Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bogi óskaði eftir að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt

Sölvi Tryggva­son hef­ur sett nýja hlað­varps­s­íðu í loft­ið eft­ir að hafa tek­ið nið­ur alla hlað­varps­þætti sína í kjöl­far ásak­ana um kyn­ferð­is­brot. Sölvi hafði tek­ið við­tal við Boga Ág­ústs­son áð­ur en ásak­an­irn­ar komu í fram í dags­ljós­ið. Bogi fór fram á að við­tal­ið yrði ekki birt.

Bogi óskaði eftir að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt
Mættur á ný Sölvi Tryggvason hefur sett nýja hlaðvarpssíðu í loftið þar sem hægt er að nálgast eldri viðtöl hans og jafnframt boðar hann nýtt efni. Hlaðvarpsviðtöl Sölva voru tekin úr birtingu í maí eftir að hann var sakaður um kynferðis- og ofbeldisbrot.

Bogi Ágústsson, fréttmaður á Ríkisútvarpinu, fór fram á að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann í apríl síðastliðnum yrði ekki birt á hlaðvarpssíðu Sölva. Hlaðvarp Sölva var tekið niður í maí á þessu ári eftir að Sölvi var ásakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum. Sölvi hefur nú sett hlaðvarpssíðu sína aftur í loftið.

Í byrjun maí síðastliðins sendi lögmaðurinn Kristrún Elsa Harðardóttir út yfirlýsingu þar sem fram kom að tvær konur hefðu leitað til lögreglu vegna ofbeldis sem þær segðu Sölva hafa beitt sig. Önnur konan kærði Sölva fyrir líkamsárás sem átt hefði sér stað á heimili hennar 14. mars síðastliðinn. Samkvæmt yfirlýsingunni kom lögregla á vettvang og færði Sölva á lögreglustöð þar sem tekin var skýrsla af honum. Hin konan kvaðst hafa orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu Sölva á heimili hans 22. júní árið 2020. Málin munu bæði enn vera til skoðunar hjá lögreglu.

Ýtti af stað nýrri #metoo bylgju

Umræða hafði hafist um meint ofbeldi Sölva skömmu áður á samfélagsmiðlum. Sölvi brást við með því að ræða um orðróm þar um í eigin hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi við lögmann sinn, Sögu Ýrr Jónsdóttur. Bar Sölvi þar grátandi af sér allar sakir. Saga Ýrr sagði sig síðar frá máli Sölva og sagði við það tækifæri að hún hefði aldrei átt að taka þátt í umræddum hlaðvarpsþætti.

Segja má að fréttaflutningur af málinu hafi ýtt úr vör nýrri bylgju af #metoo málum en fjöldi kvenna greindi í kjölfarið frá því að þær hefðu verið beittar kynferðislegu ofbeldi og áreiti, líkamlegu og andlegu ofbeldi.

„Ég veit ekki betur en það viðtal verði ekki birt“
Bogi Ágústsson

Í kjölfar þess að yfirlýsing lögmanns kvennana var send út tók Sölvi niður alla hlaðvarpsþætti sína sem verið höfðu í birtingu. Hann hefur nú hins vegar opnað nýja hlaðvarpssíðu þar sem hægt er að nálgast þættina, yfir eitt hundrað talsins, og boðar að þar muni birtast þrír til fjórir nýjir þættir á mánuði. Greiða þarf fyrir aðgang að síðunni og er verðið 990 krónur á mánuði.

Í frétt Vísis af hlaðvarpi Sölva, sem birt var í gær, var greint frá því að meðal væntanlegra viðmælenda Sölva væru Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður. Á samfélgasmiðlum varð í kjölfarið umræða um málið þar sem fólk lýsti miklum vonbrigðum með að Sölvi hefði hafið hlaðvarpsgerð sína á nýjan leik. Einkum virtist það valda fólki vonbrigðum að Bogi væri meðal viðmælenda.

Viðtalið við Boga er hins vegar gamalt, tekið áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í kastljósið. „Það er rétt, hann tók við mig viðtal í apríl en við ræddum um að það yrði ekki sent út,“ segir Bogi í samtali við Stundina. „Ég veit ekki betur en það viðtal verði ekki birt. Ég óskaði eftir því og það varð að samkomulagi milli okkar Sölva að það yrði ekki birt núna.“

Vildi ekki að viðtalið færi í loftiðBogi segir að hann hafi óskað eftir því við Sölva að viðtal við sig yrði ekki birt.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • MRG
  Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
  https://stundin.is/grein/14540/ef-konur-vaeru-karlar/
  0
 • BÁH
  Brynjar Á Hilmarsson skrifaði
  merkilegt að það eru eingar sannanir til að hægt sé að áskæra Sölva
  0
 • ÁHG
  Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
  "að það yrði ekki birt núna"
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
4
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.
Matvælaráðherra segir fiskeldi vera „varasama atvinnustarfsemi“
6
FréttirFiskeldi

Mat­væla­ráð­herra seg­ir fisk­eldi vera „vara­sama at­vinnu­starf­semi“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sagði sjókvía­eldi vera „mjög vara­sama at­vinnu­starf­semi,“ sem þurfi að koma bönd­um á með lög­um. Óvissa rík­ir um sekt­ar­á­kvæði frum­varps­ins sem kveð­ur áum há­ar fjár­sekt­ir á fyr­ir­tæki sem ger­ist upp­vís um vinnu­brögð sem hafa í för með sér slæm­ar af­leið­ing­ar fyr­ir um­hverf­ið og líf­rík­ið hér á landi.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga
7
Fréttir

Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir fram­setn­ingu mat­væla­ráð­herra óá­byrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.
Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
8
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
3
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
7
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár