Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

653. spurningaþraut: Maria Anna Walburga Ignatia ... hver var hún?

653. spurningaþraut: Maria Anna Walburga Ignatia ... hver var hún?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir hljómsveitin sem hér leikur og syngur?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Gdansk?

2.  Kona ein hét Maria Anna Walburga Ignatia og svo vantar eftirnafnið. Hún fæddist 1751 og snemma kom í ljós að hún var afar flinkur músíkant. Hún var hljóðfæraleikari en líka tónskáld, þótt engin verka hennar hafi varðveist. Þó hafa komið fram hugmyndir um að einhver af æskuverkum bróður hennar kunni að hafa verið samin að einhverju leyti af henni, en um það verður ekki sagt. Altént er ljóst að þegar árin liðu skyggði þessi yngri bróðir hennar rækilega á hana, og hún dró sig í hlé sem tónlistarmaður. Hvað var ættarnafn þeirra systkina?

3.  Í hvaða Evrópulandi er stærstur hluti hinna svonefndu Karpatafjalla?

4.  Árið 1975 kom tónlistarmaður nokkur fram í viðtali og lýsti því yfir að hann væri samkynhneigður en það hafði enginn Íslendingur gert áður. Hver var maðurinn?

5.  En í hvaða fjölmiðli birtist viðtalið?

6.  Hver sagði af sér starfi formanns verkalýðsfélags um mánaðamótin október-nóvember á síðasta ári?

7.  Hvaða glysgjarna stúlka (með vandlega greiddan topp) er það sem gengur einlægt með vænan gullhring á fæti — en er reyndar að öðru leyti óklædd með öllu, enda nokkuð loðin?

8.  Fyrsta sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslan á Íslandi, sem snerist um annað en kosningar til þings, fór fram 1908.  Um hvað snerist hún? Svo megiði sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið um hvað sú næsta snerist, en sú atkvæðagreiðsla fór fram 1916.

9.  Árið 2004 stóð til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög, en ríkisstjórnin dró þá lögin til baka og lagði af atkvæðagreiðsluna. Um hvað snerust hin umdeildu lög?

10.  Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan af þessu tagi sem haldin hefur verið fór fram 2012. Um hvað snerist hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá frægan fótboltakappa meðan hann lék með enska liðinu Arsenal árið 1946. Hver var hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Póllandi.

2.  Mozart.

3.  Rúmeníu.

4.  Hörður Torfason.

5.  Samúel.

6.  Sólveig Anna Jónsdóttir.

7.  Snorkstelpan úr Múmíndal.

8.  Áfengisbann. Og lárviðarstigið fæst fyrir að vita að þjóðarkvæðagreiðslan næsta snerist um hvort taka skyldi upp þegnskylduvinnu.

9.  Fjölmiðla.

10.  Stjórnarskrártillögu stjórnlagaráðs.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hljómsveitin Grýlurnar. En þar sem hljómsveitin var þarna að leika í bíómyndinni Með allt á hreinu, þar sem hún nefndist Gærurnar, þá gef ég rétt fyrir Gærurnar líka.

Á neðri myndinni er Albert Guðmundsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár