Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

653. spurningaþraut: Maria Anna Walburga Ignatia ... hver var hún?

653. spurningaþraut: Maria Anna Walburga Ignatia ... hver var hún?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir hljómsveitin sem hér leikur og syngur?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Gdansk?

2.  Kona ein hét Maria Anna Walburga Ignatia og svo vantar eftirnafnið. Hún fæddist 1751 og snemma kom í ljós að hún var afar flinkur músíkant. Hún var hljóðfæraleikari en líka tónskáld, þótt engin verka hennar hafi varðveist. Þó hafa komið fram hugmyndir um að einhver af æskuverkum bróður hennar kunni að hafa verið samin að einhverju leyti af henni, en um það verður ekki sagt. Altént er ljóst að þegar árin liðu skyggði þessi yngri bróðir hennar rækilega á hana, og hún dró sig í hlé sem tónlistarmaður. Hvað var ættarnafn þeirra systkina?

3.  Í hvaða Evrópulandi er stærstur hluti hinna svonefndu Karpatafjalla?

4.  Árið 1975 kom tónlistarmaður nokkur fram í viðtali og lýsti því yfir að hann væri samkynhneigður en það hafði enginn Íslendingur gert áður. Hver var maðurinn?

5.  En í hvaða fjölmiðli birtist viðtalið?

6.  Hver sagði af sér starfi formanns verkalýðsfélags um mánaðamótin október-nóvember á síðasta ári?

7.  Hvaða glysgjarna stúlka (með vandlega greiddan topp) er það sem gengur einlægt með vænan gullhring á fæti — en er reyndar að öðru leyti óklædd með öllu, enda nokkuð loðin?

8.  Fyrsta sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslan á Íslandi, sem snerist um annað en kosningar til þings, fór fram 1908.  Um hvað snerist hún? Svo megiði sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið um hvað sú næsta snerist, en sú atkvæðagreiðsla fór fram 1916.

9.  Árið 2004 stóð til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög, en ríkisstjórnin dró þá lögin til baka og lagði af atkvæðagreiðsluna. Um hvað snerust hin umdeildu lög?

10.  Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan af þessu tagi sem haldin hefur verið fór fram 2012. Um hvað snerist hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá frægan fótboltakappa meðan hann lék með enska liðinu Arsenal árið 1946. Hver var hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Póllandi.

2.  Mozart.

3.  Rúmeníu.

4.  Hörður Torfason.

5.  Samúel.

6.  Sólveig Anna Jónsdóttir.

7.  Snorkstelpan úr Múmíndal.

8.  Áfengisbann. Og lárviðarstigið fæst fyrir að vita að þjóðarkvæðagreiðslan næsta snerist um hvort taka skyldi upp þegnskylduvinnu.

9.  Fjölmiðla.

10.  Stjórnarskrártillögu stjórnlagaráðs.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hljómsveitin Grýlurnar. En þar sem hljómsveitin var þarna að leika í bíómyndinni Með allt á hreinu, þar sem hún nefndist Gærurnar, þá gef ég rétt fyrir Gærurnar líka.

Á neðri myndinni er Albert Guðmundsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár