Eitt það magnaðasta við ofbeldismenn er hvernig þeir ná að sannfæra sjálfa sig og aðra að þeim sé sá nauðugur einn kostur að beita aðra ofbeldi. Þetta hefur oft verið kallað „gaslýsing“.
Klassískt dæmi um ofbeldishegðun birtist okkur í Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, síðustu vikur. Ofbeldið hófst ekki með loftárásum og stórskotaliðsárásum á Úkraínu í nótt, heldur tók hann sér tíma til að leggja grunninn. Að „grúma“, eins og er talað um.
Þú ert að láta þetta gerast
Fyrst fór hann að stilla upp herliði við landamæri Úkraínu. Þegar varað var við því að Úkraínu stafaði ógn af liðssöfnuðinum, og flutningi hersins til Hvíta Rússlands, talaði Pútín um að vesturlönd væru að æsa upp stríð. Þannig varð sá sem brást við ógnandi tilburðum hans að sjálfum árásaraðilanum. Með því að tala um þetta væri verið að framkalla þetta.
Þú ert ekki með fullu viti
Pútín hélt áfram gaslýsingu sinni með því …
Úkraina er líka eina ríkið þar sem Nasistar hafa her undir vopnum með samþykki ríkisstjórnarinnar.
Það má vel vera að Nasistar dáist að Putin ,en Putin dáist sannarlega ekki að Nasistum.
Líklega kemur áhugi Nasista á Putin til með að minka þegar hann verður búinn að jafna um Azov herdeildirnar í Úkrainu
Þjóðarleiðtogar eru oft miklir egóistar og eru í stöðugri keppni um að vera fremstir. það er þessi keppni um að vera fremstir sem veldur brjálsemi þeirra - það kemst ekkert annað að. Sumir þeirra vita ekki afhverju þeir vilja vera þjóðarleiðtogar, þeir vita það eitt að þeir vilja vera fremstir.
Þjóðarleiðtogar eiga það til að fangelsa eða ryðja úr vegi stjórnarandstæðingum og þeim sem gætu átt til að gagnrýna þá, dómurum og blaðamönnum og stundum fara þeir í stríð. Ástæðan fyrir þessu gæti verið að þeir eru að verja þá hugmynd um sjálfa sig, um að vera fremstir og til að þessi sjálfsmynd bíði ekki hnekki, gera þeir hvað sem er. Þeir eru í raun hræddir menn að verja hugmyndina um sjálfa sig sem mikilmenni og númer eitt og ryðja þeim úr vegi sem gætu raskað þeirri hugmynd.
Rótin að þessu ástandi gæti verið lífsskoðun eins og sú, að láta engan vaða yfir sig. Í slíku lífsviðhorfi felst átök, jafnvel átakasækni (til að sanna sig) og ákveðin mikilmennskukennd, því ef enginn getur vaðið yfir viðkomandi þá hlýtur hann að vera númer eitt?
Mótefnið við þessu kann að vera "jafnaðarmennska", tilfinningaleg meðvitund, kærleikur, átakafælni og muna að fæstir eru fullkomnir?
Því miður bregst þetta algerlega oftar en ekki í svona málum.
Almenningur er samt ekki algerlega varnarlaus eftir að internetið kom.
EIn af fréttunumm sem við fáum nú ,er að Rússneski herin hafii gert árás á Karkov og sé þar að drepa mann og annan.
Almenningur verður bara að trúa ,eða ekki trúa.
Ég gerði mér leik að því að skoða fjölda vefmyndavéla af svæðinu og kanna hvað hefur veriðað gerast þar síðustu 24 klukkustundir.
Vefmyndavélarnar eru við aðalveginn frá landamærum Rússlands,í Karkov sjálfri og í nágrenni Karkov.
Á þessum myndavélum kemur greinilega fram að það hefur enginn her farið um svæðið síðustu 24 klukkustundir og er ekki á svæðinu eins og stendur.
Það verður heldur ekki séð af þessum myndum að það hafi verið gerð loft eða eldflaugaárás á borgina eða nágrenni.
Það er reyndar ekki útilokað að það hafi verið gerðð loftárás utan sjónsviðs myndavélanna,en þar eru örugglega engin átök innan borgarinnar og enginn her hefur farið um veginn þangað.
Hér er greinilega verið að færa okkur "fake news".
Karkov er ein af megin borgum Úkrainu og er staðsett stutt frá landamærum Rússlands.
https: //fair. org/home/western-media-fall-in-lockstep-for-neo-nazi-publicity-stunt-in-ukraine/
Svo er nú mikil einföldun að halda því fram að hr. Putin hafi farið inn í Úkraínu ,,af því bara," eins og hr. Jón Trausti virðist halda fram
https://www. theguardian. com/commentisfree/2022/feb/23/putin-narrative-ukraine-master-key-crisis-nato-expansionism-frozen-conflict
En þótt nýnasistar hafi verið að gera sig breiða innan Úkraínu og hr. Putin sé gramur vegna þess að honum finnst Atlantshafsbandalagið og vesturveldi hafa komið illa fram við Rússaveldi og ekki af fullum heilindum (kannski með réttu), þá réttlætir það eitt sér engan veginn þær aðgerðir sem Rússaveldi hefur hellt sér í núna. Nóg um það. Kv