Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða frægu erlendu sjónvarpsseríu er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða heimsálfu er ríkið Kyrgistan?
2. Um hvað fjallar norska sjónvarpsþáttaröðin Exit?
3. Og hvaða Íslendingur hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu seríu af Exit?
4. Evrópumótið í handbolta fór fram í Ungverjalandi við misjafnan orðstír. Hvaða orð nota Ungverjar um sjálfa sig — það er að segja þjóðina?
5. Fanny Mendelssohn hét kona þýsk á 19. öld. Hún bjó til ýmislegt sem ekki var vani þá að konur fengjust við að búa til, ekki að minnsta kosti svo hátt færi. Hvað var það?
6. Hvaða nes er milli Þistilfjarðar og Bakkaflóa?
7. Hvað heitir hinn heppni frændi Andrésar Andar?
8. Hvaða heita fjöllin milli Spánar og Frakklands?
9. Hvað heitir dvalarheimili aldraðra sjómanna sem var tekið í notkun í Reykjavík 1957?
10. Sebedeus nokkur átti syni tvo. Hvað hétu þeir? Nefna verður báða rétt.
***
Seinni aukaspurning:
Hvað nefnist sú hin pattaralega terta sem hér að neðan sést?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Asíu.
2. Líf fjármálaspekúlanta.
3. Gísli Örn.
4. Magjara.
5. Tónverk.
6. Langanes.
7. Háfótur, Hábeinn.
8. Pýreneafjöll.
9. Hrafnista.
10. Jakob og Jóhannes.
***
Svör við aukaspurningum:
Fyrri myndin er úr Breaking Bad.
Seinni myndin er af djöflatertu.
Athugasemdir