Áhrifum plasts á umhverfið okkar birtist okkur nú á ýmsa vegu. Plastflekar fljóta nú um höfin, en talið er að í Kyrrahafinu séu að verða til nýir möguleikar fyrir sambýli tegunda á þessum flákum. Um er að ræða samfélög úthafstegunda og tegunda sem hafa hingað til helst fundist á grunnsævi og í fjörum sem lifa nú á plastflekum og reka hringsólandi um hafstraumana.
Þetta þýðir verulegar vistfræðilegar breytingar á lífríki hafsins. Flutningur tegunda yfir höf og meðfram ströndum með reki hafa lengi þekkst, en leiðirnar hafa verið með náttúrulegum flekum líkt og fræjum, trjám, þangi og vikri, sem allt eru skammvinn búsetuúrræði.
Aukið magn plasts í hafi getur hins vegar skapað varanlega búsetu fyrir þessar tegundir. Niðurbrotstími plasts er svo langur að líftími sem byggir á plastflekum er talsvert lengri heldur en þegar um er að ræða lífræn efni sem brotna niður á ágætum hraða. Því búa nú margar tegundir …
Rannsókn sem birtist í lok síðasta árs sýndi, svart á hvítu, að míkróplast af stærðinni 2 míkrómetrar og allt þar fyrir neðan; allt nanóplast þar með talið, á greiða leið í gegnum blóð-heilaskiljur (en: 'blood-brain barrier') hjá dýrum. Notast var við mýs í þessari tilraun. Nú er víða verið að rannsaka áhrif þessara ör-agna á lífríkið.
Hvað heldur fólk að gerist þegar plast safnast upp í heilavef manna og annarra dýrategunda? Getur verið að slíkt hafi hugsanlega áhrif á geðheilsu, hegðunarmynstur, vitsmunaþroskun barna og ungmenna, sjúkdómatíðni og ótalmargt fleira? Getur verið að það hafi áhrif á sjúdóma eins og heilabilun og fleiri hrörnunarsjúkdóma; hugsanlega þannig að sífellt yngra fólk veikist. Getur þessi skelfilega þróun breytt mannlegu eðli á einhvern óljósan máta sem síðar mun koma í ljós við rannsóknir í sjúkdóma- og faraldsfræðum.
Eitt er víst að mér finnst ríkja þrúgandi þögn í kringum þessa ógn og ég sé nánast hvergi fjallað um þetta opinberlega. Ég hef ekki orðið var við nokkra umræðu, meðal fólks, um þetta. Hverju sætir það? Er það vegna þess að fólk er hrætt við sannleikan ef hann er ógnvekjandi og óbærilegur? Ég hygg að svo sé.
https://newatlas.com/environment/microplastics-blood-brain-barrier/