Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kristjón Kormákur játar innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs

Rit­stjór­inn Kristjón Kor­mák­ur Guð­jóns­son hef­ur við­ur­kennt inn­brot á rit­stjórn­ar­skrif­stofu Mann­lífs. Hann steig fram í við­tali við Reyni Trausta­son, rit­stjóra Mann­lífs, í hlað­varps­þætti sem birt­ur var í kvöld. Seg­ist hafa feng­ið millj­óna greiðsl­ur frá Ró­berti Wessman fyr­ir ráð­gjöf og fleira.

Kristjón Kormákur játar innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs
Úr viðtalinu Reynir Traustason ræddi við Kristjón Kormák í hlaðvarpsþættinum Mannlífið sem birtur var á vef Mannlífs í kvöld. Mynd: Mannlíf

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri fjölmiðilsins 24.is, hefur viðurkennt innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs 21. janúar síðastliðinn. Hann ætlar að gefa skýrslu um málið hjá lögreglunni. Kristjón segist hafa verið á launum hjá Róberti Wessman fyrir ýmis viðvik en innbrotið hafi hins vegar ekki verið með hans vilja eða vitund.

„Hann bað aldrei um það, hann fékk aldrei skjal úr þessari tölvu,“ fullyrti Kristjón sem segist þó hafa talað við auðmanninn í síma morguninn eftir innbrotið þar sem hann hafi sagt honum frá innbrotinu og að hann hefði tölvu Reynis Traustasonar undir höndum. 

Í innbrotinu var vefur Mannlífs eyðilagður og færslum, bæði birtum og þær sem voru í vinnslu, eytt. Hann steig fram og játaði verknaðinn í viðtali við Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, í hlaðvarpsþætti hans á fjölmiðlinum í kvöld. Þátturinn var birtur rúmlega 22.10 og er rúmlega klukkutíma að lengd.

„Ég fann þessa tilfinningu, það er ekki rétt að gera þetta,“ lýsti Kristjón Kormákur í viðtalinu um það sem fór í gegnum huga hans þar sem hann stóð fyrir utan ritstjórnarskrifstofur Mannlífs í aðdraganda innbrotsins. Hann hafi þó farið inn á skrifstofuna, tekið þar turntölvu og fartölvu Reynis. 

Kristjón lýsti því einnig í viðtalinu að auðmaðurinn Róbert Wessman hafi fjármagnað rekstur fréttavefsins 24.is með fjárframlögum. Hann segir að Róbert hafi ekki viljað eiga hlut í miðlinum en tilbúinn að greiða honum tugi milljóna til að byggja hann upp. 

Fann til með Róberti

Kristjón hafi svo upplifað Reyni og Mannlíf sem óvini Róberts og að hann hafi viljað sann sig gagnvart velgjörðarmanni sínum. „Ég fann til með honum,“ sagði Kristjón um Róbert. 

VinurKristjón sagðist hafa farið að horfa á Róbert sem vin. Samskipti þeirra hafi verið mikil.

Greiðslurnar hafi meðal annars verið fyrir ráðgjöf til handa Róberti. „Það kemur í ljós að þekking mín er mikil,“ sagði Kristjón sem lýsti því sem svo að verkefni utan fjölmiðilsins hafi verið margvísleg. Samskipti þeirra hafi verið mikil og náin. „Ég var farinn að telja hann til vina minna [...] Við vorum kannski að tala saman klukkan tíu á kvöldin,“ sagði Kristjón og bætti því við að hann hafi verið hálfgerður sálusorgari Róberts og þurft að „peppa“ hann.

Það var þó ekki að beiðni Róberts sem innbrotið var framið, að sögn Kristjóns. „Ég get sagt það, hann bað aldrei um að þetta væri gert,“ sagði hann en lýsti í beinu framhaldi miklu valdaójafnvægi í samskiptum sínum við auðmanninn. Morguninn eftir innbrotið hafi hann þó talað við fólk í kringum Róbert og svo hann sjálfan skömmu síðar. 

Ætlaði að eyða vefnum

Kristjón lýsir því í viðtalinu við Reyni að markmið innbrotsins hafi verið að eyða vef Mannlífs og losa sig við keppinaut. Undir niðri hafi þó kraumað von um að í tölvu Reynis myndu leynast gögn. „Ég var bara kominn í örvæntingu,“ sagði hann. Kristjón sagðist hafa vitað það allan tíman að hann ætti ekki að framkvæma innbrotið en hafi þó látið til skara skríða.

„Ég get sagt það, hann bað aldrei um að þetta væri gert.“
Kristjón Kormákur
um Róbert Wessman og innbrotið

Það tókst þó ekki, því vefurinn var að mestu kominn aftur í loftið fljótlega eftir innbrotið. 

Á endanum hafði hann svo samband við Reyni til að játa verknaðinn, sem lýsti því sjálfur að símtalið hafi glatt. „Ég var alveg ótrúlega glaður einhvernvegin. þá var myrkrið farið,“ sagði Reynir við Kristjón í viðtalinu. „Ég lít ekki á þig sem stóra gerandann í þessu máli.“ 

Viðtalið er rúmur klukkutími að lengd og má sjá í spilaranum hér að ofan eða á vef Mannlífs

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár