Það var síðla árs 2016 að írska skáldið Paul Muldoon, prófessor í Princeton-háskóla, fékk upphringingu. Hann þekkti ekki símanúmerið sem hann sá á birtinum en hann þekkti röddina þegar hann svaraði. Þetta var Donald Trump, þá nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Erindið var að bjóða Muldoon að gerast hirðskáld forsetans, eða eins og Trump orðaði það: „Poetry Supremo“. Þeir ræddu málið fram og aftur þar til hringjarinn sagði: Heyrðu, ég heiti ekki Donald Trump heldur Paul McCartney.
Í stað sjálfsævisögu
Þeir höfðu þá nýhafið samstarf sem gaf fyrir skömmu af sér þverhandarþykkt ljóðasafn bassaleikarans í Bítlunum, mikið rit í tveim bindum, 874 síður samanlagt, frumlegt safn og fjölbreytt. Þeir hittust, skáldin tvö, á 24 fundum á fimm ára bili 2015-2020, ýmist í London eða New York, til að skeggræða kvæðin og velja til útgáfu 154 af þeim rösklega 600 kvæðum og textum sem McCartney hefur ort um dagana. Þetta gerir um fjórðung …
Athugasemdir (6)