Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hluta af áfangaheimilinu Betra líf lokað vegna brunavarna

Bú­ið er að loka efri hæð áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Fann­borg 4 í Kópa­vogi sök­um þess að hæð­in upp­fyllti ekki kröf­ur slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um bruna­varn­ir. Nú mega að­eins tíu skjól­stæð­ing­ar leigja her­bergi á neðri hæð­inni.

Hluta af áfangaheimilinu Betra líf lokað vegna brunavarna
Betra líf Efri hæð á gömlu bæjarskrifstofu Kópavogs, sem nú hýsir starfsemi áfangaheimilis, hefur verið lokað sem gistirými. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efri hæð áfangaheimilisins Betra lífs í Fannborg fjögur í Kópavogi hefur nú verið lokað sem gistirými vegna þess að Arnar Hjálmtýsson, eigandi og rekstraraðili áfangaheimilisins, uppfyllti ekki kröfur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunavarnir og í stað þess að uppfylla þær fyrir ákveðin tíma ákvað hann að loka hæðinni. Fyrst fékk Arnar frest til þess að uppfylla brunavarnir í húsnæði í maí 2021 en svo var honum ítrekað gefinn lengri frestur þar til að hann lokaði efri hæðinni nú í gær. Nú mega því aðeins tíu íbúar leigja herbergi í húsinu, á neðri hæð hússins. Húsið hafði pláss fyrir 24 einstaklinga og þurfa þeir sem komast ekki fyrir á neðri hæðina nú að leita annað. 

Arnar sagði nýverið í samtali við Stundina að ástæða þess að hann ákvað að breyta ekki húsnæðinu úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði væri vegna þess að til stæði að rífa húsið um næstu áramót. Í húsnæðinu leigja í flestum, ef ekki öllum, tilfellum einstaklingar með fjölþættan vanda, þá vímuefna- og geðrænan vanda auk húsnæðisleysis.

Eins og Arnar orðar það sjálfur rekur hann „blautt úrræði“ sem hann segir sjálfur vera áfangaheimili þar sem heimilisfólki er heimilt að vera í virkri vímuefnaneyslu, margir þeirra hafa til að mynda notað vímuefni um æð. Þrátt fyrir það eru engir starfsmenn á áfangaheimilinu og því ekkert eftirlit. Fjórir íbúar Betra lífs hafa látist úr ofneyslu lyfja þar síðan 2020, síðast nú í febrúar. Fyrrverandi íbúar Betra lífs lýsa í viðtali við Stundina aðstæðum þar sem hættulegum og óboðlegum þar sem aðbúnaður í húsinu er slæmur upp á hreinlæti og öryggi að gera. Ekkert eftirlit er með starfsemi sjálfstætt rekinna áfangaheimila og ekkert regluverk til í kringum það hver má stofna til slíkra úrræða og því engar kröfur gerðar til forstöðumanna eða rekstur þeirra. 

Ekki náðist í Arnar við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Eva skrifaði
    Segi eins og Sigurrós sem er systir hans sem lést í feb . SKAMMIST YKKAR !!!!
    0
  • Sigurrós Yrja ÍslandsPía skrifaði
    Umræðan er þörf og þessi staður er stórhættulegur !

    En ég kann alls ekki að meta fullyrðingar sem ekki eru á rökum reistar ! Gunnar bróðir er sá heimilismaður sem lést þarna í febrúar, það var ekki haft samband við neinn í fjölskyldunni til að fá þessar upplýsingar réttar.

    Gunnar bróðir lést EKKI úr ofneyslu, aka overdose. Ekki að það skipti öllu máli, en það er ólíðandi að fjölmiðlar hafi ekki staðreyndir á hreinu um viðkvæm málefni sem þessi !

    Gunnar á dóttur, foreldra, systkini og vini ♥️ Hann er nýlega látinn og ef það á að draga andlát hans á einn eða annan hátt inn í fréttaefni skulu heimildir vera réttar ! Við erum mörg að syrgja bróður minn og þetta er ekki að hjálpa !

    Skammist ykkar !!
    1
  • Omar Sigurjónsson skrifaði
    Þetta er ljóta ruglið það getur bara hver sem er opnað àfangaheimili og sem er eftirlitslaust allan sólarhringinn og þetta eru manneskjur
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu