Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tíu metra langt sæskrímsli finnst inni í miðju Englandi

Tíu metra langt sæskrímsli finnst inni í miðju Englandi
Maður og hvaleðla

Inni í miðju Englandi er Rutland-sýsla, spölkorn austan við borgina Leicester. Þetta er ein allra smæsta sýsla Bretlands, svo smá að þar er ekkert þorp fjölmennara en Oakham, þar sem búa tíu þúsund manns.

Rauði bletturinn sýnir Rutland —langt frá sjó.

Árið 1975 hófust framkvæmdir við að virkja tvær ár sem falla um Rutland og búa til uppistöðulón til að sjá nágrannasveitunum fyrir nægu og jöfnu vatni.

Uppistöðulónið kallast nú Rutland Water og er um tíu ferkílómetrar að flatarmáli.

Fyrir rétt tæpu ári síðan eða í febrúar 2021 var verkstjórinn Joe Davis að annast framkvæmdir við að hleypa vatni af hluta eyjar í lóninu, en slíkt mun vera gert reglulega.

Þá þóttist hann sjá nokkrar leirpípur mara í vatnsborðinu.

„Einhverjar gamlar pípulagnir,“ hugsaði hann með sér. Undir vatnsborði Rutland Water eru víða hús og götur sem fóru undir vatnið 1975. 

En svo fannst Davis eitthvað aðeins of „lífrænt“ við þessar „pípur“. Hann fór þess vegna og vakti athygli yfirmanns síns, Paul Trevors, á þessu. Væri ekki ástæða til að kanna hvað þetta væri?

Hvaleðlum svipaði töluvert til höfrunga í útlitien voru alveg óskyldar þeim.

Og nú á dögunum voru niðurstöður kynntar. Eftir að fornleifafræðingar hafa grafið varlega kringum „leirpípurnar“ sem Davis taldi sig sjá, þá er nú komið í ljós að þarna liggur steingervingur tíu metra langrar hvaleðlu, sem kölluð er.

Á latínu kallast dýrin ichthyosaurus og svipaði í helst til þeirra hugmynda sem menn gerðu sér um sæskrímsli fyrr á tímum. 

Og dýrið sem fannst í Rutland var í hópi þeirra allra stærstu sem menn hafa rekist á, þótt þess séu reyndar dæmi að fundist hafi bein hvaleðlu sem náð hefur 20 metra lengd.

Það merkilega er að leifar hvaleðlunnar er nú að finna í nærri 70 kílómetra fjarlægð frá sjónum, þar sem hún bjó. Svæðið umhverfis Rutland hefur verið á kafi í sjó þegar þessi tiltekna hvaleðla dó af einhverjum óþekktum ástæðum og hræ hennar huldist fljótt jurtaleifum og gruggi á sjávarbotninum þáverandi, svo beinin steingerðust á endanum.

Stærstu hvaleðlurnar voru ógnvænleg rándýr

Vísindamennirnir sem þeir Davis og Trevor kölluðu á staðinn hafa nú aldursgreint leifarnar og þær reyndust 180 milljón ára gamlar.

Þá var risaheimsálfa, sem við köllum nú Pangaea, að byrja að brotna upp. Nyrðri hlutinn (Laurasia) var farinn að fjarlægjast þann syðri (Gondwanaland). Um leið var Norður-Atlantshafið farið að opnast milli þeirra hluta Laurasiu sem við nefnum nú annars vegar Norður-Ameríku og hins vegar Evrópu/Asíu.

Og á löngum tímabilum — stundum milljónum ára í senn — hefur svæðið, þar sem nú er Bretland, verið meirog minna undir sjó í þeim átökum öllum.

(Ísland var alls ekki orðið til, svo það sé nú sagt.)

Íbúar í Rutland eru hinir hróðugustu yfir fundi hvaleðlunnar og vonast til að utan um hræ hennar verði byggt myndarlegt safn, svo sem flestir fái að njóta þess að virða það fyrir sér.

Jörðin fyrir 180 milljónum áraRauði bletturinn er þar sem Bretland er nú, stundum neðansjávar, stundum ekki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár