Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bókin um „svikara“ Önnu Frank dregin til baka í Hollandi með afsökunarbeiðni

Til­kynnt var með lúðra­þyt og söng á dög­un­um að höf­und­ar nýrr­ar bók­ar hefðu fund­ið þann sem sveik Önnu Frank og fjöl­skyldu henn­ar í hend­ur þýskra nas­ista. Nú hef­ur hol­lensk­ur út­gef­andi bók­ar­inn­ar beðist af­sök­un­ar á öllu sam­an

Bókin um „svikara“ Önnu Frank dregin til baka í Hollandi með afsökunarbeiðni

Sú flugufregn fór um heiminn á dögunum að höfundar nýrrar bókar og rannsóknarhópur að baki bókinni, hefði komist að því hvaða illmenni sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur þýskra nasista 1944 og endaði með því að nær fjölskyldan var drepin í útrýmingarbúðum.

Svikarinn átti að hafa verið Gyðingur sem kom upp um felustað Frank-fjölskyldunnar til þess að sleppa sjálfur úr klóm nasista.

Ég skal viðurkenna að mér fannst vísbendingar þær sem rannsóknarhópurinn bar fram gegn „svikaranum“ vera afar fáfengilegar, vægast sagt, og sérfræðingar á þessu sviði voru enda fljótir að benda á það sama. Í fyrsta lagi hafði athyglin áður beinst að manninum sem rannsóknarhópurinn benti á og í öðru lagi benti ekkert til sektar hans nema einn miði sem fannst eftir stríðið.

Það virtist einfaldlega ósæmilegt að ætla að slá fastri sekt mannsins á svo næfurþunnum grunni.

Hér er grein sem ég skrifaði um þetta á dögunum.

Nú hefur útgefandi bókarinnar í Hollandi, Ambo Anthos, beðist afsökunar á að hafa gefið út þessa bók, enda þurfi kenning rannsóknarhópsins augljóslega mun meiri rannsóknar við.

Útgefandinn hefur ákveðið að hætta sölu hollenskrar þýðingar bókarinnar, og viðurkennir að hafa látið hrífast með æsingi hinnar alþjóðlegu útgáfu og að hafa ekki skoðað bókina og vinnubrögð höfundanna af nægilega gagnrýnum huga.

Þarflaust er að taka fram að í Hollandi þekkja menn auðvitað betur til alls þess sem snertir Önnu Frank en í öðrum löndum. Að þetta gerist í Hollandi er því mikið áfall fyrir bókarhöfund og rannsóknarhóp.

Hið breska Guardian hefur haft samband við alþjóðlega útgáfuforlagið, hið bandaríska HarperCollins, sem gæti setið uppi með heilmikla skömm af bókinni, sem virðist einkar hroðvirknislega unnin, þótt aðstandendur stæri sig af því að hafa unnið sleitulaust að rannsókn sinni í sex ár með nýjustu tækni. Útgáfufyrirtækið hefur ekki svarað fyrirspurnum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu