Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

656. spurningaþraut: Hvað hét keisarafrú ein í Miklagarði?

656. spurningaþraut: Hvað hét keisarafrú ein í Miklagarði?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir utan þremenningana í Vesturporti er einn utanaðkomandi höfundur líka skrifaður fyrir handriti Verbúðarinnar. Hver er það?

2.  Höfundurinn sá fjallaði í fáeinum minningabókum um uppeldi sitt í tilteknum söfnuði hérlendis, sem er ansi umdeildur, meðal annars vegna skoðana sinna á hvað leyfilegt sé við læknisaðgerðir. Hvaða söfnuður er það?

3.  Hversu margir sentímetrar eru í einni tommu? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.

4.  Hvað þýðir orðið hjör, eins og til dæmis í nafninu Hjörleifur?

5.  Í hvaða sæti lentu Íslendingar á Evrópumótinu í handbolta á dögunum?

6.  En hverjir unnu mótið?

7.  Hvað hefur Vivienne Westwood fengist við í lífinu svo að eftir hefur verið tekið?

8.  Hvernig bókmenntir fjallaði Katrín Jakobsdóttir einkum um áður en hún lagði fyrir sig stjórnmál?

9.  Við hvaða innhaf stendur borgin Vladivostok? Takið eftir orðinu innhaf.

10.  Einu sinni var frú ein í Miklagarði, eður Konstantínópel. Hún var gift einum keisara og móðir annars. Hún þótti svo vel kristin að hún var gerð að dýrlingi austurrómversku kirkjunnar, og löngu seinna var eyja nokkur látin heita í höfuðið á frúnni. Þar andaðist svo þriðji keisarinn enn síðar. Hvað hét konan?

***

Aukaspurning sú hin síðari:

Sú 11 milljón manna borg sem hér sést að neðan var lengi lítt kunn öðrum en heimamönnum. Það hefur nú breyst. Hvaða árborg er þetta? Ef þið eruð að leysa þrautina í tölvu, smellið þá á myndina, þá sést borgin betur.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mikael Torfason.

2.  Vottar Jehóva.

3.  Nákvæmt svar er 2,54 en rétt tel ég vera 2,5—3.

4.  Sverð.

5.  Sjötta.

6.  Svíar unnu.

7.  Hún er tískuhönnuður.

8.  Glæpasögur.

9.  Japanshaf. Orðið Austurhaf er líka á kreiki, einkum í Kóreu.

10.  Helena. Hér er vísað til eyjarinnar St.Helenu, þar sem Napóleon dó.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni sveifla karlar sér í súmó-glímu.

Á neðri myndinni er borgin Wuhan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár