Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

631. spurningaþraut: Bach, Hafdís Hrönn, Guðrún Helga ... og margt fleira

631. spurningaþraut: Bach, Hafdís Hrönn, Guðrún Helga ... og margt fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan sem hér má sjá að ofan þegar hún var á barnsaldri?

***

Aðalspurningar:

1.  Dominic Cummings — hver er það nú aftur?

2.  Johann Sebastian Bach var lengst af starfsævi sinni organisti í ... hvaða borg?

3.  Hann samdi röð af konsertum sem kenndir eru við ... hvaða stað í Þýskalandi?

4.  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir heitir nýr þingmaður, hún er þrítug og situr á þingi fyrir Suðurkjördæmi. En fyrir hvaða flokk?

5.  Hver lék konuna sem hafði ekki farið að sjá eldgosið á Reykjanesi í Áramótaskaupinu á dögunum?

6.  118 manns hafa fengið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Hversu margar konur eru þar á meðal: 16 — 26 — 35 — 47 — 51?  

7.  Guðrún Helga Lárusdóttir stofnaði árið 1970 útgerðarfyrirtæki ásamt eiginmanni sínum. Það var lítið lengi vel en tók að vaxa og dafna í skjóli kvótakerfisins og er í nú í hópi öflugustu fyrirtækja í bransanum. Hvað heitir fyrirtækið hennar og þeirra hjóna?

8.  Hver leikur forseta Bandaríkjanna í hinni vinsælu Netflix-mynd Don't Look Up?

9.  Hver svaf eina öld?

10.  Árið 1786 fengu sex íslenskir þéttbýlisstaðir kaupstaðarréttindi fyrstir allra. Hver af eftirtöldum stöðum var EKKI þar á meðal: Akureyri, Eskifjörður, Grundarfjörður, Ísafjörður, Reykjavík, Sauðárkrókur, Vestmannaeyjar.

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir skipið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fyrrverandi aðstoðarmaður Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.

2.  Leipzig.

3.  Brandenburg.

4.  Framsóknarflokkinn.

5.  Saga Garðarsdóttir.

6.  Sextán.

7.  Stálskip.

8.  Meryl Streep.

9.  Þyrnirós.

10.  Sauðárkrókur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Britney Spears.

Á neðri myndinni er varðskipið Þór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár