Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

1.400 milljónir úr innviðasölu til eigenda

Eig­end­ur 7,7 pró­senta hlut­ar í fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lag­inu Sýn nýttu tæki­fær­ið og seldu fyr­ir­tæk­inu sjálfu hluta­bréf í því. Stjórn­in hafði sett sér markmið um að koma sölu­hagn­aði vegna sölu óvirkra inn­viða fé­lags­ins til er­lendra fjár­festa til eig­enda sinna.

1.400 milljónir úr innviðasölu til eigenda
Leiðir Sýn Heiðar Már Guðjónsson er forstjóri Sýnar en hann er stærsti einkafjárfestirinn í fyrirtækinu. Mynd: Sýn

Tæpar fjórtán hundruð milljónir af sex milljarða hagnaði fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins Sýnar vegna sölu þess sem kallað er óvirkir innviðir hafa nú ratað í vasa nokkurra eigenda. Það var gert með kaupum félagsins á hlutabréfum í sjálfum sér. Stjórn fyrirtækisins hafði ákveðið að kaupa allt að 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir að hámarki 2 milljarða króna.

Allir máttu selja

Öllum hluthöfum bauðst að selja hluti til félagsins og leysa þannig út hagnað af viðskiptunum með innviðina. Eigendur samtals 7 prósenta hlutar tóku tilboðinu og meðal þeirra voru lífeyrissjóðirnir Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Sjóðirnir seldu bréfin á genginu 67 krónur á hlut en eftir að viðskiptin fóru fram hefur gengi bréfanna hækkað lítillega. Er gengi bréfa líklega ein af skýringunum á því að ekki hafi fleiri hluthafar tekið þátt og heimildin til endurkaupa ekki fullnýtt en kaup af þessu tagi fara fram á föstu gengi sem tilkynnt er fyrirfram. 

Eftir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár