Þingmaður Samfylkingarinnar hefur sent fyrirspurn til orkumálaráðherra um fyrirkomulag við sölu á rafmagni sem kennt er við söluaðila til þrautavara. Þetta kemur fram á vef Alþingis en þingmaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson úr Samfylkingunni beinir þar sextán spurningum til ráðherrans, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, og vill fá skrifleg svör.
Stundin hefur síðustu vikurnar fjallað um viðskipti N1 Rafmagns, áður Íslenskrar orkumiðlunar, við viðskiptavini sem komið hafa til fyrirtækisins í gegnum þessa þrautavaraleið á þeim grundvelli að N1 Rafmagn selji ódýrustu raforkuna. N1 Rafmagn hefur hins vegar selt umræddum viðskiptavinum rafmagnið á allt að 75 prósent hærra verði en lægsta birta verði sínu.
Þrautavaraleiðin gengur út á það að ef rafmagnsnotandi velur sér ekki sölufyrirtæki á rafmagni þá verður viðkomandi settur í viðskipti hjá því fyrirtæki sem er með lægsta verðið. N1 Rafmagn hefur hins vegar ekki selt fólki sem kemur …
https://www.facebook.com/photo/?fbid=10158174950671965&set=a.28553641964