Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hluta af áfangaheimilinu Betra líf lokað vegna brunavarna

Bú­ið er að loka efri hæð áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Fann­borg 4 í Kópa­vogi sök­um þess að hæð­in upp­fyllti ekki kröf­ur slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um bruna­varn­ir. Nú mega að­eins tíu skjól­stæð­ing­ar leigja her­bergi á neðri hæð­inni.

Hluta af áfangaheimilinu Betra líf lokað vegna brunavarna
Betra líf Efri hæð á gömlu bæjarskrifstofu Kópavogs, sem nú hýsir starfsemi áfangaheimilis, hefur verið lokað sem gistirými. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efri hæð áfangaheimilisins Betra lífs í Fannborg fjögur í Kópavogi hefur nú verið lokað sem gistirými vegna þess að Arnar Hjálmtýsson, eigandi og rekstraraðili áfangaheimilisins, uppfyllti ekki kröfur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunavarnir og í stað þess að uppfylla þær fyrir ákveðin tíma ákvað hann að loka hæðinni. Fyrst fékk Arnar frest til þess að uppfylla brunavarnir í húsnæði í maí 2021 en svo var honum ítrekað gefinn lengri frestur þar til að hann lokaði efri hæðinni nú í gær. Nú mega því aðeins tíu íbúar leigja herbergi í húsinu, á neðri hæð hússins. Húsið hafði pláss fyrir 24 einstaklinga og þurfa þeir sem komast ekki fyrir á neðri hæðina nú að leita annað. 

Arnar sagði nýverið í samtali við Stundina að ástæða þess að hann ákvað að breyta ekki húsnæðinu úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði væri vegna þess að til stæði að rífa húsið um næstu áramót. Í húsnæðinu leigja í flestum, ef ekki öllum, tilfellum einstaklingar með fjölþættan vanda, þá vímuefna- og geðrænan vanda auk húsnæðisleysis.

Eins og Arnar orðar það sjálfur rekur hann „blautt úrræði“ sem hann segir sjálfur vera áfangaheimili þar sem heimilisfólki er heimilt að vera í virkri vímuefnaneyslu, margir þeirra hafa til að mynda notað vímuefni um æð. Þrátt fyrir það eru engir starfsmenn á áfangaheimilinu og því ekkert eftirlit. Fjórir íbúar Betra lífs hafa látist úr ofneyslu lyfja þar síðan 2020, síðast nú í febrúar. Fyrrverandi íbúar Betra lífs lýsa í viðtali við Stundina aðstæðum þar sem hættulegum og óboðlegum þar sem aðbúnaður í húsinu er slæmur upp á hreinlæti og öryggi að gera. Ekkert eftirlit er með starfsemi sjálfstætt rekinna áfangaheimila og ekkert regluverk til í kringum það hver má stofna til slíkra úrræða og því engar kröfur gerðar til forstöðumanna eða rekstur þeirra. 

Ekki náðist í Arnar við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Eva skrifaði
    Segi eins og Sigurrós sem er systir hans sem lést í feb . SKAMMIST YKKAR !!!!
    0
  • Sigurrós Yrja ÍslandsPía skrifaði
    Umræðan er þörf og þessi staður er stórhættulegur !

    En ég kann alls ekki að meta fullyrðingar sem ekki eru á rökum reistar ! Gunnar bróðir er sá heimilismaður sem lést þarna í febrúar, það var ekki haft samband við neinn í fjölskyldunni til að fá þessar upplýsingar réttar.

    Gunnar bróðir lést EKKI úr ofneyslu, aka overdose. Ekki að það skipti öllu máli, en það er ólíðandi að fjölmiðlar hafi ekki staðreyndir á hreinu um viðkvæm málefni sem þessi !

    Gunnar á dóttur, foreldra, systkini og vini ♥️ Hann er nýlega látinn og ef það á að draga andlát hans á einn eða annan hátt inn í fréttaefni skulu heimildir vera réttar ! Við erum mörg að syrgja bróður minn og þetta er ekki að hjálpa !

    Skammist ykkar !!
    1
  • Omar Sigurjónsson skrifaði
    Þetta er ljóta ruglið það getur bara hver sem er opnað àfangaheimili og sem er eftirlitslaust allan sólarhringinn og þetta eru manneskjur
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár