Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Covid veldur heilaskemmdum

Ný rann­sókn bend­ir til þess að hluti heil­ans rýrni meira hjá þeim sem feng­ið hafa Covid en þeim sem hafa slopp­ið.

Covid veldur heilaskemmdum
Sýnataka Talið er að meira en 70% þjóðarinnar hafi fengið Covid-19. Mynd: Heiða Helgadóttir

Rannsókn sem felur í sér að tæp 800 manns fóru í heilaskönnun hefur bent til þess að jafnvel milt smit af Covid-19 leiðir til rýrnunar á heilanum.

Rýrnunin mælist aðallega á svæði heilans sem tengist lyktarskyni, en önnur virkni virðist líka hafa orðið fyrir áhrifum. Meginniðurstöður rannsóknarinnar er þríþætt: Aukin rýrnun í þykkt gráa efnisins í heilanum, meiri vefjaskemmdir í þeim hluta heilans sem fer með lyktarskyn og meiri almenn rýrnun heilans eftir Covid-smit.

Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature og er talin sú stærsta sinnar tegundar og sú fyrsta þar sem fólk var látið undirgangast heilaskanna fyrir og eftir smit. Meginniðurstaðan var að þau 401 sem fengið höfðu Covid reyndust vera með meiri rýrnun í gráa efninu í heilanum en þau 384 sem ekki höfðu fengið Covid. Þátttakendur í rannsókninni fóru í heilaskanna bæði áður en þau fengu Covid og að meðaltali fjórum og hálfum mánuði eftir smit. Það kemur sérfræðingum á óvart hversu mikil rýrnun á heilanum varð við Covid-smit, en flestir þátttakendur í rannsókninni fengu aðeins mild einkenni.

Allt að 2% rýrnun heilavefs

Eðlilegt er að fólk missi 0,2% til 0,3% af gráa efninu á minnistengdum svæðum heilans eftir því sem það eldist. Rannsóknin leiddi í ljós að þau sem höfðu smitast af Covid urðu fyrir 0,2% til 2% viðbótarrýrnun í heilanum. 

Þátttakendur fóru einnig í próf sem kanna átti vitsmunalega skerðingu sem tengist öldrun, virkni og vinnsluhraða heilans. Prófið fól í sér að tengja slóð milli punkta með tölum og bókstöfum. Þau sem höfðu orðið fyrir mestri rýrnun á heilavef stóðu verst að vígi í prófinu.

„Þar sem frávikin í heila þátttakenda virðast að hluta tengjast missi á lyktarskyni er hugsanlegt að endurheimt þess hafi í för með sér að frávikin verði minna áberandi eftir því sem tíminn líður,“ segir Gwenaëlle Douaud, prófessor í taugafræði við Oxford-háskóla í samtali við CNN. Hún lagði til að þátttakendur færu aftur í skanna að tveimur árum liðnum til þess að kanna hversu viðvarandi heilaskaðinn er.

„Það kemur mér á óvart hversu mikið glataðist og hversu almennt það er,“ hefur New York Times eftir Serena Spudich, taugafræðingi hjá Yale School of Medicine, sem kom þó ekki að rannsókninni. „Ég hefði ekki búsist við að sjá svona mikla hlutfallsbreytingu.“

Rýrnun heilaefnis er helst greinanleg í drekafellingum (e. parahippocampal gyrus) og hægri tóttarennisberki (e. orbitofrontal cortex). Þau svæði heilans eru ekki aðeins tengd lyktarskyni, heldur einnig minni og annarri færni. Covid-smitaðir stóðu sig þó ekki verr á minnisprófi en aðrir. Einn hluti heilans hefur hins vegar aldrei eina virkni, heldur fjölþætta, og er orsakasamhengið of flókið til þess að greina endanlega hver áhrifin eru af rýrnun á einum stað.

Óljós atriði

Meðal annmarka rannsóknarinnar eru að rannsakendur höfðu ekki upplýsingar um einkenni þátttakenda og hvort þau smituðu hefðu orðið fyrir langvarandi covid-veikindum (e. long covid) eða svokallaðri heilaþoku. Þá er ekki vitað hversu vel rannsóknin á við yngstu aldurshópana, þar sem þátttakendur voru á aldrinum 51 til 81 árs, en áhrifin á vitræna getu greindust meiri eftir aldri. Loks er óljóst hversu viðvarandi áhrifin á heilann eru.

Til að varpa ljósi á áhrifin væri hægt að gera frekari rannsóknir, eins og að greina hvort hefðbundin flensa og aðrar kórónaveirur hafi sambærileg áhrif á heilann. Að auki á eftir að gera rannsóknir á hegðun sem tengja mætti breytingum á heilanum. 

„Það er eitthvað sem gerðist í heilanum á þessu fólki,“ segir Spudich, taugasérfræðingur við Yale, við New York Times.

Alls hafa 40% Íslendinga nú smitast af Covid svo sannað þyki með sýnatöku. Talið er þó að mun fleiri hafi fengið Covid, eða um 70% landsmanna. 68 manns eru á sjúkrahúsi með Covid-19, ekki öll þó vegna Covid, og 6 eru smituð á gjörgæslu.

Rannsóknina má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Mér hefur tekist að forðast smit, hingað til, og mun halda því áfram eins lengi og mér framast er unnt. Það kann einhver að spyrja manneskju eins og mig, eitthvað á þessa leið:
    - "Af hverju ertu að passa þig, þú getur ekki komist hjá því að smitast og veikjast af COVID-19?"

    Mitt svar er svona:
    - Já, það er rétt, mér tekst ekki að forðast sjúkdóminn endalaust, en því lengur sem mér tekst að forðast hann, því meiri líkur eru á fleiri meðferðar- og lyfjaúrræðum ásamt sífellt fleiri rannsóknarniðurstöðum er segja til um afleiðingar og áhættuþætti. Svo kemur að því að tíðni smita lækkar og þá minnka líkurnar á að smitast að sama skapi.

    Farið varlega og takið ábyrgð á eigin heilsu! Hjálpumst að við að verja þá sem eru í sérstakri áhættu; fólk með undirliggjandi sjúkdóma og aðra sem eru viðkvæmir fyrir því að veikjast illa.
    2
  • BS
    Bylgja Sigurjónsdóttir skrifaði
    Úff ! Ferlega er ég orðin þreytt á endalausum “fréttum” af covid !

    Allt svo óljóst með afleiðingar.Samkvæmt rannsóknum.
    Meira dramað alltaf .


    Rólegir kúrekar.!
    -4
  • Mummi Týr skrifaði
    Hvernig kemur þá næsta ríkistjórn til með vera skipuð eftir hjarðofnæmi og nú er komin skýring á af hverju slógan Framsóknar virkaði svona vel í haust....
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár