Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

656. spurningaþraut: Hvað hét keisarafrú ein í Miklagarði?

656. spurningaþraut: Hvað hét keisarafrú ein í Miklagarði?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir utan þremenningana í Vesturporti er einn utanaðkomandi höfundur líka skrifaður fyrir handriti Verbúðarinnar. Hver er það?

2.  Höfundurinn sá fjallaði í fáeinum minningabókum um uppeldi sitt í tilteknum söfnuði hérlendis, sem er ansi umdeildur, meðal annars vegna skoðana sinna á hvað leyfilegt sé við læknisaðgerðir. Hvaða söfnuður er það?

3.  Hversu margir sentímetrar eru í einni tommu? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.

4.  Hvað þýðir orðið hjör, eins og til dæmis í nafninu Hjörleifur?

5.  Í hvaða sæti lentu Íslendingar á Evrópumótinu í handbolta á dögunum?

6.  En hverjir unnu mótið?

7.  Hvað hefur Vivienne Westwood fengist við í lífinu svo að eftir hefur verið tekið?

8.  Hvernig bókmenntir fjallaði Katrín Jakobsdóttir einkum um áður en hún lagði fyrir sig stjórnmál?

9.  Við hvaða innhaf stendur borgin Vladivostok? Takið eftir orðinu innhaf.

10.  Einu sinni var frú ein í Miklagarði, eður Konstantínópel. Hún var gift einum keisara og móðir annars. Hún þótti svo vel kristin að hún var gerð að dýrlingi austurrómversku kirkjunnar, og löngu seinna var eyja nokkur látin heita í höfuðið á frúnni. Þar andaðist svo þriðji keisarinn enn síðar. Hvað hét konan?

***

Aukaspurning sú hin síðari:

Sú 11 milljón manna borg sem hér sést að neðan var lengi lítt kunn öðrum en heimamönnum. Það hefur nú breyst. Hvaða árborg er þetta? Ef þið eruð að leysa þrautina í tölvu, smellið þá á myndina, þá sést borgin betur.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mikael Torfason.

2.  Vottar Jehóva.

3.  Nákvæmt svar er 2,54 en rétt tel ég vera 2,5—3.

4.  Sverð.

5.  Sjötta.

6.  Svíar unnu.

7.  Hún er tískuhönnuður.

8.  Glæpasögur.

9.  Japanshaf. Orðið Austurhaf er líka á kreiki, einkum í Kóreu.

10.  Helena. Hér er vísað til eyjarinnar St.Helenu, þar sem Napóleon dó.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni sveifla karlar sér í súmó-glímu.

Á neðri myndinni er borgin Wuhan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár