Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

636. spurningaþraut: Hér kemur draugur við sögu, ásamt öðru

636. spurningaþraut: Hér kemur draugur við sögu, ásamt öðru

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan sýnir persónur úr frægri bíómynd. Og hún heitir ...?

***

Aðalspurningar:

1.  Frá hvaða landi kemur Toblerone-súkkulaði'?

2.  Hjarta úr ákveðnu dýri var grætt í mann á dögunum. Hvaða dýri?

3.  En hvaða dýr heita á latínu „ursus“?

4.  Tónlistarmaður nokkur og leikari syngur með hljómsveitinni Nýdönsk og fór með eftirtektarverð hlutverk í myndunum Englum alheimsins og Sódómu Reykjavík. Nú síðast brá honum fyrir í hlutverki lögreglumanns í Ófærð 3. Hvað heitir hann?

5.  Lúxusbíll einn kallast Ghost. Draugur sá er framleiddur undir hvaða merki?

6.  Yfir hvaða ríki ríkti María Teresa á árunum 1740-1780?

7.  Í veðurfréttunum er jafnan talað um „Austurland að ...“ — hvaða stað?

8.  Hvaða vikudagur mun til forna hafa kallast „óðinsdagur“?

9.  Borgin Bergen er í hvaða landi?

10. Í frægri skáldsögu frá 19. öld eru feðgarnir Nikolæ og Arkadí Kirsanov aðalpersónur, ásamt Évgení Basarov. Hvað heitir sagan?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fjallið sem hér sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sviss.

2.  Svíni.

3.  Björn.

4.  Björn Jörundur.

5.  Rolls Royce.

6.  Habsborgararíkinu — en Austurríki telst líka rétt.

7.  Glettingi.

8.  Miðvikudagur.

9.  Noregi.

10.  Feður og synir — eftir Túrgenev.

***

Svör við aukaspurningum:

Bíómyndin heitir Four Weddings and a Funeral.

Fjallið er Akrafjall.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnlaugur Sigurðsson skrifaði
    Ursus er "Björn" á Latinu.
    https://en.wikipedia.org/wiki/Ursus
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár