Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Umboðsmaður snuprar Áslaugu Örnu fyrir skipun Ásdísar Höllu

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vís­inda-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, var ekki heim­ilt að setja Ás­dísi Höllu Braga­dótt­ur í embætti ráðu­neyt­is­stjóra í nýju ráðu­neyti. Skip­un­in var til þriggja mán­aða á með­an embætt­ið var aug­lýst en sett­ur ráðu­neyt­is­stjóri, Ás­dís Halla, er með­al um­sækj­enda.

Umboðsmaður snuprar Áslaugu Örnu fyrir skipun Ásdísar Höllu
Nýtt ráðuneyti Áslaug Arna fer fyrir nýju ráðuneyti sem stofnað var formlega 1. febrúar. Mynd: Stundin / JIS

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hafi ekki haft lagaheimild til að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur tímabundið í nýtt embætti ráðuneytisstjóra. Ráðuneytið hafði vísað í lög um látna embættismenn máli sínu til stuðnings, eitthvað sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hafnar í nýbirtu áliti á vef embættis síns. 

Skipunin óheimilUmboðsmaður Alþingis hefur komist að því að ekki hafi verið til lagaheimild til að skipa Ásdísi Höllu.

Ráðuneytið hafði borið því við að innan við sólarhringur hefði liðið frá formlegri stofnun ráðuneytisins með forestaúrskurði þar til það átti að taka til starfa. Umboðsmaður bendir á í áliti sínu að ráðherra hefði getað falið öðrum starfsmönnum ráðuneytisins tímabundin verkefni sem nauðsynlegt væri að sinna og kæmu annars í hlut ráðuneytisstjóra á meðan skipunarferlinu stæði. 

„Væri það afstaða stjórnvalda að slíkar ráðstafanir væru ófullnægjandi var þeim einnig í lófa lagið að fresta stofnun hins nýja ráðuneytis til þess tíma er viðhlítandi undirbúningur fyrir starfsemi þess væri lokið að gættum þeim lagareglum sem við áttu. Ólögfest sjónarmið um skyldur stjórnvalda til tafarlausra viðbragða gagnvart yfirvofandi utanaðkomandi aðstæðum geta því ekki réttlætt téða ákvörðun ráðherra um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra án auglýsingar,“ segir svo í álitinu. 

Ásdís Halla var upphaflega ráðin til að stýra vinnu við undirbúning þessa nýja ráðuneytis í desember á síðasta ári. Þegar ráðuneytið tók svo til starfa 1. febrúar síðastliðinn var hún settur ráðuneytisstjóri til þriggja mánaða. Embættið var svo auglýst laust til umsóknar í kjölfarið og er Ásdís Halla meðal umsækjenda. Leiða má að því líkur að staða hennar sé nokkuð sterk þar sem hún hefur það fram yfir alla aðra umsækjendur að hafa stýrt þessu nýja ráðuneyti. Það er þó annar ráðuneytisstjóri á meðal umsækjenda, Sig­ríður Auður Arn­ar­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri í umhverf­is-, orku- og loft­lags­ráðu­neyt­inu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Mesta mildi að umboðsmaður skuli ekki hafa snurpað Áslaugu Örnu. Ekki það að Áslaug Arna hefði ekki haft gott af því að vera snurpuð, að maður tali nú ekki um þessa Ásdísi Höllu.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár