„Ég ætla í þetta partí ef Hófí langar,“ sagði ég einu sinni sem oftar eftir sýningu með uppistandshópnum mínum á dögunum: „Og ég ætla ekki að segja eitthvað svona: Langar þig mikið í þetta partí? eða eitthvað þannig til þess að hinta að því að mig langi ekki í það.“ „Nei, það er gott, það er dyggðugt,“ sagði Vigdís Hafliðadóttir, heimspekimenntaður kollegi minn í gríni, og útskýrði að samkvæmt Kant væri maður fyrst dyggðug manneskja þegar maður gerir eitthvað sem mann langar ekki til þess að gera, en gerir það vegna þess að það er rétt. „Þá er ég dyggðugur,“ sagði ég í blöndu af gríni og alvöru, þar sem grínið var að mig langi aldrei til þess að gera neitt og alvaran sú að mig langar aldrei til þess að gera neitt.
Umrætt partí var hjá bekkjarsystur minni úr Listaháskólanum og kærasta hennar, sem hefur verið einn af mínum …
Ég var eins og þú og pabbi þinn sem krakki, átti enga vini, skipulagði aldrei neitt né gerði og vildi hafa sem minnsta umsýslu, á meðan ég er mun meira eins og Hófí núna; Skipulegg flesta hittinga fyrir vinahóp og pirra mig á að aðrir sýni ekki meira frumkvæði.
Fyrir mér er "lausnin" tvíþætt; 1. Þetta kemur með þjálfun. Því meira sem þú leggur þig fram við að sýna frumkvæði, hitta aðra og skipuleggja hluti, því betri verður þú í því, og einnig verður þetta auðveldara fyrir þig. Ég var mjög feiminn og átti virkilega erfitt með að ansa fólki en nú legg ég mig allann fram um að ræða við fólk sem ég þekki ekki og sjá til þess að vinirnir fljóti ekki í sundur ef við gerum ekkert saman í einhvern tíma.
2. Ef þessir hittingar eru allir að gerast hjá félögum Hófíar, og þú ert enginn sérstakur vinur flestra þarna, þá er ekki skrýtið þó þú sért ekki spenntur fyrir svona viðburðum, sérstaklega ef þú ert einrænn. Ég hef sjálfur engann sérstakann áhuga á stórum veislum, og því legg ég mig þeim mun meira fram við að skipuleggja eitthvað með fólki sem mér þykir virkilega vænt um og langar til að eyða tíma mínum með. Ég legg til að þú látir slag standa (mögulega með hjálp Hófíar) og skipuleggur einhvern einfaldann hitting með kunningjum sem þér líkar vel við. Það getur verið á Zoom eða þið kíkt saman í kaffihús (þegar faraldurinn liggur niðri).
Ég er ekki viss um að konur eigi neitt auðveldara með að eignast vini, en ég gæti vel trúað því að þær eigi auðveldara með að opna sig tilfinningalega. Þetta getur verið mjög erfitt ef þú hefur ekki vanist því, og því mæli ég með því að þú einbeitir þér að því að hitta fólk. Það gerir stóru hlutina auðveldari.