Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Umboðsmaður barna vill kerfisbundið mat á áhrifum stjórnvaldsaðgerða á börn

Hægt hefði ver­ið að milda áhrif sótt­varn­ar­að­gerða á yngsta ald­urs­hóp­inn ef kerf­is­bund­ið mat á áhrif­um að­gerða stjórn­valda hefði ver­ið til stað­ar. Sal­vör Nor­dal, um­boðs­mað­ur barna, seg­ir kom­inn tíma til að beina sjón­um að yngstu kyn­slóð­inni í bar­átt­unni gegn Covid-19.

Umboðsmaður barna vill kerfisbundið mat á áhrifum stjórnvaldsaðgerða á börn
Ekki verið lagt mat á áhrif á börnin Umboðsmaður barna segir að hægt hefði verið að milda áhrif sóttvarnaraðgerða á börn hefði verið kerfisbundið lagt mat á áhrif stjórnvaldsaðgerða á þau. Mynd: Shutterstock

Hefði verið búið að koma á kerfisbundnu mati á áhrifum aðgerða stjórnvalda á börn hefði mátt milda áhrif sóttvarnaraðgerða á þau. Umboðsmaður barna hefur undanfarin ár kallað eftir því að slíkt mat verði innleitt en ekki hefur orðið af því. Tillfinnanlega skortir á að lagt hafi verið mat á áhrif kórónaveirufaraldursins á börn til þessa. Umboðsmaður barna segir að nú sé komið að því að beina sjónum að yngstu kynslóðinni.

Þetta kemur fram í grein Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, í Morgunblaðinu. Í greininni segir Salvör að kominn sé tímil til þess, nú þegar kórónaveirufaraldurinn hafi geisað í hartnær tvö ár, að horfast í augu við að opinberar sóttvarnaraðgerðir hafi haft margvísleg áhrif á börn.

„Allt er þetta til þess fallið að valda börnum óvissu, áhyggjum og ótta“
Salvör Nordal
umboðsmaður barna

„Fáir þjóðfélagshópar hafa orðið fyrir viðlíka áhrifum enda hefur skóla- og frístundastarf sem og félagslíf þessa hóps verið úr skorðum nánast allt þetta tímabil. Börn hafa þurft að sæta sóttkví, sum jafnvel mörgum sinnum, og undanfarið hafa börn verið að greinast með kórónuveiruna í ríkari mæli en áður og hafa þá verið í einangrun, jafnvel ein, ef foreldrar hafa ekki haft tök á því að sinna þeim meðan á einangrun stendur. Allt er þetta til þess fallið að valda börnum óvissu, áhyggjum og ótta,“ skrifar Salvör.

Börn hafi sýnt ótrúlega þrautseigju

Blása þarf börnum von í brjóstSalvör segir að nú á nýju ári sé kominn tími til að beina sjónum að framlagi barna í Covid-19 faraldrinum.

Salvör bendir á að líkur séu til að áhrif kórónaveirufaraldursins á börn verði langvarandi í mörgum tilvikum, enda séu þau á mikilvægum mótunaraldri. Tilfinnanlega skorti á betri tölulegar upplýsingar um stöðu þeirra og áhrif faraldursins. Á það beri að líta að ólíkir hópar barna standi mismunandi að vígi, þannig séu heimilisaðstæður misjafnar, mörg börn búi við erfiðar félagslegar aðstæður og röskun á daglegum venjum til að mynda fatlaðra barna hafi mikil áhrif. „Þá bendir aukinn fjöldi tilkynninga til barnarverndarnefnda til þess að fleiri börn hafi búið við vanrækslu eða ofbeldi heima fyrir en áður.“

Embætti umboðsmanns hafi á undanförnum árum lagt á það höfuðáherslu að innleitt sé mat á áhrifum á börn innan stjórnkerfisins, með því að ákvarðanir séu rýndar út frá hvaða áhrif þær hafi á börn. Slíkt mat leggi jafnframt skyldur á herðar stjórnvalda til að grípaa til mótvægisaðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum ákvarðana á börn. „Skortur á slíku kerfisbundnu mati í íslensku stjórnkerfi hefur verið tilfinnanlegur á síðustu misserum en hægt hefði verið að milda áhrif að minnsta kosti sumra aðgerða hefði slíkt mat þegar verið innleitt sem hluti af ákvarðanatöku stjórnvalda.“

Salvör segir að í upphafi faraldursins hafi að verulegu leyti tekist að slá skjaldborg um eldra fólk. Nú sé komið að því að beina sjónum að yngstu kynslóðinni. „Börnin okkar hafa sýnt ótrúlega þrautseigju á síðustu misserum og aðlagað sig nauðsynlegum breytingum eins og kostur er. Nú þegar nýtt ár er að hefjast er brýnt að við sameinumst um að viðurkenna mikilsvert framlag þeirra og blása þeim von í brjóst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár