Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Umboðsmaður barna vill kerfisbundið mat á áhrifum stjórnvaldsaðgerða á börn

Hægt hefði ver­ið að milda áhrif sótt­varn­ar­að­gerða á yngsta ald­urs­hóp­inn ef kerf­is­bund­ið mat á áhrif­um að­gerða stjórn­valda hefði ver­ið til stað­ar. Sal­vör Nor­dal, um­boðs­mað­ur barna, seg­ir kom­inn tíma til að beina sjón­um að yngstu kyn­slóð­inni í bar­átt­unni gegn Covid-19.

Umboðsmaður barna vill kerfisbundið mat á áhrifum stjórnvaldsaðgerða á börn
Ekki verið lagt mat á áhrif á börnin Umboðsmaður barna segir að hægt hefði verið að milda áhrif sóttvarnaraðgerða á börn hefði verið kerfisbundið lagt mat á áhrif stjórnvaldsaðgerða á þau. Mynd: Shutterstock

Hefði verið búið að koma á kerfisbundnu mati á áhrifum aðgerða stjórnvalda á börn hefði mátt milda áhrif sóttvarnaraðgerða á þau. Umboðsmaður barna hefur undanfarin ár kallað eftir því að slíkt mat verði innleitt en ekki hefur orðið af því. Tillfinnanlega skortir á að lagt hafi verið mat á áhrif kórónaveirufaraldursins á börn til þessa. Umboðsmaður barna segir að nú sé komið að því að beina sjónum að yngstu kynslóðinni.

Þetta kemur fram í grein Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, í Morgunblaðinu. Í greininni segir Salvör að kominn sé tímil til þess, nú þegar kórónaveirufaraldurinn hafi geisað í hartnær tvö ár, að horfast í augu við að opinberar sóttvarnaraðgerðir hafi haft margvísleg áhrif á börn.

„Allt er þetta til þess fallið að valda börnum óvissu, áhyggjum og ótta“
Salvör Nordal
umboðsmaður barna

„Fáir þjóðfélagshópar hafa orðið fyrir viðlíka áhrifum enda hefur skóla- og frístundastarf sem og félagslíf þessa hóps verið úr skorðum nánast allt þetta tímabil. Börn hafa þurft að sæta sóttkví, sum jafnvel mörgum sinnum, og undanfarið hafa börn verið að greinast með kórónuveiruna í ríkari mæli en áður og hafa þá verið í einangrun, jafnvel ein, ef foreldrar hafa ekki haft tök á því að sinna þeim meðan á einangrun stendur. Allt er þetta til þess fallið að valda börnum óvissu, áhyggjum og ótta,“ skrifar Salvör.

Börn hafi sýnt ótrúlega þrautseigju

Blása þarf börnum von í brjóstSalvör segir að nú á nýju ári sé kominn tími til að beina sjónum að framlagi barna í Covid-19 faraldrinum.

Salvör bendir á að líkur séu til að áhrif kórónaveirufaraldursins á börn verði langvarandi í mörgum tilvikum, enda séu þau á mikilvægum mótunaraldri. Tilfinnanlega skorti á betri tölulegar upplýsingar um stöðu þeirra og áhrif faraldursins. Á það beri að líta að ólíkir hópar barna standi mismunandi að vígi, þannig séu heimilisaðstæður misjafnar, mörg börn búi við erfiðar félagslegar aðstæður og röskun á daglegum venjum til að mynda fatlaðra barna hafi mikil áhrif. „Þá bendir aukinn fjöldi tilkynninga til barnarverndarnefnda til þess að fleiri börn hafi búið við vanrækslu eða ofbeldi heima fyrir en áður.“

Embætti umboðsmanns hafi á undanförnum árum lagt á það höfuðáherslu að innleitt sé mat á áhrifum á börn innan stjórnkerfisins, með því að ákvarðanir séu rýndar út frá hvaða áhrif þær hafi á börn. Slíkt mat leggi jafnframt skyldur á herðar stjórnvalda til að grípaa til mótvægisaðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum ákvarðana á börn. „Skortur á slíku kerfisbundnu mati í íslensku stjórnkerfi hefur verið tilfinnanlegur á síðustu misserum en hægt hefði verið að milda áhrif að minnsta kosti sumra aðgerða hefði slíkt mat þegar verið innleitt sem hluti af ákvarðanatöku stjórnvalda.“

Salvör segir að í upphafi faraldursins hafi að verulegu leyti tekist að slá skjaldborg um eldra fólk. Nú sé komið að því að beina sjónum að yngstu kynslóðinni. „Börnin okkar hafa sýnt ótrúlega þrautseigju á síðustu misserum og aðlagað sig nauðsynlegum breytingum eins og kostur er. Nú þegar nýtt ár er að hefjast er brýnt að við sameinumst um að viðurkenna mikilsvert framlag þeirra og blása þeim von í brjóst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár