Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Umboðsmaður snuprar Áslaugu Örnu fyrir skipun Ásdísar Höllu

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vís­inda-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, var ekki heim­ilt að setja Ás­dísi Höllu Braga­dótt­ur í embætti ráðu­neyt­is­stjóra í nýju ráðu­neyti. Skip­un­in var til þriggja mán­aða á með­an embætt­ið var aug­lýst en sett­ur ráðu­neyt­is­stjóri, Ás­dís Halla, er með­al um­sækj­enda.

Umboðsmaður snuprar Áslaugu Örnu fyrir skipun Ásdísar Höllu
Nýtt ráðuneyti Áslaug Arna fer fyrir nýju ráðuneyti sem stofnað var formlega 1. febrúar. Mynd: Stundin / JIS

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hafi ekki haft lagaheimild til að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur tímabundið í nýtt embætti ráðuneytisstjóra. Ráðuneytið hafði vísað í lög um látna embættismenn máli sínu til stuðnings, eitthvað sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hafnar í nýbirtu áliti á vef embættis síns. 

Skipunin óheimilUmboðsmaður Alþingis hefur komist að því að ekki hafi verið til lagaheimild til að skipa Ásdísi Höllu.

Ráðuneytið hafði borið því við að innan við sólarhringur hefði liðið frá formlegri stofnun ráðuneytisins með forestaúrskurði þar til það átti að taka til starfa. Umboðsmaður bendir á í áliti sínu að ráðherra hefði getað falið öðrum starfsmönnum ráðuneytisins tímabundin verkefni sem nauðsynlegt væri að sinna og kæmu annars í hlut ráðuneytisstjóra á meðan skipunarferlinu stæði. 

„Væri það afstaða stjórnvalda að slíkar ráðstafanir væru ófullnægjandi var þeim einnig í lófa lagið að fresta stofnun hins nýja ráðuneytis til þess tíma er viðhlítandi undirbúningur fyrir starfsemi þess væri lokið að gættum þeim lagareglum sem við áttu. Ólögfest sjónarmið um skyldur stjórnvalda til tafarlausra viðbragða gagnvart yfirvofandi utanaðkomandi aðstæðum geta því ekki réttlætt téða ákvörðun ráðherra um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra án auglýsingar,“ segir svo í álitinu. 

Ásdís Halla var upphaflega ráðin til að stýra vinnu við undirbúning þessa nýja ráðuneytis í desember á síðasta ári. Þegar ráðuneytið tók svo til starfa 1. febrúar síðastliðinn var hún settur ráðuneytisstjóri til þriggja mánaða. Embættið var svo auglýst laust til umsóknar í kjölfarið og er Ásdís Halla meðal umsækjenda. Leiða má að því líkur að staða hennar sé nokkuð sterk þar sem hún hefur það fram yfir alla aðra umsækjendur að hafa stýrt þessu nýja ráðuneyti. Það er þó annar ráðuneytisstjóri á meðal umsækjenda, Sig­ríður Auður Arn­ar­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri í umhverf­is-, orku- og loft­lags­ráðu­neyt­inu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Mesta mildi að umboðsmaður skuli ekki hafa snurpað Áslaugu Örnu. Ekki það að Áslaug Arna hefði ekki haft gott af því að vera snurpuð, að maður tali nú ekki um þessa Ásdísi Höllu.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár