Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, afhenti skipunarbréf sitt síðdegis og hélt að því loknu blaðamannafund í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði þar að íbúar Úkraínu hefðu síðustu daga þurft að læra að vera til í nýjum veruleika þar sem þeim kæmi ekki dúr á auga og þar sem tár íbúa landsins hefðu runnið í stríðum straumi.
„En núna er þjóðin hætt að gráta vegna þess að hún þarf að verja landið sitt. Og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að verja landið og ég er ekki aðeins að tala um hermenn því að óbreyttir borgarar, konur og karlar hafa gripið til vopna,“ sagði Olga Dibrova á blaðamannafundinum í dag.
„Núna er þjóðin hætt að gráta vegna …
Athugasemdir