Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Umboðsmaður barna vill kerfisbundið mat á áhrifum stjórnvaldsaðgerða á börn

Hægt hefði ver­ið að milda áhrif sótt­varn­ar­að­gerða á yngsta ald­urs­hóp­inn ef kerf­is­bund­ið mat á áhrif­um að­gerða stjórn­valda hefði ver­ið til stað­ar. Sal­vör Nor­dal, um­boðs­mað­ur barna, seg­ir kom­inn tíma til að beina sjón­um að yngstu kyn­slóð­inni í bar­átt­unni gegn Covid-19.

Umboðsmaður barna vill kerfisbundið mat á áhrifum stjórnvaldsaðgerða á börn
Ekki verið lagt mat á áhrif á börnin Umboðsmaður barna segir að hægt hefði verið að milda áhrif sóttvarnaraðgerða á börn hefði verið kerfisbundið lagt mat á áhrif stjórnvaldsaðgerða á þau. Mynd: Shutterstock

Hefði verið búið að koma á kerfisbundnu mati á áhrifum aðgerða stjórnvalda á börn hefði mátt milda áhrif sóttvarnaraðgerða á þau. Umboðsmaður barna hefur undanfarin ár kallað eftir því að slíkt mat verði innleitt en ekki hefur orðið af því. Tillfinnanlega skortir á að lagt hafi verið mat á áhrif kórónaveirufaraldursins á börn til þessa. Umboðsmaður barna segir að nú sé komið að því að beina sjónum að yngstu kynslóðinni.

Þetta kemur fram í grein Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, í Morgunblaðinu. Í greininni segir Salvör að kominn sé tímil til þess, nú þegar kórónaveirufaraldurinn hafi geisað í hartnær tvö ár, að horfast í augu við að opinberar sóttvarnaraðgerðir hafi haft margvísleg áhrif á börn.

„Allt er þetta til þess fallið að valda börnum óvissu, áhyggjum og ótta“
Salvör Nordal
umboðsmaður barna

„Fáir þjóðfélagshópar hafa orðið fyrir viðlíka áhrifum enda hefur skóla- og frístundastarf sem og félagslíf þessa hóps verið úr skorðum nánast allt þetta tímabil. Börn hafa þurft að sæta sóttkví, sum jafnvel mörgum sinnum, og undanfarið hafa börn verið að greinast með kórónuveiruna í ríkari mæli en áður og hafa þá verið í einangrun, jafnvel ein, ef foreldrar hafa ekki haft tök á því að sinna þeim meðan á einangrun stendur. Allt er þetta til þess fallið að valda börnum óvissu, áhyggjum og ótta,“ skrifar Salvör.

Börn hafi sýnt ótrúlega þrautseigju

Blása þarf börnum von í brjóstSalvör segir að nú á nýju ári sé kominn tími til að beina sjónum að framlagi barna í Covid-19 faraldrinum.

Salvör bendir á að líkur séu til að áhrif kórónaveirufaraldursins á börn verði langvarandi í mörgum tilvikum, enda séu þau á mikilvægum mótunaraldri. Tilfinnanlega skorti á betri tölulegar upplýsingar um stöðu þeirra og áhrif faraldursins. Á það beri að líta að ólíkir hópar barna standi mismunandi að vígi, þannig séu heimilisaðstæður misjafnar, mörg börn búi við erfiðar félagslegar aðstæður og röskun á daglegum venjum til að mynda fatlaðra barna hafi mikil áhrif. „Þá bendir aukinn fjöldi tilkynninga til barnarverndarnefnda til þess að fleiri börn hafi búið við vanrækslu eða ofbeldi heima fyrir en áður.“

Embætti umboðsmanns hafi á undanförnum árum lagt á það höfuðáherslu að innleitt sé mat á áhrifum á börn innan stjórnkerfisins, með því að ákvarðanir séu rýndar út frá hvaða áhrif þær hafi á börn. Slíkt mat leggi jafnframt skyldur á herðar stjórnvalda til að grípaa til mótvægisaðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum ákvarðana á börn. „Skortur á slíku kerfisbundnu mati í íslensku stjórnkerfi hefur verið tilfinnanlegur á síðustu misserum en hægt hefði verið að milda áhrif að minnsta kosti sumra aðgerða hefði slíkt mat þegar verið innleitt sem hluti af ákvarðanatöku stjórnvalda.“

Salvör segir að í upphafi faraldursins hafi að verulegu leyti tekist að slá skjaldborg um eldra fólk. Nú sé komið að því að beina sjónum að yngstu kynslóðinni. „Börnin okkar hafa sýnt ótrúlega þrautseigju á síðustu misserum og aðlagað sig nauðsynlegum breytingum eins og kostur er. Nú þegar nýtt ár er að hefjast er brýnt að við sameinumst um að viðurkenna mikilsvert framlag þeirra og blása þeim von í brjóst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár