Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bókin um „svikara“ Önnu Frank dregin til baka í Hollandi með afsökunarbeiðni

Til­kynnt var með lúðra­þyt og söng á dög­un­um að höf­und­ar nýrr­ar bók­ar hefðu fund­ið þann sem sveik Önnu Frank og fjöl­skyldu henn­ar í hend­ur þýskra nas­ista. Nú hef­ur hol­lensk­ur út­gef­andi bók­ar­inn­ar beðist af­sök­un­ar á öllu sam­an

Bókin um „svikara“ Önnu Frank dregin til baka í Hollandi með afsökunarbeiðni

Sú flugufregn fór um heiminn á dögunum að höfundar nýrrar bókar og rannsóknarhópur að baki bókinni, hefði komist að því hvaða illmenni sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur þýskra nasista 1944 og endaði með því að nær fjölskyldan var drepin í útrýmingarbúðum.

Svikarinn átti að hafa verið Gyðingur sem kom upp um felustað Frank-fjölskyldunnar til þess að sleppa sjálfur úr klóm nasista.

Ég skal viðurkenna að mér fannst vísbendingar þær sem rannsóknarhópurinn bar fram gegn „svikaranum“ vera afar fáfengilegar, vægast sagt, og sérfræðingar á þessu sviði voru enda fljótir að benda á það sama. Í fyrsta lagi hafði athyglin áður beinst að manninum sem rannsóknarhópurinn benti á og í öðru lagi benti ekkert til sektar hans nema einn miði sem fannst eftir stríðið.

Það virtist einfaldlega ósæmilegt að ætla að slá fastri sekt mannsins á svo næfurþunnum grunni.

Hér er grein sem ég skrifaði um þetta á dögunum.

Nú hefur útgefandi bókarinnar í Hollandi, Ambo Anthos, beðist afsökunar á að hafa gefið út þessa bók, enda þurfi kenning rannsóknarhópsins augljóslega mun meiri rannsóknar við.

Útgefandinn hefur ákveðið að hætta sölu hollenskrar þýðingar bókarinnar, og viðurkennir að hafa látið hrífast með æsingi hinnar alþjóðlegu útgáfu og að hafa ekki skoðað bókina og vinnubrögð höfundanna af nægilega gagnrýnum huga.

Þarflaust er að taka fram að í Hollandi þekkja menn auðvitað betur til alls þess sem snertir Önnu Frank en í öðrum löndum. Að þetta gerist í Hollandi er því mikið áfall fyrir bókarhöfund og rannsóknarhóp.

Hið breska Guardian hefur haft samband við alþjóðlega útgáfuforlagið, hið bandaríska HarperCollins, sem gæti setið uppi með heilmikla skömm af bókinni, sem virðist einkar hroðvirknislega unnin, þótt aðstandendur stæri sig af því að hafa unnið sleitulaust að rannsókn sinni í sex ár með nýjustu tækni. Útgáfufyrirtækið hefur ekki svarað fyrirspurnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Málsvörn gegn ómaklegum málalyktum
5
GagnrýniGeir H. Haarde - ævisaga

Málsvörn gegn ómak­leg­um mála­lykt­um

Fjár­mála­hrun­ið ár­ið 2008 var hluti af al­þjóð­leg­um vendipunkti sem enn er til um­ræðu og grein­ing­ar. Með ís­lenska bjart­sýni, æðru­leysi og sam­stöðu að vopni fer for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands frá þeim tíma, Geir H. Haar­de, yf­ir sögu sína og at­burði þá sem leiddu hann fyr­ir Lands­dóm eft­ir að hafa stað­ið í brim­rót­inu sjálfu sem hefði getað sökkt þjóð­ar­skút­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu