Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Læknar á Karolinska gagnrýna aukastarf Björns Zoëga á Íslandi

Fé­lag lækna við Karol­inska-sjúkra­hús­ið gagn­rýn­ir aukstarf for­stjór­ans, Björns Zoëga, á Ís­landi. Formað­ur fé­lags­ins seg­ir mál­ið snú­ast um trún­að og spyr hvernig það megi vera að Björn geti sinnt öðru starfi sam­hliða for­stjóra­starf­inu.

Læknar á Karolinska gagnrýna aukastarf Björns Zoëga á Íslandi
Félag lækna á Karolinska gagnrýnir aukastarf Björns Félag lækna við Karolinska-sjúkrahúsið, sem Yvonne Dellmark, fer fyrir gagnrýnir aukastarf Björns Zoega fyrir heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, á Íslandi.

Læknar á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð gagnrýna aukastarf forstjóra spítalans, Björns Zoëga, fyrir heilbrigðisráðherra á Íslandi og segja að það sé sérstakt að hann geti sinnt því starfi samhliða forstjórastarfinu.

Þetta kemur fram í viðtali við formann félags lækna á Karolinska-sjúkrahúsinu, Yvonne Dellmark,  í sænska blaðinu Dagens Nyheter sem fjallað hefur umtalsvert um aukastarf Björns á Íslandi og þau laun sem hann fær á mánuði. „...þetta sýnir að það eru mismunandi skilyrði sem gilda fyrir stjórnendur á sjúkrahúsinu en aðra starfsmenn. Þetta er trúnaðarspurning sem gerir málið sérstaklega alvarlegt,“ segir hún við Dagens Nyheter. 

Aukastarfið vekur meiri athygli

Í blaðinu kemur fram að aukastarf Björns hafi vakið meiri athygli en þau laun sem hann fær. Eins og Stundin hefur greint frá þá er hann með tæplega 5 milljónir á mánuði, nærri 4 milljónir á Karolinska-sjúkrahúsinu og tæplega 1.1 fyrir aukstarfið á Íslandi sem þó er bara hlutastarf. 

Dagens Nyheter bendir hins vegar á það, líkt og Stundin hefur áður gert, að jafnvel þó að aukastarfið á Íslandi sé skilgreint sem „100 prósent“ starf, og að laun séu greidd samkvæmt því, þá sinni Björn því aðeins í hjáverkum. Björn hefur sagt að hann sinni aukastarfinu á Íslandi í frítíma sínum og um helgar og að því eigi það ekki að koma niður á forstjórastarfinu. 

Þrengt að starfsfólki varðandi aukastörf

Eins og kemur fram í viðtalinu við Yvonne Dellmark þá hefur verið þrengt að starfsfólki á Karolinska-spítalanum sem verið hefur í aukastörfum samhliða störfum sínum þar og þess vegna vekur málið sérstaka athygli. Sambærileg þróun hefur verið á Íslandi þar sem Landspítalinn hefur reynt að búa þannig um hnútana að læknar starfi  sem minnst annars staðar en á spítalanum, til að mynda í stofurekstri sem sérgreinalæknar. 

„Starfsfólk hefur þurft að taka afstöðu á milli aukastarfsins og starfs síns á Karolinska“
Ivonne Dellmark, formaður félags lækna við Karolinska

Um þetta segir Yvonne: „Starfsfólk hefur þurft að taka afstöðu á milli aukastarfsins og starfs síns á Karolinska og við höfum misst þriðjung allra sérfræðinga á einni af deildum spítalans. Ekki hefur verið gefinn slaki til undantekninga frá þessari reglu,“ segir hún og því horfi það einkennilega við að forstjóri spítalans geti og megi vera í þessum tveimur störfum samtímis. 

Hún gagnrýnir einnig þá hugmynd að Björn geti sinnt báðum störfunum: „Starfið sem forstjóri sjúkrahússins krefst stöðugrar aðkomu og nærværu. Það er auðvitað hann sem er ábyrgur fyrir sjúkrahúsinu,“ segir hún. 

Í samtali við Dagens Nyheter segir Björn að hann líti ekki svo á að málið snúist um spurningar um trúnað gagnvart Karolinska-sjúkrahúsinu. „Ég lít svo á að þetta snúist um þekkingu sem ég bý yfir, ekki sem spurningu um trúnað. Annars hefði ég ekki tekið að mér þetta starf,“ segir Björn. 

Forstjórinn lítur því ekki svo á, samkvæmt þessu, að þær spurningar sem formaður læknafélags Karolinska spyr um aukastarf hans á Íslandi feli í sér vandamál. Björn hefur sagt að ef hann geti ekki sinnt báðum störfunum þá muni hann hætta sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra á Íslandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Margur verður af aurum api! Siðblindan lætur ekki að sér hæða.
    0
  • Benedikt Sigurðarson skrifaði
    Þrengist nú að þessum "Messí-asi" Willums - og fyrst DN er að fylgja málinu eftir mundu margir segja að það fari að styttast í störfum hans þarna á Karólínska
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Og siðferði er málinu óviðkomandi sem eðlilegt er hann er jú Íslendingur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laun Björns Zoëga

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár