Nýleg rannsókn sem hópur alþjóðlegra vísindamanna gerði sýnir að kolefnisfótspor fisks sem veiddur er í botntroll sé mun stærra en áður var talið. Fyrrverandi veðurstofustjóri telur það umhugsunarefni hversu lítið sé rætt um áhrif stórvirkra botnvöpuveiða hér við land, sem hafi aukist á sama tíma og verið sé að þrengja að þeim víða um heim.
„Íslendingar eru meðal tíu fremstu fiskveiðiþjóða heimsins og hér eru veiðar stundaðar með stórvirkari botndregnum veiðarfærum en víðast annars staðar.“
Samkvæmt rannsókninni var fyrra mat á kolefnislosun togaraflotans fyrst og fremst byggt á þeirri olíu sem togarafloti heimsins brenndi við veiðar sínar. Ekki var tekið tillit til þess að við veiðarnar, sem fela í sér að troll eru dregin eftir hafsbotninum, rótast upp efsta lag hafsbotnsins. Þar er að finna stærsta kolefnisforðabúr jarðarinnar sem rask trollveiðanna losar mikið magn kolefnis út í hafið og þaðan út í andrúmsloftið. Þessi losun gerir …
Losun Íslands var 4.722 kt (CO2-ígildi) árið 2019 (með ETS, án LULUCF, án alþjóðaflugs/ alþjóðasiglinga), skv. Umhverfisstofnun.
Þannig að losar 0,4 megatonna botnfiskafli (400 þús tonn) 20 megatonn af CO2, eða ferfalt magn mv. heildarlosun Íslendinga skv. ofangreindu. Það fær nú bara alls ekki staðist, auk þess sem varpan er ekki að grafa sig niður í botnsetið.