Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

680. spurningaþraut: Spurt er um Afríku!

680. spurningaþraut: Spurt er um Afríku!

Þessi þraut snýst um sögu Afríku í víðum skilningi.

Hver er karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Eyjan Sansíbar út af strönd Austur-Afríku var lengi aðsetur íslamskra soldána og miðstöð þrælaverslunar. Síðan komst Sansíbar undir stjórn Breta. Á sjöunda áratug síðustu aldar varð Sansíbar hluti af nýju ríki og sér þess raunar merki í nafni þessa nýja ríkis. Hvað var þetta nýja ríki nefnt?

2.  Borgin Karþagó í Afríku var á sínum tíma keppinautur Rómaborgar um verslun við Miðjarðarhaf. Í hvaða núverandi Afríkuríki var Karþagó?

3.  Í hvaða ríki Afríku kallast trúflokkur kristinna manna Koptar?

4.  En í hvaða Afríkuríki hefur kristni lengst verið ríkistrú?

5.  Hvaða ríki Afríku var stofnað af fyrrverandi þrælum frá Bandaríkjunum?

6. Ellen Johnson Sirleaf varð forseti í tilteknu Afríkuríki 2006, fyrsta konan sem var kosin þjóðhöfðingi í álfunni. En í hvaða ríki?

7.  Hvað heitir útbreiddasta afríska tungumálið?

8.  Borgin Salé í Marokkó tengist Íslandi á ákveðinn hátt. Hvernig?

9.  Gullströndin eða Gold Coast var ein af nýlendum Breta í Afríku en fékk sjálfstæði árið 1957 og hefur síðan kallast ... hvað?

10.  Á 14. öld ríkti konungur að nafni Mansa Musa í Afríkulandi einu og er talið að hann hafi verið einn ríkasti maður sögunnar, bæði fyrr og síðar. Hann fór í fræga pílagrímsför og eyddi í förinni svo miklu gulli að gullverð hrapaði og var lengi að ná sér. Í hvaða landi var Mansa Musa konungur?

***

Seinni aukaspurning:

Hún var stundum kölluð Mama Africa. Hvað hét hún?

*** 

Svör við aðalspurningum:

1.  TanSANía.

2.  Túnis.

3.  Egiftalandi.

4.  Eþíópíu.

5.  Líbería.

6.  Líberíu.

7.  Svahílí.

8.  Þaðan kom hluti sjóræningjanna sem frömdu hið svonefnda „Tyrkjarán“.

9.  Gana.

10.  Malí.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Desmond Tutu erkibiskup í Suður-Afríku.

Á neðri myndinni er söngkonan Miriam Makeba, einnig frá Suður-Afríku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár