„Bókin Banvæn snjókorn er glæpasaga fyrir unglinga og ungmenni,“ segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur. „Bókin fjallar um Hönnu, unga konu sem fær vinnu á dagblaði. Í bókinni heitir blaðið bara Dagblaðið en í höfðinu á mér er þarna um að ræða Morgunblaðið en þar vann ég á mínum yngri árum. Fyrsta verkefni Hönnu á Dagblaðinu er að taka viðtal við samfélagsmiðlastjörnu. Henni finnst þetta ofsalega súrt og leiðinlegt verkefni og hefur voðalega lítinn áhuga á þessu. En þegar samfélagsmiðlastjarnan er sökuð um morð þá færist fjör í leikinn.“
Allir hafa skoðun á samfélagsmiðlum
Sif býr í Bretlandi, skrifar bækur mikið á ensku og er með bókasamning við stærsta útgefandann úti. „Banvæn snjókorn komu því fyrst út á ensku og bókinni gekk mjög vel hér og hún var þýdd yfir á þýsku og frönsku og núna loksins á íslensku.“
„Þegar það koma út eftir mig bækur þá líður mér alltaf dálítið eins …
Athugasemdir