Nokkrir starfsmenn SÁÁ hafa í dag haft samband við Stundina og lýst óánægju með að yfirlýsing frá starfsfólki SÁÁ sem send var í tölvupósti til fjölmiðla í gær sé sögð vera í nafni alls starfsfólks SÁÁ. Þau sem höfðu samband við Stundina fullyrða að málið hafi verið rætt manna á milli í vinnunni í dag og að greinilegrar óánægju gæti.
Stundin hafði samband við fleira starfsfólk í dag og fékk staðfest að það væri óánægja „í sumum hópum“ innan SÁÁ með að yfirlýsing hefði verið send og sögð vera frá starfsfólki SÁÁ. Aðrir sem Stundin ræddi við segjast treysta stjórnendum SÁÁ og gera engar athugasemdir við yfirlýsinguna.
Í tilkynningunni sem send var til fjölmiðla síðdegis í gær segir meðal annars að starfsfólk SÁÁ mótmæli harkalega þeim ásökunum sem nú berist frá Sjúkratryggingum Íslands varðandi þjónustu sem áfengis-og vímuefnaráðgjafar hafi innt …
Athugasemdir