Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Læknar á Karolinska gagnrýna aukastarf Björns Zoëga á Íslandi

Fé­lag lækna við Karol­inska-sjúkra­hús­ið gagn­rýn­ir aukstarf for­stjór­ans, Björns Zoëga, á Ís­landi. Formað­ur fé­lags­ins seg­ir mál­ið snú­ast um trún­að og spyr hvernig það megi vera að Björn geti sinnt öðru starfi sam­hliða for­stjóra­starf­inu.

Læknar á Karolinska gagnrýna aukastarf Björns Zoëga á Íslandi
Félag lækna á Karolinska gagnrýnir aukastarf Björns Félag lækna við Karolinska-sjúkrahúsið, sem Yvonne Dellmark, fer fyrir gagnrýnir aukastarf Björns Zoega fyrir heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, á Íslandi.

Læknar á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð gagnrýna aukastarf forstjóra spítalans, Björns Zoëga, fyrir heilbrigðisráðherra á Íslandi og segja að það sé sérstakt að hann geti sinnt því starfi samhliða forstjórastarfinu.

Þetta kemur fram í viðtali við formann félags lækna á Karolinska-sjúkrahúsinu, Yvonne Dellmark,  í sænska blaðinu Dagens Nyheter sem fjallað hefur umtalsvert um aukastarf Björns á Íslandi og þau laun sem hann fær á mánuði. „...þetta sýnir að það eru mismunandi skilyrði sem gilda fyrir stjórnendur á sjúkrahúsinu en aðra starfsmenn. Þetta er trúnaðarspurning sem gerir málið sérstaklega alvarlegt,“ segir hún við Dagens Nyheter. 

Aukastarfið vekur meiri athygli

Í blaðinu kemur fram að aukastarf Björns hafi vakið meiri athygli en þau laun sem hann fær. Eins og Stundin hefur greint frá þá er hann með tæplega 5 milljónir á mánuði, nærri 4 milljónir á Karolinska-sjúkrahúsinu og tæplega 1.1 fyrir aukstarfið á Íslandi sem þó er bara hlutastarf. 

Dagens Nyheter bendir hins vegar á það, líkt og Stundin hefur áður gert, að jafnvel þó að aukastarfið á Íslandi sé skilgreint sem „100 prósent“ starf, og að laun séu greidd samkvæmt því, þá sinni Björn því aðeins í hjáverkum. Björn hefur sagt að hann sinni aukastarfinu á Íslandi í frítíma sínum og um helgar og að því eigi það ekki að koma niður á forstjórastarfinu. 

Þrengt að starfsfólki varðandi aukastörf

Eins og kemur fram í viðtalinu við Yvonne Dellmark þá hefur verið þrengt að starfsfólki á Karolinska-spítalanum sem verið hefur í aukastörfum samhliða störfum sínum þar og þess vegna vekur málið sérstaka athygli. Sambærileg þróun hefur verið á Íslandi þar sem Landspítalinn hefur reynt að búa þannig um hnútana að læknar starfi  sem minnst annars staðar en á spítalanum, til að mynda í stofurekstri sem sérgreinalæknar. 

„Starfsfólk hefur þurft að taka afstöðu á milli aukastarfsins og starfs síns á Karolinska“
Ivonne Dellmark, formaður félags lækna við Karolinska

Um þetta segir Yvonne: „Starfsfólk hefur þurft að taka afstöðu á milli aukastarfsins og starfs síns á Karolinska og við höfum misst þriðjung allra sérfræðinga á einni af deildum spítalans. Ekki hefur verið gefinn slaki til undantekninga frá þessari reglu,“ segir hún og því horfi það einkennilega við að forstjóri spítalans geti og megi vera í þessum tveimur störfum samtímis. 

Hún gagnrýnir einnig þá hugmynd að Björn geti sinnt báðum störfunum: „Starfið sem forstjóri sjúkrahússins krefst stöðugrar aðkomu og nærværu. Það er auðvitað hann sem er ábyrgur fyrir sjúkrahúsinu,“ segir hún. 

Í samtali við Dagens Nyheter segir Björn að hann líti ekki svo á að málið snúist um spurningar um trúnað gagnvart Karolinska-sjúkrahúsinu. „Ég lít svo á að þetta snúist um þekkingu sem ég bý yfir, ekki sem spurningu um trúnað. Annars hefði ég ekki tekið að mér þetta starf,“ segir Björn. 

Forstjórinn lítur því ekki svo á, samkvæmt þessu, að þær spurningar sem formaður læknafélags Karolinska spyr um aukastarf hans á Íslandi feli í sér vandamál. Björn hefur sagt að ef hann geti ekki sinnt báðum störfunum þá muni hann hætta sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra á Íslandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Margur verður af aurum api! Siðblindan lætur ekki að sér hæða.
    0
  • Benedikt Sigurðarson skrifaði
    Þrengist nú að þessum "Messí-asi" Willums - og fyrst DN er að fylgja málinu eftir mundu margir segja að það fari að styttast í störfum hans þarna á Karólínska
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Og siðferði er málinu óviðkomandi sem eðlilegt er hann er jú Íslendingur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laun Björns Zoëga

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár