Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

3000 tonna laxadauðinn í Dýrafirði helmingi eða tvöfalt meiri en áður hefur komið fram

Tap Arctic Fish af laxa­dauð­an­um er áætl­að tæp­lega 1,5 millj­arð­ur ís­lenskra króna. Eig­andi Arctic Fish á Ísa­firði kall­ar laxa­dauð­ann „at­vik­ið í Dýra­firði“. Um­fang laxa­dauð­ans er af allt öðr­um skala en Arctic Fish taldi upp­haf­lega.

3000 tonna laxadauðinn í Dýrafirði helmingi eða tvöfalt meiri en áður hefur komið fram
3000 tonn en ekki 1500 eða 2000 Í afkomukynningu Norway Salmon, eiganda Arctic Fish, í dag kemur fram að laxadauðinn í Dýrafirði sé 3000 tonn en ekki 1500 eða 2000 eins og fyrirtækið hefur áður sagt. Forstjóri fyrirtækisins, Klaus Hatlebrekke, flutti kynninguna.

Laxadauðinn hjá íslenska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish í Dýrafirði er helmingi eða tvöfalt meiri en fyrirtækið taldi að hann yrði. Laxadauðinn er nú sagður vera 3.000 tonn af eldislaxi eða tæplega 430 til 600 þúsund eldislaxar. Upphaflega gaf fyrirtækið það út að laxadauðinn væri talinn hafa verið á milli 1.500 og 2.000 tonn. Þetta kemur fram í afkomukynningu frá eiganda Arctic Fish, Norway Royal Salmon, í dag. 

„Áætlaður dauði 3.0 þúsund tonn“
Tilkynning Norway Royal Salmon

Í kynningunni er fjallað um afkomu Norway Royal Salmon á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er einnig greint frá laxadauðanum í Dýrafirði á sérstakri glæru sem kölluð er „Atvikið í Dýrafirði“. Þar segir að sökum laxadauðans verði ársframleiðsla Arctich Fish 10.100 tonn eða ekki 13.000 tonn eins og áætlað var. „Áætlaður dauði 3.0 þúsund tonn,“ segir í kynningunni.

Þá kemur fram í tilkynningunni að áætlaður kostnaður vegna laxadauðans, sé „einskiptiskostnaður upp á 106 milljónir norskra króna“. Þetta þýðir að tjónið vegna laxadauðans er talið vera tæplega 1,5 milljarður íslenskra króna. 

1500 milljóna tjónÍ kynningunni kemur fram að um sé að ræða tæplega 1500 milljóna króna tjón.

Dauðinn sagður 1.500 till 2.000 tonn

Stundin hefur fjallað ítrekað um laxadauðann síðustu vikur enda er hann án hliðstæðu hér á landi.

Laxadauðinn leiddi til þess að eigandi Arctic Fish, Norway Royal Salmon, sendi frá sér tilkynningu í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrirtækið er skráð á markað í Noregi og þarf að greina frá slíkum upplýsingum um dóttur- og hlutdeildarfélög sín opinberlega. 

Í tilkynningunni sagði: „Arctic Fish hefur upplifað alvarleg líffræðileg vandamál í tveimur af eldisstæðum sínum í Dýrafirði, á Íslandi. Umfang laxadauðans er til skoðunar en samkvæmt áætlunum mun hann vera 1,5 til 2 þúsund tonn af stórum fiski sem var í sláturstærð og tilbúinn fyrir markaðinn.“ 

Nú liggur fyrir að laxadauðinn er talsvert meiri en þetta. 

Ástæður laxadauðans hjarta- og vöðvabólga og þrengsli

Norway Royal Salmon lýsir því í kynningu sinni hverjar helstu ástæður laxadauðans voru.

Um er að ræða blóðflæðisvandamál vegna þrengsla í kvíunum, slæms ástands á tálknum fiskanna auk veirunnar HSMI sem er kölluð hjarta- og vöðvabólga á íslensku. „Hæsta dauðatíðnin er í sjókvíum með stærstu fiskunum. Rannsóknir á fiskunum sýna að dauðatíðnin er tilkomin vegna blóðflæðisvandamála, bágs ástands á tálknum og hjarta - og vöðvabólgu (HSMI). HSMI er skilgreint sem landlægt vandamál á Íslandi.“

Út frá þessu er ljóst að ein af ástæðum laxadauðans er að beðið var of lengi með að slátra eldislaxinum og að stærð hans í kvíunum skapaði líffræðileg vandamál sökum þrengsla. Kvíarnar rúmuðu ekki allan þennan stóra lax. Þegar við bættist vonskuveður og kuldi var niðurstaðan þetta slys sem laxadauðinn er. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Veturinn hefur ekki verið harður nema í meðallagi, frost sjaldan farið niður fyrir 10 stig. Greinilegt að það hefur vantað eitthvað á undirbúningsvinnuna. Svipað atvik kom fyrir hjá Arnarlaxi fyrir nokkrum árum.
    0
  • ÓY
    Óttar Yngvason skrifaði
    Miðað við núverandi markaðsverð á 6-7 kg fiski er tjónið upp á 3 milljarða og
    kannski meira ef kostnaður við 2 dælu- og flutningaskip er talinn með,
    líklega að mestu ótryggt. Mikil lexía fyrir norska eigandann.
    Heppilegt umræðuefni á "fræðsluráðstefnu laxeldisins" sem halda á
    í Reykjavík í mars.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu