„Hvað man maður langt aftur? Þar til maður er fjögurra ára, fimm ára. Hann deyr þegar ég er fjórtán ára þannig að þetta eru 10 ár sem ég get sagt að ég muni eftir honum,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, sonur lista- og fjallamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, aðspurður um hvaða minningar hann eigi helst um pabba sinn.
Ari Trausti er landsþekktur jarðfræðingur, leiðsögumaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður VG sem bauð sig meðal annars fram í forsetakosningunum árið 2012. Líkt og faðir sinn hefur Ari líka skrifað bækur um fjöll og fjallgöngur sem margir þekkja, meðal annars bókina Fólk á fjöllum: Gönguleiðir á 101 tind þar sem er að finna leiðarlýsingar á mörg þekkt fjöll á Íslandi.
Bók Guðmundar frá Miðdal, Fjallamenn, hefur nú verið endurútgefin í fyrsta sinn frá því að bókin kom út árið 1946. Ari Trausti, sem er fæddur 1948, segir að bókin hafi vakið mikla athygli …
Athugasemdir (3)