Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji birt­ir upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ingi fé­lags­ins Sam­herji Hold­ing ehf. inni á heima­síðu þess þrátt fyr­ir að fé­lag­ið hafi hætt að til­heyra sam­stæðu Sam­herja ár­ið 2018. Sam­herji á ekki Sam­herja Hold­ing leng­ur held­ur er eign­ar­hald­ið á síð­ar­nefnda fé­lag­inu hjá stofn­end­um Sam­herja, Þor­steini Má Bald­vins­syni og Kristjáni Vil­helms­syni á með­an eign­ar­hald­ið á ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­inu er nú hjá börn­um þeirra.

Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki
Birta upplýsingar um félag sem er ekki í samstæðunni Samherji birtir í dag upplýsingar upp úr ársreikningum erlends útgerðarfélags sem ekki lengur er hluti af samstæðu útgerðarinnar. Þorsteinn Már Baldvinsson er hins vegar forstjóri beggja félaganna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Íslenska útgerðarfélagið Samherji á Akureyri birtir upplýsingar úr ársreikningum félags sem útgerðin á ekki og er ekki hluti af samstæðu þess. Upplýsingarnar eru birtar á heimasíðu íslenska útgerðarfélagsins.  Ársreikningarnir sem upplýsingarnar eru birtar upp úr eru fyrir árin 2019 og 2020. 

Um er að ræða félagið Samherja Holding ehf. sem heldur utan um erlendan útgerðarrekstur sem áður var hluti af Samherjasamstæðunni, meðal annars rekstur á Kýpur, í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Englandi og Afríku. Félagið á einnig hluti í Eimskipafélagi Íslands. Rekstri Samherja á Íslandi og rekstri Samherja erlendis var skipt upp í tvennt árið 2018. Samherji Holding hagnaðist um 4,3 milljarða króna í fyrra.

Þessara reikninga hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem skila hefði átt ársreikningi Samherja Holding fyrir árið 2019 í síðasta lagi ágúst í fyrra og reikningum fyrir árið 2020 í ágúst á þessu ári. 

Í fyrra gerðist það svo að börn eigenda stofnenda Samherja, þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, eignuðust innlendan hluta Samherja, og reksturinn í Færeyjum, á meðan foreldrar þeirra eiga áfram þann rekstur sem er inni í Samherja Holding ehf. Þetta var gert með sölu á hlutabréfum í Samherja á Íslandi til barna þeirra Þorsteins Más og Kristjáns. Viðskiptin með hlutabréfin vöktu mikla athygli vorið 2020.  Meðal þess sem skipti um hendur í viðskiptunum var umráðaréttur, meðal annars sölu- og veðsetningaréttur, á fiskveiðikvóta Samherja á Íslandi. 

„Eins og ársreikningarnir sýna er Samherji Holding ehf. sterkt félag með mikla möguleika til framtíðar litið.“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja

Reksturinn og eignarhaldið aðskilinn

Eftir þetta er bæði innlendur og erlendur rekstur sem áður var hluti af Samherjasamstæðunni aðskilinn, sem og eignarhaldið á þessum tveimur rekstrareiningum. Þrátt fyrir þetta er það útgerðarfélagið Samherji á Íslandi sem birtir tilkynningu um rekstur Samherja Holding ehf. fyrir árin 2019 og 2020 en íslenska félagið á í dag ekki nema 0,1 prósent af hlutafé þessa félags. 

Þorsteinn Már Baldvinsson er hins vegar forstjóri beggja félaganna og birtir Samherji tilvitnun í forstjórann á heimasíðu sinni þar sem hann segist líta björtum augum til framtíðar.  „Eins og ársreikningarnir sýna er Samherji Holding ehf. sterkt félag með mikla möguleika til framtíðar litið. Efnahags- og lausafjárstaðan er góð og sú vinna sem ráðist hefur verið í á undanförnum mánuðum mun skila árangri. Þrátt fyrir áföll í rekstrinum er ég bjartsýnn á framtíðina því hjá okkur starfar gott fólk. Samherji Holding er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með starfsemi víða um heim. Íslendingar eiga að vera ófeimnir við að taka þátt í atvinnurekstri erlendis. Við eigum að nýta hátt menntunarstig, þekkingu okkar og reynslu í fyrirtækjarekstri á erlendum vettvangi.“ 

Af hverju Samherji velur að birta þessar upplýsingar um rekstur Samherja Holding ehf. á heimasíðu sinni, þegar fyrir liggur að félögin tilheyra ekki sömu fyrirtækjasamstæðu lengur, liggur ekki fyrir. Stundin bíður eftir svörum um þetta frá upplýsingafulltrúa Samherja, Karli Eskli Pálssyni. 

Ekki minnst á Samherja HoldingÍ samstæðureikningi Samherja er ekkert minnst á Samherja Holding enda hætti félagið að vera hluti af samstæðu Samherja árið 2018 þrátt fyrir að sama eignarhald hafi verið á félögunum þar til í fyrra. Samt birtir Samherji yfirlit úr ársreikningum Samherja Holding.

Dráttur á skilum vegna Namibíurekstrar

Í ársreikningi Samherja Holding ehf. er rakið af hverju þessi mikli dráttur hafi orðið á skilum á ársreikningum félagsins. Þar kemur fram að þetta sé vegna þess að rekstur félagsins í Namibíu hafi verið til skoðunar í kjölfar fréttaflutnings um að lögbrot hafi átt sér þar stað. Um er að ræða fréttaflutning Kveiks, Wikileaks, Stundarinnar og Al Jazeera um mútugreiðslur Samherja og tengdra félaga til stjórnmálamanna í Namibíu í skiptum fyrir fiskveiðikvóta.  Þessi Namibíurekstur Samherja var hluti af samstæðu Samherja þar til árið 2018 þegar rekstrinum á Íslandi og erlenda reksturinum, nema útgerðinni í Færeyjum, var skipt í tvennt árið 2018. 

Í ársreikninginum stendur orðrétt um þessar tafir: „Ekki hefur enn tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðar í Namibíu sem nú hefur verið aflögð og flokkuð sem slík í ársreikningunum. Þá ríkir enn óvissa um málarekstur vegna fjárhagslegra uppgjöra sem tengjast rekstrinum í Namibíu. Af þessum ástæðum gerir stjórn Samherja Holding ehf. í skýrslu sinni fyrirvara um uppgjör þess félags sem annaðist starfsemina þar í landi. Sama fyrirvara gera endurskoðendur félagsins í áritun sinni. Að öðru leyti er áritun á reikningana fyrirvaralaus. Framangreind óvissa hefur valdið þeim drætti sem orðið hefur á gerð ársreikninganna en stjórnin taldi mikilvægt að freista þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þessa þætti áður en gengið yrði frá frá reikningunum.“ 

Átta núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja eru nú með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar embættis héraðssaksóknara á þessu Namibíumáli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
3
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.
Leyniupptakan á Edition-hótelinu: „Við höfum enn tíma eftir kosningarnar“
5
Fréttir

Leyniupp­tak­an á Ed­iti­on-hót­el­inu: „Við höf­um enn tíma eft­ir kosn­ing­arn­ar“

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar lýsti því í lok októ­ber að ef ekki næð­ist að gefa út hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­ar væri vel hægt að gera það á með­an aðr­ir flokk­ar reyndu að mynda rík­is­stjórn. Það gerð­ist í gær þeg­ar Bjarni Bene­dikts­son gaf út leyfi til hval­veiða sem lif­ir þá rík­is­stjórn sem tek­ur næst við völd­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
1
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
6
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár