Fyrri aukaspurning:
Myndin hér að ofan sýnir persónur úr frægri bíómynd. Og hún heitir ...?
***
Aðalspurningar:
1. Frá hvaða landi kemur Toblerone-súkkulaði'?
2. Hjarta úr ákveðnu dýri var grætt í mann á dögunum. Hvaða dýri?
3. En hvaða dýr heita á latínu „ursus“?
4. Tónlistarmaður nokkur og leikari syngur með hljómsveitinni Nýdönsk og fór með eftirtektarverð hlutverk í myndunum Englum alheimsins og Sódómu Reykjavík. Nú síðast brá honum fyrir í hlutverki lögreglumanns í Ófærð 3. Hvað heitir hann?
5. Lúxusbíll einn kallast Ghost. Draugur sá er framleiddur undir hvaða merki?
6. Yfir hvaða ríki ríkti María Teresa á árunum 1740-1780?
7. Í veðurfréttunum er jafnan talað um „Austurland að ...“ — hvaða stað?
8. Hvaða vikudagur mun til forna hafa kallast „óðinsdagur“?
9. Borgin Bergen er í hvaða landi?
10. Í frægri skáldsögu frá 19. öld eru feðgarnir Nikolæ og Arkadí Kirsanov aðalpersónur, ásamt Évgení Basarov. Hvað heitir sagan?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir fjallið sem hér sést?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sviss.
2. Svíni.
3. Björn.
4. Björn Jörundur.
5. Rolls Royce.
6. Habsborgararíkinu — en Austurríki telst líka rétt.
7. Glettingi.
8. Miðvikudagur.
9. Noregi.
10. Feður og synir — eftir Túrgenev.
***
Svör við aukaspurningum:
Bíómyndin heitir Four Weddings and a Funeral.
Fjallið er Akrafjall.
https://en.wikipedia.org/wiki/Ursus