Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

646. spurningaþraut: Hversu margir eru Nígeríumenn?

646. spurningaþraut: Hversu margir eru Nígeríumenn?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kunnu sjónvarpsseríu er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Nígería er fjölmennasta ríkið í Afríku. En hversu margir búa þar? Eru það um það bil 56 milljónir — 106 milljónir — 156 milljónir — eða 206 milljónir?

2.  Hvað heitir fjölmiðillinn sem Reynir Traustason stýrir?

3.  Sackler-fjölskyldan í Bandaríkjunum var fyrrum aðallega kunn fyrir að styrkja myndlistarsýningar og -söfn. En síðustu árin hefur athyglin beinst að henni af allt öðrum ástæðum. Sem eru hverjar?

4.  Öræfasveit á Íslandi hefur frá 1998 verið hluti af sveitarfélagi sem kennt er við fjörð nokkurn. Hvaða fjörður er það?

5.  „Þó þú langförull legðir / sérhvert land undir fót, /bera hugur og hjarta / samt þíns heimalands mót.“ Hver orti svo?

6.  Í hvaða landi er höfuðborgin Amsterdam?

7.  Hvaða stafur í stafrófinu gefur flest stig í leiknum Skrafli?

8.  Hvað er sagt að Júdas hafi fengið að launum fyrir að svíkja Jesúa frá Nasaret?

9.  Hversu margar manneskjur voru um borð í Örkinni hans Nóa?

10.  Hver er Slim Shady?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fyrirbrigðið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  206 milljónir.

2.  Mannlíf.

3.  Hún þykir hafa ýtt undir ópíóða-faraldur í heiminum með framleiðslu og markaðssetningu á lyfinu OxyContin. Ekki þarf að hafa nafn lyfsins rétt.

4.  Hornafjörður.

5.  Stephan G.

6.  Hollandi. Hluti stjórnsýslunnar er í Haag en Amsterdam er samt höfuðborgin.

7.  X.

8.  Þrjátíu silfurpeninga.

9.  Átta.

10.  Eminem.

***

Svör við aukaspurningum:

Sjónvarpsserían er hin danska Borgen.

Græjan er James Webb sjónaukinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár