Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Umboðsmaður snuprar Áslaugu Örnu fyrir skipun Ásdísar Höllu

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vís­inda-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, var ekki heim­ilt að setja Ás­dísi Höllu Braga­dótt­ur í embætti ráðu­neyt­is­stjóra í nýju ráðu­neyti. Skip­un­in var til þriggja mán­aða á með­an embætt­ið var aug­lýst en sett­ur ráðu­neyt­is­stjóri, Ás­dís Halla, er með­al um­sækj­enda.

Umboðsmaður snuprar Áslaugu Örnu fyrir skipun Ásdísar Höllu
Nýtt ráðuneyti Áslaug Arna fer fyrir nýju ráðuneyti sem stofnað var formlega 1. febrúar. Mynd: Stundin / JIS

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hafi ekki haft lagaheimild til að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur tímabundið í nýtt embætti ráðuneytisstjóra. Ráðuneytið hafði vísað í lög um látna embættismenn máli sínu til stuðnings, eitthvað sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hafnar í nýbirtu áliti á vef embættis síns. 

Skipunin óheimilUmboðsmaður Alþingis hefur komist að því að ekki hafi verið til lagaheimild til að skipa Ásdísi Höllu.

Ráðuneytið hafði borið því við að innan við sólarhringur hefði liðið frá formlegri stofnun ráðuneytisins með forestaúrskurði þar til það átti að taka til starfa. Umboðsmaður bendir á í áliti sínu að ráðherra hefði getað falið öðrum starfsmönnum ráðuneytisins tímabundin verkefni sem nauðsynlegt væri að sinna og kæmu annars í hlut ráðuneytisstjóra á meðan skipunarferlinu stæði. 

„Væri það afstaða stjórnvalda að slíkar ráðstafanir væru ófullnægjandi var þeim einnig í lófa lagið að fresta stofnun hins nýja ráðuneytis til þess tíma er viðhlítandi undirbúningur fyrir starfsemi þess væri lokið að gættum þeim lagareglum sem við áttu. Ólögfest sjónarmið um skyldur stjórnvalda til tafarlausra viðbragða gagnvart yfirvofandi utanaðkomandi aðstæðum geta því ekki réttlætt téða ákvörðun ráðherra um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra án auglýsingar,“ segir svo í álitinu. 

Ásdís Halla var upphaflega ráðin til að stýra vinnu við undirbúning þessa nýja ráðuneytis í desember á síðasta ári. Þegar ráðuneytið tók svo til starfa 1. febrúar síðastliðinn var hún settur ráðuneytisstjóri til þriggja mánaða. Embættið var svo auglýst laust til umsóknar í kjölfarið og er Ásdís Halla meðal umsækjenda. Leiða má að því líkur að staða hennar sé nokkuð sterk þar sem hún hefur það fram yfir alla aðra umsækjendur að hafa stýrt þessu nýja ráðuneyti. Það er þó annar ráðuneytisstjóri á meðal umsækjenda, Sig­ríður Auður Arn­ar­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri í umhverf­is-, orku- og loft­lags­ráðu­neyt­inu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Mesta mildi að umboðsmaður skuli ekki hafa snurpað Áslaugu Örnu. Ekki það að Áslaug Arna hefði ekki haft gott af því að vera snurpuð, að maður tali nú ekki um þessa Ásdísi Höllu.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár