Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kristjón Kormákur játar innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs

Rit­stjór­inn Kristjón Kor­mák­ur Guð­jóns­son hef­ur við­ur­kennt inn­brot á rit­stjórn­ar­skrif­stofu Mann­lífs. Hann steig fram í við­tali við Reyni Trausta­son, rit­stjóra Mann­lífs, í hlað­varps­þætti sem birt­ur var í kvöld. Seg­ist hafa feng­ið millj­óna greiðsl­ur frá Ró­berti Wessman fyr­ir ráð­gjöf og fleira.

Kristjón Kormákur játar innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs
Úr viðtalinu Reynir Traustason ræddi við Kristjón Kormák í hlaðvarpsþættinum Mannlífið sem birtur var á vef Mannlífs í kvöld. Mynd: Mannlíf

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri fjölmiðilsins 24.is, hefur viðurkennt innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs 21. janúar síðastliðinn. Hann ætlar að gefa skýrslu um málið hjá lögreglunni. Kristjón segist hafa verið á launum hjá Róberti Wessman fyrir ýmis viðvik en innbrotið hafi hins vegar ekki verið með hans vilja eða vitund.

„Hann bað aldrei um það, hann fékk aldrei skjal úr þessari tölvu,“ fullyrti Kristjón sem segist þó hafa talað við auðmanninn í síma morguninn eftir innbrotið þar sem hann hafi sagt honum frá innbrotinu og að hann hefði tölvu Reynis Traustasonar undir höndum. 

Í innbrotinu var vefur Mannlífs eyðilagður og færslum, bæði birtum og þær sem voru í vinnslu, eytt. Hann steig fram og játaði verknaðinn í viðtali við Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, í hlaðvarpsþætti hans á fjölmiðlinum í kvöld. Þátturinn var birtur rúmlega 22.10 og er rúmlega klukkutíma að lengd.

„Ég fann þessa tilfinningu, það er ekki rétt að gera þetta,“ lýsti Kristjón Kormákur í viðtalinu um það sem fór í gegnum huga hans þar sem hann stóð fyrir utan ritstjórnarskrifstofur Mannlífs í aðdraganda innbrotsins. Hann hafi þó farið inn á skrifstofuna, tekið þar turntölvu og fartölvu Reynis. 

Kristjón lýsti því einnig í viðtalinu að auðmaðurinn Róbert Wessman hafi fjármagnað rekstur fréttavefsins 24.is með fjárframlögum. Hann segir að Róbert hafi ekki viljað eiga hlut í miðlinum en tilbúinn að greiða honum tugi milljóna til að byggja hann upp. 

Fann til með Róberti

Kristjón hafi svo upplifað Reyni og Mannlíf sem óvini Róberts og að hann hafi viljað sann sig gagnvart velgjörðarmanni sínum. „Ég fann til með honum,“ sagði Kristjón um Róbert. 

VinurKristjón sagðist hafa farið að horfa á Róbert sem vin. Samskipti þeirra hafi verið mikil.

Greiðslurnar hafi meðal annars verið fyrir ráðgjöf til handa Róberti. „Það kemur í ljós að þekking mín er mikil,“ sagði Kristjón sem lýsti því sem svo að verkefni utan fjölmiðilsins hafi verið margvísleg. Samskipti þeirra hafi verið mikil og náin. „Ég var farinn að telja hann til vina minna [...] Við vorum kannski að tala saman klukkan tíu á kvöldin,“ sagði Kristjón og bætti því við að hann hafi verið hálfgerður sálusorgari Róberts og þurft að „peppa“ hann.

Það var þó ekki að beiðni Róberts sem innbrotið var framið, að sögn Kristjóns. „Ég get sagt það, hann bað aldrei um að þetta væri gert,“ sagði hann en lýsti í beinu framhaldi miklu valdaójafnvægi í samskiptum sínum við auðmanninn. Morguninn eftir innbrotið hafi hann þó talað við fólk í kringum Róbert og svo hann sjálfan skömmu síðar. 

Ætlaði að eyða vefnum

Kristjón lýsir því í viðtalinu við Reyni að markmið innbrotsins hafi verið að eyða vef Mannlífs og losa sig við keppinaut. Undir niðri hafi þó kraumað von um að í tölvu Reynis myndu leynast gögn. „Ég var bara kominn í örvæntingu,“ sagði hann. Kristjón sagðist hafa vitað það allan tíman að hann ætti ekki að framkvæma innbrotið en hafi þó látið til skara skríða.

„Ég get sagt það, hann bað aldrei um að þetta væri gert.“
Kristjón Kormákur
um Róbert Wessman og innbrotið

Það tókst þó ekki, því vefurinn var að mestu kominn aftur í loftið fljótlega eftir innbrotið. 

Á endanum hafði hann svo samband við Reyni til að játa verknaðinn, sem lýsti því sjálfur að símtalið hafi glatt. „Ég var alveg ótrúlega glaður einhvernvegin. þá var myrkrið farið,“ sagði Reynir við Kristjón í viðtalinu. „Ég lít ekki á þig sem stóra gerandann í þessu máli.“ 

Viðtalið er rúmur klukkutími að lengd og má sjá í spilaranum hér að ofan eða á vef Mannlífs

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár