Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Læknar á Karolinska gagnrýna aukastarf Björns Zoëga á Íslandi

Fé­lag lækna við Karol­inska-sjúkra­hús­ið gagn­rýn­ir aukstarf for­stjór­ans, Björns Zoëga, á Ís­landi. Formað­ur fé­lags­ins seg­ir mál­ið snú­ast um trún­að og spyr hvernig það megi vera að Björn geti sinnt öðru starfi sam­hliða for­stjóra­starf­inu.

Læknar á Karolinska gagnrýna aukastarf Björns Zoëga á Íslandi
Félag lækna á Karolinska gagnrýnir aukastarf Björns Félag lækna við Karolinska-sjúkrahúsið, sem Yvonne Dellmark, fer fyrir gagnrýnir aukastarf Björns Zoega fyrir heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, á Íslandi.

Læknar á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð gagnrýna aukastarf forstjóra spítalans, Björns Zoëga, fyrir heilbrigðisráðherra á Íslandi og segja að það sé sérstakt að hann geti sinnt því starfi samhliða forstjórastarfinu.

Þetta kemur fram í viðtali við formann félags lækna á Karolinska-sjúkrahúsinu, Yvonne Dellmark,  í sænska blaðinu Dagens Nyheter sem fjallað hefur umtalsvert um aukastarf Björns á Íslandi og þau laun sem hann fær á mánuði. „...þetta sýnir að það eru mismunandi skilyrði sem gilda fyrir stjórnendur á sjúkrahúsinu en aðra starfsmenn. Þetta er trúnaðarspurning sem gerir málið sérstaklega alvarlegt,“ segir hún við Dagens Nyheter. 

Aukastarfið vekur meiri athygli

Í blaðinu kemur fram að aukastarf Björns hafi vakið meiri athygli en þau laun sem hann fær. Eins og Stundin hefur greint frá þá er hann með tæplega 5 milljónir á mánuði, nærri 4 milljónir á Karolinska-sjúkrahúsinu og tæplega 1.1 fyrir aukstarfið á Íslandi sem þó er bara hlutastarf. 

Dagens Nyheter bendir hins vegar á það, líkt og Stundin hefur áður gert, að jafnvel þó að aukastarfið á Íslandi sé skilgreint sem „100 prósent“ starf, og að laun séu greidd samkvæmt því, þá sinni Björn því aðeins í hjáverkum. Björn hefur sagt að hann sinni aukastarfinu á Íslandi í frítíma sínum og um helgar og að því eigi það ekki að koma niður á forstjórastarfinu. 

Þrengt að starfsfólki varðandi aukastörf

Eins og kemur fram í viðtalinu við Yvonne Dellmark þá hefur verið þrengt að starfsfólki á Karolinska-spítalanum sem verið hefur í aukastörfum samhliða störfum sínum þar og þess vegna vekur málið sérstaka athygli. Sambærileg þróun hefur verið á Íslandi þar sem Landspítalinn hefur reynt að búa þannig um hnútana að læknar starfi  sem minnst annars staðar en á spítalanum, til að mynda í stofurekstri sem sérgreinalæknar. 

„Starfsfólk hefur þurft að taka afstöðu á milli aukastarfsins og starfs síns á Karolinska“
Ivonne Dellmark, formaður félags lækna við Karolinska

Um þetta segir Yvonne: „Starfsfólk hefur þurft að taka afstöðu á milli aukastarfsins og starfs síns á Karolinska og við höfum misst þriðjung allra sérfræðinga á einni af deildum spítalans. Ekki hefur verið gefinn slaki til undantekninga frá þessari reglu,“ segir hún og því horfi það einkennilega við að forstjóri spítalans geti og megi vera í þessum tveimur störfum samtímis. 

Hún gagnrýnir einnig þá hugmynd að Björn geti sinnt báðum störfunum: „Starfið sem forstjóri sjúkrahússins krefst stöðugrar aðkomu og nærværu. Það er auðvitað hann sem er ábyrgur fyrir sjúkrahúsinu,“ segir hún. 

Í samtali við Dagens Nyheter segir Björn að hann líti ekki svo á að málið snúist um spurningar um trúnað gagnvart Karolinska-sjúkrahúsinu. „Ég lít svo á að þetta snúist um þekkingu sem ég bý yfir, ekki sem spurningu um trúnað. Annars hefði ég ekki tekið að mér þetta starf,“ segir Björn. 

Forstjórinn lítur því ekki svo á, samkvæmt þessu, að þær spurningar sem formaður læknafélags Karolinska spyr um aukastarf hans á Íslandi feli í sér vandamál. Björn hefur sagt að ef hann geti ekki sinnt báðum störfunum þá muni hann hætta sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra á Íslandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Margur verður af aurum api! Siðblindan lætur ekki að sér hæða.
    0
  • Benedikt Sigurðarson skrifaði
    Þrengist nú að þessum "Messí-asi" Willums - og fyrst DN er að fylgja málinu eftir mundu margir segja að það fari að styttast í störfum hans þarna á Karólínska
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Og siðferði er málinu óviðkomandi sem eðlilegt er hann er jú Íslendingur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laun Björns Zoëga

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár