Eigendum jarðarinnar Þormóðsstaða í Sölvadal í Eyjafirði var tjáð af starfsmönnum RARIK að það væri sjálfsagt mál að lagt væri til þeirra rafmagn. Í samtölum við starfsmenn kom fram að kostnaður við að koma rafmagni fram dalinn og heim í Þormóðsstaði væri á þriðja tug milljóna króna og fátt sem benti til annars en jarðeigendur þyrftu sjálfir að standa straum af þeim kostnaði. Endanlegra svara er að vænta á allra næstu dögum og binda jarðeigendur vonir við að upphæðin verði eitthvað lægri, enda sé nú unnið að því að tryggja örugga dreifingu raforku víða um land, þar á meðal í Eyjafirði.
Sem fyrr segir var aldrei lagt rafmagn inn í Sölvadal heldur reistu bændur þar í sveit heimavirkjanir til raforkuframleiðslu. Árið 1995 féll gríðarleg skriða úr Þormóðsstaðafjalli sem eyðilagði heimavirkjun Þormóðsstaða. Ábúendur þar á þeim tíma og aðrir bændur í dalnum fóru þá fram á að lagt yrði rafmagn inn …
Athugasemdir