Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bókin um „svikara“ Önnu Frank dregin til baka í Hollandi með afsökunarbeiðni

Til­kynnt var með lúðra­þyt og söng á dög­un­um að höf­und­ar nýrr­ar bók­ar hefðu fund­ið þann sem sveik Önnu Frank og fjöl­skyldu henn­ar í hend­ur þýskra nas­ista. Nú hef­ur hol­lensk­ur út­gef­andi bók­ar­inn­ar beðist af­sök­un­ar á öllu sam­an

Bókin um „svikara“ Önnu Frank dregin til baka í Hollandi með afsökunarbeiðni

Sú flugufregn fór um heiminn á dögunum að höfundar nýrrar bókar og rannsóknarhópur að baki bókinni, hefði komist að því hvaða illmenni sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur þýskra nasista 1944 og endaði með því að nær fjölskyldan var drepin í útrýmingarbúðum.

Svikarinn átti að hafa verið Gyðingur sem kom upp um felustað Frank-fjölskyldunnar til þess að sleppa sjálfur úr klóm nasista.

Ég skal viðurkenna að mér fannst vísbendingar þær sem rannsóknarhópurinn bar fram gegn „svikaranum“ vera afar fáfengilegar, vægast sagt, og sérfræðingar á þessu sviði voru enda fljótir að benda á það sama. Í fyrsta lagi hafði athyglin áður beinst að manninum sem rannsóknarhópurinn benti á og í öðru lagi benti ekkert til sektar hans nema einn miði sem fannst eftir stríðið.

Það virtist einfaldlega ósæmilegt að ætla að slá fastri sekt mannsins á svo næfurþunnum grunni.

Hér er grein sem ég skrifaði um þetta á dögunum.

Nú hefur útgefandi bókarinnar í Hollandi, Ambo Anthos, beðist afsökunar á að hafa gefið út þessa bók, enda þurfi kenning rannsóknarhópsins augljóslega mun meiri rannsóknar við.

Útgefandinn hefur ákveðið að hætta sölu hollenskrar þýðingar bókarinnar, og viðurkennir að hafa látið hrífast með æsingi hinnar alþjóðlegu útgáfu og að hafa ekki skoðað bókina og vinnubrögð höfundanna af nægilega gagnrýnum huga.

Þarflaust er að taka fram að í Hollandi þekkja menn auðvitað betur til alls þess sem snertir Önnu Frank en í öðrum löndum. Að þetta gerist í Hollandi er því mikið áfall fyrir bókarhöfund og rannsóknarhóp.

Hið breska Guardian hefur haft samband við alþjóðlega útgáfuforlagið, hið bandaríska HarperCollins, sem gæti setið uppi með heilmikla skömm af bókinni, sem virðist einkar hroðvirknislega unnin, þótt aðstandendur stæri sig af því að hafa unnið sleitulaust að rannsókn sinni í sex ár með nýjustu tækni. Útgáfufyrirtækið hefur ekki svarað fyrirspurnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu