„Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu,“ segir Hreggviður Jónsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Veritas, sem á og stýrir nokkrum fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum.
Hann er einn þeirra manna sem Vítalía Lazareva hefur sagt brotið á sér í sumarbústaðaferð í lok árs 2020. Hún nafngreindi hann á Instagram í október en í viðtali í þættinum Eigin konur, þar sem hún rakti ásakanirnar, var hann ekki nafngreindur.
„Ég lít þetta mál alvarlegum augum“
Í yfirlýsingu sinni segist Hreggviður ætla að segja sig úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja vegna málsins. „Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra …
Athugasemdir (1)