Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

3000 tonna laxadauðinn í Dýrafirði helmingi eða tvöfalt meiri en áður hefur komið fram

Tap Arctic Fish af laxa­dauð­an­um er áætl­að tæp­lega 1,5 millj­arð­ur ís­lenskra króna. Eig­andi Arctic Fish á Ísa­firði kall­ar laxa­dauð­ann „at­vik­ið í Dýra­firði“. Um­fang laxa­dauð­ans er af allt öðr­um skala en Arctic Fish taldi upp­haf­lega.

3000 tonna laxadauðinn í Dýrafirði helmingi eða tvöfalt meiri en áður hefur komið fram
3000 tonn en ekki 1500 eða 2000 Í afkomukynningu Norway Salmon, eiganda Arctic Fish, í dag kemur fram að laxadauðinn í Dýrafirði sé 3000 tonn en ekki 1500 eða 2000 eins og fyrirtækið hefur áður sagt. Forstjóri fyrirtækisins, Klaus Hatlebrekke, flutti kynninguna.

Laxadauðinn hjá íslenska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish í Dýrafirði er helmingi eða tvöfalt meiri en fyrirtækið taldi að hann yrði. Laxadauðinn er nú sagður vera 3.000 tonn af eldislaxi eða tæplega 430 til 600 þúsund eldislaxar. Upphaflega gaf fyrirtækið það út að laxadauðinn væri talinn hafa verið á milli 1.500 og 2.000 tonn. Þetta kemur fram í afkomukynningu frá eiganda Arctic Fish, Norway Royal Salmon, í dag. 

„Áætlaður dauði 3.0 þúsund tonn“
Tilkynning Norway Royal Salmon

Í kynningunni er fjallað um afkomu Norway Royal Salmon á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er einnig greint frá laxadauðanum í Dýrafirði á sérstakri glæru sem kölluð er „Atvikið í Dýrafirði“. Þar segir að sökum laxadauðans verði ársframleiðsla Arctich Fish 10.100 tonn eða ekki 13.000 tonn eins og áætlað var. „Áætlaður dauði 3.0 þúsund tonn,“ segir í kynningunni.

Þá kemur fram í tilkynningunni að áætlaður kostnaður vegna laxadauðans, sé „einskiptiskostnaður upp á 106 milljónir norskra króna“. Þetta þýðir að tjónið vegna laxadauðans er talið vera tæplega 1,5 milljarður íslenskra króna. 

1500 milljóna tjónÍ kynningunni kemur fram að um sé að ræða tæplega 1500 milljóna króna tjón.

Dauðinn sagður 1.500 till 2.000 tonn

Stundin hefur fjallað ítrekað um laxadauðann síðustu vikur enda er hann án hliðstæðu hér á landi.

Laxadauðinn leiddi til þess að eigandi Arctic Fish, Norway Royal Salmon, sendi frá sér tilkynningu í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrirtækið er skráð á markað í Noregi og þarf að greina frá slíkum upplýsingum um dóttur- og hlutdeildarfélög sín opinberlega. 

Í tilkynningunni sagði: „Arctic Fish hefur upplifað alvarleg líffræðileg vandamál í tveimur af eldisstæðum sínum í Dýrafirði, á Íslandi. Umfang laxadauðans er til skoðunar en samkvæmt áætlunum mun hann vera 1,5 til 2 þúsund tonn af stórum fiski sem var í sláturstærð og tilbúinn fyrir markaðinn.“ 

Nú liggur fyrir að laxadauðinn er talsvert meiri en þetta. 

Ástæður laxadauðans hjarta- og vöðvabólga og þrengsli

Norway Royal Salmon lýsir því í kynningu sinni hverjar helstu ástæður laxadauðans voru.

Um er að ræða blóðflæðisvandamál vegna þrengsla í kvíunum, slæms ástands á tálknum fiskanna auk veirunnar HSMI sem er kölluð hjarta- og vöðvabólga á íslensku. „Hæsta dauðatíðnin er í sjókvíum með stærstu fiskunum. Rannsóknir á fiskunum sýna að dauðatíðnin er tilkomin vegna blóðflæðisvandamála, bágs ástands á tálknum og hjarta - og vöðvabólgu (HSMI). HSMI er skilgreint sem landlægt vandamál á Íslandi.“

Út frá þessu er ljóst að ein af ástæðum laxadauðans er að beðið var of lengi með að slátra eldislaxinum og að stærð hans í kvíunum skapaði líffræðileg vandamál sökum þrengsla. Kvíarnar rúmuðu ekki allan þennan stóra lax. Þegar við bættist vonskuveður og kuldi var niðurstaðan þetta slys sem laxadauðinn er. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Veturinn hefur ekki verið harður nema í meðallagi, frost sjaldan farið niður fyrir 10 stig. Greinilegt að það hefur vantað eitthvað á undirbúningsvinnuna. Svipað atvik kom fyrir hjá Arnarlaxi fyrir nokkrum árum.
    0
  • ÓY
    Óttar Yngvason skrifaði
    Miðað við núverandi markaðsverð á 6-7 kg fiski er tjónið upp á 3 milljarða og
    kannski meira ef kostnaður við 2 dælu- og flutningaskip er talinn með,
    líklega að mestu ótryggt. Mikil lexía fyrir norska eigandann.
    Heppilegt umræðuefni á "fræðsluráðstefnu laxeldisins" sem halda á
    í Reykjavík í mars.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár