Annar hver Íslendingur varð var við rangar upplýsingar eða falsfréttir í aðdraganda síðustu þingkosninga, ef marka má niðurstöður rannsóknar sem Fjölmiðlanefnd lét framkvæma. Ellefu prósent þátttakenda í könnun stofnunarinnar sagðist hafa orðið var við slíkt oft á dag síðustu þrjátíu dagana fyrir kosningar. Helmingur þeirra sem sagðist hafa orðið var við falsfréttir eða rangar upplýsingar taldi einhvern stjórnmálaflokk bera ábyrgð á vitleysunni.
Þegar rýnt er í svör við könnun Fjölmiðlanefndar kemur þó fljótt í ljós að mikill munur er á skilningi fólks hvað séu rangar upplýsingar eða falsfréttir. Þátttakendur fengu tækifæri til að skrifa eigin svör við spurningu um hvaða upplýsingar eða fréttir það voru sem þau urðu vör við „Ásmundur Einar Daðason er ekki Guð“, „Blaðrið í Gunnari Smára“, „Fjölmiðlar fela sannleikann samanber RÚV“ og „Fylgi flokka“.
„Fjölmiðlar fela sannleikann samanber RÚV“
„Af svörum þeirra sem töldu sig hafa séð rangar upplýsingar eða falsfréttir má …
Athugasemdir (1)