Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þrjár konur segja frá ofbeldi fjallaleiðsögumanns

Styrktarað­il­ar hafa hver á fæt­ur öðr­um snú­ið baki við fjalla­leið­sögu­manni í kvöld eft­ir að fyrr­ver­andi kær­asta sagði frá of­beld­is­reynslu af hon­um, sem aðr­ar kon­ur taka und­ir. „Í tvö ár var ég í of­beld­is­sam­bandi með manni sem um þess­ar mund­ir fer mik­ið fyr­ir í fjalla­heim­in­um,“ seg­ir kon­an.

Þrjár konur segja frá ofbeldi fjallaleiðsögumanns
Jöklaferð Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Mynd: Shutterstock

Fjöldi fyrirtækja hefur dregið til baka samstarf sitt við Instagram-ljósmyndara og fjallaleiðsögumanns í kvöld eftir að kona sagði frá reynslu sinni af alvarlegu ofbeldi. 

Konan lýsti því að hann hefði nálgast hana og fleiri konur sem fararstjóri í fjallaferðum, að hann hafi setið um hana, beitt hana líkamlegu ofbeldi og hótað ítrekað að svipta sig lífi. Hún kallar þennan tíma þann myrkasta í sínu lífi og aðrar taka undir. Stundin vísar í frásögn hennar af umræðuhópi á Facebook um útivist fyrir konur með hennar leyfi.

„Í tvö ár var ég í ofbeldissambandi með manni sem um þessar mundir fer mikið fyrir í fjallaheiminum. Ég var beitt miklu andlegu ofbeldi sem einnig var á tímum líkamlegt og kynferðislegt.  Þessi aðili hefur upp á síðkastið hrökklast úr starfi sem leiðsögumaður frá tveimur fyrirtækjum og er nú að því er virðist að einbeita sér að sínu eigin fyrirtæki. Þar bíður hann upp á verkefni og ferðir ásamt því að vera styrktur af ýmis fyrirtækjum út í bæ,“ segir konan. 

Hún naut velgengni í störfum sínum og stóð styrkum fótum í lífinu, en eftir sambandið hefur hún þurft að byggja sig upp að nýju. Hluti af þeirri vinnu er að segja söguna.

„Ég og aðrar konur - við erum fleiri en ein, tvær og þrjár - höfum síðustu ár þurft að horfa upp á ofbeldismann okkar taka ítrekað fyrir ný fórnarlömb ásamt því að sjá bæði andlit hans og nafn prýða hina ýmsu miðla og koma fram í auglýsingum. Slíkt vekur eðlilega upp slæmar tilfinningar, og sem dæmi í mínu tilfelli áfallastreitu. Þá hef ég einnig óttast öryggi mitt og öryggi fjölskyldu og vina og því kosið að segja mína sögu á annan hátt en opinberlega.

Þekktar aðferðir í ofbeldissamböndum

Hún kynntist honum í fjallaferð á hans vegum.  Fljótlega bar á því að hann sakaði hana ítrekað um framhjáhald, og jafnvel vændi.

Hann beitti þekktum aðferðum við að einangra hana og hótaði meðal annars að svipta sig lífi ef hún kæmi ekki að hitta hann strax.

„Þessa tækni notaði hann oft, sérstaklega ef ég var að fara að umgangast annað fólk. Hann vildi stjórna nákvæmlega hver var í mínu lífi og hvar ég var. Helst átti ég ekki að umgangast neinn nema hann. Sú var oft raunin þar sem ég einangraðist mikið á tímabili og hætti að hitta ákveðna vini af ótta við hans viðbrögð. Mér fannst ég vera að gera eitthvað rangt ef ég hitti góða vina mína sem hann kunni ekki við.“

Hún segir manninn hafa meinað henni að setja myndir af honum á Instagram, jafnvel eftir eins og hálfs árs samband. Síðar átti hún eftir að átta sig á ástæðunni. „Þarna var hann með mig blockaða - sturlað ég veit – kærastinn minn blockaði mig á Instagram svo ég gæti ekki séð hvað hann var að gera -  en samt sá hann story-ið mitt innan 10 sekúndna og gekk á mig. Við rifumst og ég spurði af hverju, eftir eitt og hálft ár, það væri nú ekki í lagi. Þarna var ég og viðhaldið hans að followa hvor aðra.“

Sjálfsvígshótun eftir Instagramfærslu

Afleiðing myndbirtingarinnar var sjálfsvígshótun. „Hann hótaði að drepa sig ef ég myndi ekki taka þetta strax út. Ég held að ég hafi á þessum tíma sett myndina inn til að komast nær sannleikanum, vildi fá viðbrögð ef það væru fleiri konur sem hann væri að sækja í,“ segir hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár