Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

646. spurningaþraut: Hversu margir eru Nígeríumenn?

646. spurningaþraut: Hversu margir eru Nígeríumenn?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kunnu sjónvarpsseríu er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Nígería er fjölmennasta ríkið í Afríku. En hversu margir búa þar? Eru það um það bil 56 milljónir — 106 milljónir — 156 milljónir — eða 206 milljónir?

2.  Hvað heitir fjölmiðillinn sem Reynir Traustason stýrir?

3.  Sackler-fjölskyldan í Bandaríkjunum var fyrrum aðallega kunn fyrir að styrkja myndlistarsýningar og -söfn. En síðustu árin hefur athyglin beinst að henni af allt öðrum ástæðum. Sem eru hverjar?

4.  Öræfasveit á Íslandi hefur frá 1998 verið hluti af sveitarfélagi sem kennt er við fjörð nokkurn. Hvaða fjörður er það?

5.  „Þó þú langförull legðir / sérhvert land undir fót, /bera hugur og hjarta / samt þíns heimalands mót.“ Hver orti svo?

6.  Í hvaða landi er höfuðborgin Amsterdam?

7.  Hvaða stafur í stafrófinu gefur flest stig í leiknum Skrafli?

8.  Hvað er sagt að Júdas hafi fengið að launum fyrir að svíkja Jesúa frá Nasaret?

9.  Hversu margar manneskjur voru um borð í Örkinni hans Nóa?

10.  Hver er Slim Shady?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fyrirbrigðið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  206 milljónir.

2.  Mannlíf.

3.  Hún þykir hafa ýtt undir ópíóða-faraldur í heiminum með framleiðslu og markaðssetningu á lyfinu OxyContin. Ekki þarf að hafa nafn lyfsins rétt.

4.  Hornafjörður.

5.  Stephan G.

6.  Hollandi. Hluti stjórnsýslunnar er í Haag en Amsterdam er samt höfuðborgin.

7.  X.

8.  Þrjátíu silfurpeninga.

9.  Átta.

10.  Eminem.

***

Svör við aukaspurningum:

Sjónvarpsserían er hin danska Borgen.

Græjan er James Webb sjónaukinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár