Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Svona lífsreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni“

Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir seg­ir að sam­band henn­ar við fjalla­leið­sögu­mann hafi ver­ið henn­ar „þyngsti bak­poki og hæsta fjall­ið að klífa“.

„Svona lífsreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni“
Ein mesta afrekskona landsins Vilborg varð fyrst íslenskra kvenna til að klífa hátind Everestfjalls árið 2017 og gekk ein þvert yfir Suðurskautslandið. Mynd: vilborg.is

Vilborg Arna Gissurardóttir, sem hefur bæði gengið á skíðum þvert yfir Suðurskautslandið og klifið á hátind Everst-fjalls, segir að samband hennar við fjallaleiðsögumann, sem önnur kona ræddi um í gærkvöldi, hafi verið „þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“.

Vilborg Arna er ein þriggja kvenna sem ræddu um reynslu sína af ofbeldissambandi við manninn á Facebook í gærkvöldi. Vilborg studdi frásögn fyrstu konunnar í ummælum í gær, en í nýrri, opinni færslu á Facebook segir Vilborg sambandið hafa markað hana.

„Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt. Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífsreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg. Minn bakpoki er ansi þungur eftir lífsreynslu síðustu ára og hefur markað mig á ýmsan hátt þó ég beri það ekki utan á mér. Eins hefur þetta haft afleiðingar sem hefur tekið tíma að vinna úr og sú vinna heldur auðvitað áfram.“

Vilborg var samstarfskona mannsins og segist hafa upplifað ofbeldi bæði í starfi og einkalífi. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi.“

„Minn bakpoki er ansi þungur eftir lífsreynslu síðustu ára og hefur markað mig á ýmsan hátt þó ég beri það ekki utan á mér“
Vilborg Arna Gissurardóttir

Hún bendir á að engin ein útgáfa sé til af þolendum. „Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðastliðnum vikum. Það erum við sem samfélag að læra betur og betur. Það skiptir máli að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur.“

Þá hafi hún fengið hvatningu af vakningu í þjóðfélagsumræðunni. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Þið hafið nú klifið þann tind sem örugglega virtist ókleyfur, og það er að opna umræðuna á þennan persónulega hátt. Þið styðjið með því annað fólk sem býr eða búið hefur við heimilisofbeldi til að sjá að það er stuðningur á þeirri leið, sem betur fer, vaxandi stuðningur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár