Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hyggur á endurkomu í stefni íslenskrar verkalýðsbaráttu. Hún hætti í október á síðasta ári eftir átök við starfsfólk og hluta stjórnarinnar sem sat með henni. Árið 2018 vann hún sögulegan formannsslag um þetta gríðarstóra verkalýðsfélag með loforði um að breyta félaginu sem hún sagði staðnað og ekki vinna í þágu verka- og láglaunafólks, sem er meginuppistaða félagsfólks Eflingar.
„Ég veit alveg að ég hefði aldrei getað leikið sama leikinn tvisvar, eins og 2018. Ég hefði ekki getað komið aftur og spilað því spili út. En það fólk sem hefur starfað með mér og hefur setið með mér í trúnaðarráði og í samninganefndunum, ekki síst, veit að ég meina það sem ég er að segja og veit að við ætlum að vinna með félagið aftur, að halda áfram á þessari einbeittu braut sem við höfum markað. Og af því leiðir að stuðningurinn sem við erum …
Heilsteypt og sönn manneskja!
"Virðingin eltir þá sem forðast hana - en forðast þá sem elta hana"
- Jón Vídalín biskup.
En ég er sannfærður um það, að ef Sólveig Anna nær kjöri sem formaður Eflingar muni landslagið breytast inni í ASÍ. Hún mun eiga miklu öflugri stuðning þar en hún hefur fundið til þessa. En það kostar auðvitað mikla handavinnu.
Ég var auðvitað bara formaður í fámennu en róttæku félagi og fann þetta andrúmsloft greinilega sem Sólvein Anna lýsir. En ég átti alltaf sterkan stuðning vísan hjá Stefáni heitnum Ögmundssyni prentara og afi Drífu forseta ASÍ.
Ekki veitti af í samfélagi með blönduðum félögum byggingarmanna. Í þeirra félögum voru bæði launamenn og atvinnurekendur sem ég átti enga samleið með.
- finnst loks ná til manna -
hætti hikið lon og don.
Heill þér, Sólveig Anna.
Rekur ekki minni til að slík fáist með kröfum,
Þú s.s. þekkir enga mannkynssögu? Vissiru að verkalýðsleiðtogar í sögunni hafa verið ráðnir af dögum eða barðir til óbóta?
-Að hún getur ekki stjórnað þeim sem hún sjálf réði til starfa segir mér að hún sé ömurlegur stjórandi mannauðs og á hvergi að koma nálægt fólki sem stjórandi. Hún má vera baráttukona alþýðunar en mannaforráð á hún ekki að hafa.
-Á hún eftir að leika sama leikinn aftur að tveimur árum liðnum verðu tíminn að leiða í ljós, en hún er í margt og mikið eins Donald J. Trump því allt á að snúast um Sólvegu Önnu og ef það er ekki að henna skapi þá er það vegna þess að hún er fórnalamb menntastéttarnir...