Þá er komið að því. Árið 2021 fer að líða undir lok og kemur aldrei til baka. Árið sem átti að vera ár bjartsýni og vonar en reyndist síðan keimlíkt árinu á undan. Nú ætla ég að reyna mitt allra besta til að rifja upp það sem að mínu mati stóð upp úr á liðnu ári.
Þegar ég lít til baka var árið frekar dauflegt. Lítið gerðist sökum heimsfaraldursins og fátt stóð upp úr. Það er eins og hversdagslíf okkar ungmenna hafi blandast eiginlegum graut og enginn muni eitt né neitt.
Unglingar og börn héldu áfram í hinum óendanlega vítahring óhefðbundins skólahalds en auðvitað var ljós í myrkrinu. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og grímuskyldu tókst okkur að framkvæma margt skemmtilegt þótt ástandið hafi kunnað að vera óljóst oft og tíðum.
Þegar skólinn hófst á ný eftir áramót var skólahald með óhefðbundnum hætti líkt og fyrir jól. Við sluppum þó alltjent við …
Athugasemdir (2)