Tæpar fjórtán hundruð milljónir af sex milljarða hagnaði fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins Sýnar vegna sölu þess sem kallað er óvirkir innviðir hafa nú ratað í vasa nokkurra eigenda. Það var gert með kaupum félagsins á hlutabréfum í sjálfum sér. Stjórn fyrirtækisins hafði ákveðið að kaupa allt að 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir að hámarki 2 milljarða króna.
Allir máttu selja
Öllum hluthöfum bauðst að selja hluti til félagsins og leysa þannig út hagnað af viðskiptunum með innviðina. Eigendur samtals 7 prósenta hlutar tóku tilboðinu og meðal þeirra voru lífeyrissjóðirnir Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Sjóðirnir seldu bréfin á genginu 67 krónur á hlut en eftir að viðskiptin fóru fram hefur gengi bréfanna hækkað lítillega. Er gengi bréfa líklega ein af skýringunum á því að ekki hafi fleiri hluthafar tekið þátt og heimildin til endurkaupa ekki fullnýtt en kaup af þessu tagi fara fram á föstu gengi sem tilkynnt er fyrirfram.
Eftir …
Athugasemdir