Árás Rússa á Úkraínu er ekki sértæk, eins og Vladimir Pútín Rússlandsforseti fullyrti í ávarpi í nótt, heldur streyma rússneskir hermenn inn í landið úr norðri, austri og suðri og reyna nú að taka höfuðborgina Kyiv.
Rússneski herinn er á leið í gegnum bannsvæðið í kringum Chernobyl, ef marka má Volodomyr Zelenski Úkraínuforseta. Þá er haft eftir sendiherra Bandaríkjanna að 74 herdeild rússneska hersins hafi verið handsömuð í Cherniv, norður af Kyiv, og hafi hermennirnir haldið því fram að þeir hefðu ekki vitað að þeir hefðu verið sendir „til að drepa Úkraínumenn“.
Stríðið í Úkraínu er því sem næst í beinni útsendingu á Twitter, þar sem birt eru myndbönd af sprengingum, föllnum rússneskum hermönnum, grátandi börnum og svo mótmælum í Rússlandi.
Athugasemdir