigandi og rekstraraðili áfangaheimilisins, uppfyllti ekki kröfur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunavarnir og í stað þess að uppfylla þær fyrir ákveðin tíma ákvað hann að loka hæðinni. Fyrst fékk Arnar frest til þess að uppfylla brunavarnir í húsnæði í maí 2021 en svo var honum ítrekað gefinn lengri frestur þar til að hann lokaði efri hæðinni nú í gær. Nú mega því aðeins tíu íbúar leigja herbergi í húsinu, á neðri hæð hússins. Húsið hafði pláss fyrir 24 einstaklinga og þurfa þeir sem komast ekki fyrir á neðri hæðina nú að leita annað. 

Arnar sagði nýverið í samtali við Stundina að ástæða þess að hann ákvað að breyta ekki húsnæðinu úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði væri vegna þess að til stæði að rífa húsið um næstu áramót. Í húsnæðinu leigja í flestum, ef ekki öllum, tilfellum einstaklingar með fjölþættan vanda, þá vímuefna- og geðrænan vanda auk húsnæðisleysis.

Eins og Arnar orðar það sjálfur rekur hann „blautt úrræði“ sem hann segir sjálfur vera áfangaheimili þar sem heimilisfólki er heimilt að vera í virkri vímuefnaneyslu, margir þeirra hafa til að mynda notað vímuefni um æð. Þrátt fyrir það eru engir starfsmenn á áfangaheimilinu og því ekkert eftirlit. Fjórir íbúar Betra lífs hafa látist úr ofneyslu lyfja þar síðan 2020, síðast nú í febrúar. Fyrrverandi íbúar Betra lífs lýsa í viðtali við Stundina aðstæðum þar sem hættulegum og óboðlegum þar sem aðbúnaður í húsinu er slæmur upp á hreinlæti og öryggi að gera. Ekkert eftirlit er með starfsemi sjálfstætt rekinna áfangaheimila og ekkert regluverk til í kringum það hver má stofna til slíkra úrræða og því engar kröfur gerðar til forstöðumanna eða rekstur þeirra. 

Ekki náðist í Arnar við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Eva skrifaði
    Segi eins og Sigurrós sem er systir hans sem lést í feb . SKAMMIST YKKAR !!!!
    0
  • Sigurrós Yrja ÍslandsPía skrifaði
    Umræðan er þörf og þessi staður er stórhættulegur !

    En ég kann alls ekki að meta fullyrðingar sem ekki eru á rökum reistar ! Gunnar bróðir er sá heimilismaður sem lést þarna í febrúar, það var ekki haft samband við neinn í fjölskyldunni til að fá þessar upplýsingar réttar.

    Gunnar bróðir lést EKKI úr ofneyslu, aka overdose. Ekki að það skipti öllu máli, en það er ólíðandi að fjölmiðlar hafi ekki staðreyndir á hreinu um viðkvæm málefni sem þessi !

    Gunnar á dóttur, foreldra, systkini og vini ♥️ Hann er nýlega látinn og ef það á að draga andlát hans á einn eða annan hátt inn í fréttaefni skulu heimildir vera réttar ! Við erum mörg að syrgja bróður minn og þetta er ekki að hjálpa !

    Skammist ykkar !!
    1
  • Omar Sigurjónsson skrifaði
    Þetta er ljóta ruglið það getur bara hver sem er opnað àfangaheimili og sem er eftirlitslaust allan sólarhringinn og þetta eru manneskjur
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár