Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bókin um „svikara“ Önnu Frank dregin til baka í Hollandi með afsökunarbeiðni

Til­kynnt var með lúðra­þyt og söng á dög­un­um að höf­und­ar nýrr­ar bók­ar hefðu fund­ið þann sem sveik Önnu Frank og fjöl­skyldu henn­ar í hend­ur þýskra nas­ista. Nú hef­ur hol­lensk­ur út­gef­andi bók­ar­inn­ar beðist af­sök­un­ar á öllu sam­an

Bókin um „svikara“ Önnu Frank dregin til baka í Hollandi með afsökunarbeiðni

Sú flugufregn fór um heiminn á dögunum að höfundar nýrrar bókar og rannsóknarhópur að baki bókinni, hefði komist að því hvaða illmenni sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur þýskra nasista 1944 og endaði með því að nær fjölskyldan var drepin í útrýmingarbúðum.

Svikarinn átti að hafa verið Gyðingur sem kom upp um felustað Frank-fjölskyldunnar til þess að sleppa sjálfur úr klóm nasista.

Ég skal viðurkenna að mér fannst vísbendingar þær sem rannsóknarhópurinn bar fram gegn „svikaranum“ vera afar fáfengilegar, vægast sagt, og sérfræðingar á þessu sviði voru enda fljótir að benda á það sama. Í fyrsta lagi hafði athyglin áður beinst að manninum sem rannsóknarhópurinn benti á og í öðru lagi benti ekkert til sektar hans nema einn miði sem fannst eftir stríðið.

Það virtist einfaldlega ósæmilegt að ætla að slá fastri sekt mannsins á svo næfurþunnum grunni.

Hér er grein sem ég skrifaði um þetta á dögunum.

Nú hefur útgefandi bókarinnar í Hollandi, Ambo Anthos, beðist afsökunar á að hafa gefið út þessa bók, enda þurfi kenning rannsóknarhópsins augljóslega mun meiri rannsóknar við.

Útgefandinn hefur ákveðið að hætta sölu hollenskrar þýðingar bókarinnar, og viðurkennir að hafa látið hrífast með æsingi hinnar alþjóðlegu útgáfu og að hafa ekki skoðað bókina og vinnubrögð höfundanna af nægilega gagnrýnum huga.

Þarflaust er að taka fram að í Hollandi þekkja menn auðvitað betur til alls þess sem snertir Önnu Frank en í öðrum löndum. Að þetta gerist í Hollandi er því mikið áfall fyrir bókarhöfund og rannsóknarhóp.

Hið breska Guardian hefur haft samband við alþjóðlega útgáfuforlagið, hið bandaríska HarperCollins, sem gæti setið uppi með heilmikla skömm af bókinni, sem virðist einkar hroðvirknislega unnin, þótt aðstandendur stæri sig af því að hafa unnið sleitulaust að rannsókn sinni í sex ár með nýjustu tækni. Útgáfufyrirtækið hefur ekki svarað fyrirspurnum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu