Ég man eftir þríleik um hrunið í Borgarleikhúsinu eftir Hall Ingólfsson, Jón Atla Jónasson og Jón Pál Eyjólfsson. Þar var farið í saumana á orsökum og grafalvarlegum afleiðingum hrunsins af næmum skilningi og með gáskafullu ívafi. Eitt atriði leiksins var löng og mærðarfull ræða manns í fullum biskupsskrúða með fjallhátt mítur á höfði og fjallaði um snilli og fjölbreytta yfirburði Íslendinga. Ég hafði samband við einn höfundanna eftir sýninguna til að spyrja hvort hin kunnuglega ræða biskupsins hefði ekki örugglega verið tekin orðrétt af vefsetri forseta Íslands og engu verið bætt við. Það stóð heima.
Höfundarnir skildu þetta lögmál leikhússins: Það er óþarfi að ýkja ef efnið er nógu safaríkt. Þá myndu ýkjur bara spilla.
Aldrei að ýkja
Gandí var sama sinnis. Hann fylgdi einfaldri reglu í viðskiptum sínum við Breta: Aldrei að ýkja, þess þarf ekki. Hann vissi af eigin raun það sem umheimurinn hefur komizt að raun …
Athugasemdir (5)