Ég las í stjörnuspá fyrir 2021 að það myndi verða besta ár lífs míns, svokallað smaragðsár. Ég varð eiginlega smá stressuð við að heyra þetta, svaka pressa.
Að vísu gerði ég alls konar, ferðaðist og kom fram á festivölum í Grikklandi og Lúxemborg, Svíþjóð og New York. Frumsýndi kvikmyndina mína MUNNHOLA á Sequences og gerði 30 skúlptúra fyrir sýningu í Kling & Bang, gerði hljóðspor fyrir þrjár kvikmyndir. Gaf út bækurnar SERÍA FORMA og Gluggi – Draumskrá og alls konar fullt annað. En smaragðsár á ekki við um ytri árangur held ég, heldur um umbreytingu á andanum.
Það er svo áhugavert að vera hluti af samfélagi. Að vera innan um fólk, fólk með holur og gil og skugga. Og öll átök og árekstrar eru bara bláprent af þessum holum. Svo er hægt að setja alls konar í holurnar; ást, skilning, meiri skugga kannski eða ljós. Það er líka svo áhugavert …
Athugasemdir