Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þegar Úkraína var mesta stórveldi Evrópu

Önn­ur grein um sögu Úkraínu sem nú á und­ir högg að sækja gegn Rúss­um

Þegar Úkraína var mesta stórveldi Evrópu
Úkraínumenn taka kristni. Það virðist hafa gerst að mestu með friði og spekt.

Í tilefni af vaxandi róstum kringum Úkraínu fór ég að skoða sögu landsins sem reyndist lengri og markverðari en ég hafði talið. Um forsöguna er grein sem hér birtist! Lítið á hana áður en lengra er haldið.

En hér er sem sé haldið áfram. Ég var kominn um það bil til áranna 700-800 eftir upphaf tímabils okkar.

Þá var færibandið Úkraína í fullum gangi:

Hver Asíuþjóðin af annarri kom þar við á leið sinni vestur til Evrópu — enda gengu sögusagnir langt austur í álfum um mikið ríkidæmi þar í vestrinu en tiltölulega klénar varnir.

Avarar voru nýfarnir hjá en Ungverjar voru enn á vesturleið suður við Svartahaf. Við austanvert hafið voru hinir dularfullu Kasarar sestir að til frambúðar.

Og inni í Mið-Asíu voru Petsjnekar farnir að skima í vestur.

Íbúarnir í Úkraínu sjálfri voru hins vegar „orðnir“ Slavar eftir að slavneskir þjóðflokkar höfðu leitað í öfuga átt næstu tvær aldir þar á undan — það er að segja frá Mið-Evrópu og austur til Úkraínu og svo inn í skógana þar fyrir norðan, þar sem nú eru Hvíta-Rússland og Rússland.

Slavarnir nýkomnu útrýmdu ekki þeim sem fyrir voru, enda bændur fremur en hermenn, heldur innlimuðu þá í sína ættbálka, svo brátt töluðu flestallir slavnesk mál.

Og þessir nýslavnesku Úkraínumenn höfðu stofnað kaupstað við bugðu á ánni Dnépr, þar sem nú heitir Kíev.

Hraustir víkingar!

Nema hvað, á áttundu og þó einkum níundu öld kemur nýtt og svolítið óvænt krydd til sögunnar í þennan rétt.

Víkingaöldin var runnin upp á Norðurlöndum og sænskir víkingar tóku að sigla upp eftir ánum sem falla í Eystrasalt frá birkiskógunum miklu norður af Úkraínu. Nyrst í skógunum bjuggu þjóðir af finnskum uppruna, við Eystrasaltið voru baltneskar þjóðir (formæður og -feður Litháa, Letta og fleiri) en slavneskir ættbálkar — frændfólk þeirra sem voru sestir að víðast í Úkraínu — voru annars komnir um allt miðbik skóganna.

Víkingarnir höfðu í bili ekki mikil samskipti við þessa íbúa, nema keyptu af þeim skinn veiðidýra, og svo fundu þeir staði inni í landi þar sem þeir gátu dregið báta sína og skip upp á bakka fljótanna sem féllu í Eystrasalt — og yfir í aðrar ár sem runnu til suðurs í Svartahaf.

Þar er Dnépr helst, og svo Don austar.

Víkingarnir voru brátt farnir að sigla eftir öllum ánum og hingað og þangað og versluðu svo suður í Miklagarði eða Konstantínópel með skinn og hvaðeina.

Í Miklagarði þóttu þeir svo hraustir að þeir urðu eftirsóttir í varðsveitir keisarans og voru kallaðir væringjar. Í þeirri sögu sem ég lærði í skóla fékk ég þessa mynd af því sem gerðist þar eystra þessar aldirnar:

Hinir dugmiklu norrænu víkingar sigldu styrkum vöðvum milli Eystrasalts og Svartahafs og færðu með sér hressandi andblæ menningar og framandleika inn í frumstætt samfélag skógarbúa og hálfgerðra villimanna sem kúldruðust innan um trén og klóruðu sér.
Þeir voru kallaðir Rússar sem merkti „ræðarar“ og stofnuðu svo borgina Kænugarð — staðinn þar sem þeir geymdu bátana sína á siglingunum eftir fljótunum miklu — og víkingarnir kenndu skógarbúum margt gagnlegt og þannig reis loksins ríki á sléttunum.

Þetta var samt ekki alveg svona. Kaupstaðurinn Kíev hafði verið stofnaður mörgum öldum áður, þótt vissulega yrði „Kænugarður“ síðan bækistöð víkinganna á verslunarferðum sínum milli Eystrasalts og Svartahafs.

En þar um slóðir bjuggu sannarlega ekki fáfengilegir villimenn.

Ættbálkurinn sem bjó kringum Kíev kallast Pólanar og má ekki rugla saman við forfeður Pólverja sem bjuggu 1.000 kílómetrum vestar. Þessi eystri Pólanar voru af írönsku kyni, sem þýðir vel að merkja ekki að þeir hafi einhvern tíma búið í Íran, heldur aðeins að tunga þeirra hafi verið íranskrar ættar. En Pólanar höfðu fyrir tiltölulega skömmu síðan tekið upp slavneska tungu ættbálkanna sem komu úr vestri og margt af lifnaðarháttum þeirra.

Pólanar þurftu sem sé ekki að láta víkinga frá Svíþjóð kenna sér neitt — nema kannski helst vopnaburð.

Þeir stunduðu kornrækt, nautgriparækt, veiðar á landi og í ánum, smáiðnað margvíslegan en líka járnsmíðar, gullsmíðar og flest í þeim dúr. Fólkið bjó í þorpum sem mynduðu ekki heildstætt ríki en mikil samvinna hefur verið milli þorpa því efnahagur virðist hafa verið með ágætum og lífskjör prýðileg.

Ríki verður til

Á níundu öld verður svo til ríki á þessum slóðum.

Ríki sem hin núverandi Úkraína rekur beinan uppruna sinn til.

Rúrik er talinn upphafsmaður bæði Úkraínu og Rússlands.Frumkvöðullinn er brynjubúinn, vöðvastæltur, hjálmprýddur — nákvæmlega eins og okkar „frumkvöðull“ Ingólfur Arnarson

Erfitt er að segja til hvernig ríkið myndaðist þar sem uppruni þess er hulin mistri þjóðsagna og þokukenndra heimilda sem ekki voru skrifaðar niður fyrr en nokkrum öldum seinna. Óljóst er til dæmis hvaða þátt víkingar eða væringjar áttu í stofnun ríkisins — en einhver var sá þáttur altént.

Kannski tóku hinir slavnesku ættbálkar í Úkraínu eða safnast undir verndarvæng hinna vopnfimu væringja sem höfðu slegið sér niður í gamla kaupstaðnum Kíev — og í fleiri kaupstöðum við fljótin.

En kannski tóku Slavar að þjappa sér saman einmitt til að standast ágang væringja — og ekki síður hinna tyrknesku Petsjnéka sem voru nú komnir á hæla Ungverja eftir færibandinu gamalkunna (sjá fyrri grein) frá Mið-Asíu inn í Evrópu.

Og til þess arna nutu Úkraínumenn (og hinir slavnesku ættbálkarnir norðar á leiðinni til Eystrasalts) um tíma forystu væringja.

Víkingar gera árás á Miklagarð

Einhvern veginn svona er þetta samkvæmt rituðum heimildum:

Um miðja níundu öld tóku víkingar að norðan kaupstaðinn Kíev frá Pólönum. Samkvæmt þjóðsögum og óáreiðanlegum annálum gerðust höfðingjarnir Höskuldur og Dýri herrar Kíev og svo mikið er víst að árið 860 gerðu víkingar á 200 skipum, sem þaðan komu, mjög óvænta og mannskæða árás á sjálfan Miklagarð.

Miklagarðsmenn vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir voru ekki vanir árásum úr þessari átt.

Rót árásarinnar virðist hafa verið bandalag Miklagarðsmanna við Kasara sem bjuggu enn í austanverðri Úkraínu, en Höskuldi og Dýra mun hafa þótt þessi samvinna ógna verslunarleiðum sínum við stórfljótin í Úkraínu.

Meðan þessu fór fram í Úkraínu var ýmislegt að gerast norður í laufskógunum.

Þar bjuggu slavnesku ættbálkarnir Ilmenar og Krivtsjikar — og reyndar fleiri. Þeir voru tiltölulega nýkomnir norður þangað, en voru smátt og smátt að ryðja burt finnskættuðum íbúum skóganna sem fyrir voru

Ilmenar og Krivtsjikar virðast hafa tekið sér til leiðtoga norrænan höfðingja að nafni Rúrik (eða Hrærek) og kaupstaðurinn Novgorod (ef til vill Hólmgarður) tók að byggjast upp. Nema hann hafi hreinlega hrifsað til sín yfirráð á svæðinu.

Prinsinn af Kíev

Arftaki Rúriks var Helgi nokkur sem á slavneskum málum nefnist Oleg.

Hann vildi ná yfirráðum yfir allri siglingaleiðinni til Miklagarðs og um árið 880 lagði hann undir sig Kænugarð og drap þá Höskuld og Dýra — ef þeir voru þá yfirleitt til, sem er önnur saga.

Og Helgi lagði undir sig landsvæði fleiri slavneskra ættbálka í Úkraínu og hinum núverandi Hvíta-Rússlandi og Rússlandi.

Úkraína og nágrenni um árið 900

Helgi var á endanum svo stöndugur að hann hóf átök við hina voldugu Kasara.

Og hann tók sér nafnbótina prins.

Árið 912 tók Ígor eða Ingvar við af Helga/Oleg. Hann var sagður vera sonur Rúriks frá Hólmgarði. Og hann ríkti til 945 þegar hann fór að heimta skatt af slavneskum ættbálki í nágrenni Kíev en sá ættbálkur — Drevílanar — vildu ekkert með yfirráð „Rússanna“ frá Kíev hafa.

Ígor var því gómaður og fætur hans bundnir við toppinn á tveim stórum birkitrjám sem sveigð höfðu niður að jörðu. Svo var höggvið á reipin sem héldu trjánum niðri, Ígor þeyttist til lofts og rifnaði í sundur.

Úkraínumenn taka kristni

Nú réði Helga eða Olga ekkja Ígors ríkjum í 15 ár en hún var sennilega af væringjaættum. Hún fór í heimsókn til Miklagarðs og tók kristni og átti í samskiptum við keisara Germanska veldisins í Vestur-Evrópu, sem sýnir að þetta nýja ríkja þótti orðið viðræðuhæft á alþjóðavettvangi.

Hinn umdeildi Krímskagi. Þeir Svjatoslav og Vladimir náðu völdum fyrir Kíev á vesturhluta skagans en Kasarar réðu í austri og Miklagarðsmenn í suðri. Á skaganum voru gríðarlegir þrælamarkaðir. Kasarar og Petsjnekar (og í einhverjum tilfellum eflaust Kíev-menn sjálfir) seldu mikið af fólki úr hinum slavnesku ættbálkum til Miklagarðs. Þannig vildi það til að Slavar fór að merkja „þrælar“ á ýmsum tungumálum.

Sonur hennar tók svo við — Svjatoslav 1. er hann kallaður — en hann sigraði Kasara og sameinaði alla slavnesku ættbálkana í Úkraínu og í skógunum í norðri undir sinni stjórn.

Í suðurhluta Úkraínu fóru Petsjnekar þó enn um eins og úlfar og felldu reyndar Svjatoslav að lokum.

Um 980 tók svo Valdimar Svjatoslavsson við stjórnartaumunum í Kíev. Hann þurfti til þess hjálp væringja úr norðri en þegar hann hafði tryggt sig í sessi hélt hann áfram að útbreiða veldi Kíev-manna um meginhluta Evrópuhluta Rússlands (sem nú er kallað).

Og Valdimar — kallaður hinn mikli — tók kristni 988 og fyrirskipaði fólki sínu að gera slíkt hið sama. Fyrir valinu varð rétttrúnaðarkirkjan í Miklagarði frekar en páfakirkjan í Róm og sá kristindómur átti eftir að skjóta afar djúpum rótum í sálartötur íbúa þar alls staðar. 

Kíev-ríkið verður slavneskt

En svo er annað.

Löngu áður en þarna var komið sögu, þá var Kíev-ríkið hætt að vera norrænt á einhvern skilgreinanlegan hátt (hafi svo einhvern tíma verið), heldur var orðið nær alveg slavneskt. Ýmsir norrænir þræðir í tungu og menningu höfðu lifað um hríð, en voru um þetta leyti nærri horfnir.

Nema helst sjálft nafnið Rússar sem með tímanum var sem sé farið að nota um alla íbúa Kíev-ríkisins.

Um árið 1000 — um það leyti sem Íslendingar tóku kristni í sínu þjóðveldi — var Kíev-ríkið orðið víðáttumesta ríki Evrópu.

Og Úkraína stefndi í að verða mesta stórveldi álfunnar.

Og hefði kannski getað orðið það.

En langt í norðri rann fljót að nafni Moskva, þverá sem féll um síðir út í Volgu. Þarna um slóðir bjuggu Vjastíkar — nýorðnir undirsátar Úkraínumanna — en Vjastíkar höfðu eytt síðustu áratugum eða rúmlega öld í að ryðja finnskættuðum frumbyggjum burt af svæðinu.

Það var enn hálf önnur öld þangað til einhverjum datt í hug að fara að byggja við Moskvu. 

Hérna er svo sögunni fram haldið!

Úkraína og nágrenni árið 1000 þegar veldið var einna mest

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
3
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
7
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
8
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár