„Ég lenti í mikilli ástarsorg þegar ég var ung og varð mjög óhamingjusöm. Mér fannst þetta líf vera einskis virði. Ástin er kannski ofmetin í öllum ástarsögum og alls staðar í kringum mann; sérstaklega þegar maður er ungur og heldur að maður sé ástfanginn. Þá sér maður bara ekkert annað og manni finnst vera svo mikið tilgangsleysi í hlutunum. Það þarf að kenna manni kannski meira um ástina þegar maður er í skóla því að það lesa náttúrlega allir um hvað hún er falleg, dásamleg og dýrleg.
Ég fór í voðalega sjálfsvorkunn. Mér fannst ég vera eina manneskjan í heiminum sem hefði lent í svona ógeðslega erfiðu ástarsorgartímabili. En þetta er svo erfitt fyrir unga fólkið okkar og sérstaklega drengi og það er bara einum of mikið um það að ungt fólk svipti sig lífi út af akkúrat svona.“
Sigríður Klingenberg var svo óhamingjusöm í tengslum við ástarsorgina að hún …
Athugasemdir (2)