Fyrri aukaspurning:
Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða heimsálfu er eyríkið Sao Tome & Principe?
2. Hversu löng er algengasta keppnislaug í sundi?
3. Í hvaða borg er íþróttavöllurinn Wembley?
4. Fyrir hvaða flokk fyrir Þórunn Sveinbjarnardóttir á þingi?
5. Hún er nú sest á þing eftir talsvert hlé en fyrir rúmum áratug var hún líka um tíma ráðherra. Hvaða ráðherraembætti gegndi Þórunn?
6. Mynteiningin í ákveðnu Evrópulandi kallast hryvnia eða hryvna, stundum nefnt gryvnya. Hvaða ríki er það?
7. Hvaða kvikmynd tengist setningunni: „Take it away, Sam.“
8. Út í hvaða stærri fjörð, flóa, vík eða vog opnast Miðfjörður?
9. Hvaða heitir leikrit eitt sem brátt verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu og er gert eftir skáldsögum Elenu Ferrante?
10. Í hvaða bæ var skrifað undir umfangsmestu friðarsamningana eftir fyrri heimsstyrjöldina?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir konan? Skírnarnafn hennar nægir.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Afríku.
2. Fimmtíu metrar.
3. London.
4. Samfylkinguna.
5. Hún var umhverfisráðherra.
6. Úkraína.
7. Casablanca.
8. Húnaflóa.
9. Framúrskarandi vinkona.
10. Versölum.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er frá Kýev.
Neðri myndinni er af úkraínsku söng- og þingkonunni Ruslönu.
Athugasemdir